Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Guð er góður

Ég bað Guð um styrk svo ég gæti orðið ágengt....
Ég var skapaður veikburða svo ég gæti af hógvært lært....

Ég bað um góða heilsu svo ég gæti gert gott....
Mér var gefin veikindi svo ég gæti unnið meiri afrek...

Ég bað um ríkidæmi svo ég gæti orðið hamingjusamur....
Mér var veitt fátækt svo ég yrði vitur...

Ég bað um völd svo ég fengi lof...
Ég var gerður viðkvæmur svo ég fyndi að ég þarfnaðist Guðs...

Ég bað um að öðlast allt svo ég gæti notið lífsins....
Mér var gefið líf svo ég gæti notið alls....

Ég fékk ekkert af því sem ég óskaði mér, en allt sem ég vonaðist eftir.
Jafnvel þrátt fyrir ósk um hið gagnstæða var bænum mínum svarað.

Ég er heppnstur allra. jesus
 Guð gefi ykkur góðann dag.


SundLaugardagur

Það var víst Bóndadagur í gær og óska ég öllum Framsóknarmönnum hér með til lukku með gærdaginn..  Ég fór út að borða með 3 félögum í gær og ég held að enginn af okkur hafi vitað að það væri Bóndadagur jú kannski einn því hann er lofaður við hinir erum allir svona meira og minna mein gallaðir piparkallar Cool...

Það fór alveg framhjá mér allur hamagangurinn í Veðrinu í gær flest allir á Suðurnesjum voru bara heima og margir hér í bænum líka.. meira að segja Pabbi þurfti ekki að fara í vinnuna í gær en hann hefur alveg örugglega ekki setið heima því þori ég nánast að þinglýsa hér með.  ( mamma ef þú lest þetta þá var ég á fundi í gær þegar þú hringdir Smile )

Það er nú naumast að maður rífur sig upp fyrir mjólkurmjaltir úrið  rétt yfir 6 um morgun mætti halda að ég væri orðinn Japanskur Túristi á Íslandi ...þeir eiga það til að vakna mjög mjög snemma svona um svipað leyti og götubílasóparinn keyrir um miðbæinn um helgar....

  Í dag er Laugardagur og ef maður ætti að fara eftir honum myndi maður fara í sund og gufu og enda svo í Ísbúðini en ég ætla að hafa þessar pælingar bak við eyrað til kl 10 ... því í dag fer ég á minn fund í hádeginu og ætla svo að kíkja í Keflavík í kvöld á Samkomu hjá honum Gunna vini mínum.

Ég sé það hérna frá 3 hæðini á Höfðanum að þrír bílar fara framhjá við gatnamótin við Stórhöfða það er eina lífið sem er þarna úti jú ljósastauranir eru vakandi en allt hitt sefur enda fáir Íslendingar sem nenna að vakna svona snemma,nema þeir séu að fara að gera eh mjög sérstakt..það eina sem ég þarf eiginlega að gera er að fara út með ruslið og vaska upp 2 diska og 3 könnur.

Gott Gott kaffið tilbúið nú er bara að skella einum ala GTG caffe  í sig og fara svo að tala við Æðrimátt til að tengja sig vel inní daginn ..leyfa deginum að koma til sín og bjóða hann velkominn,

Með Hjálp Guðs fer ég Þakklátur og Auðmjúkur inn í daginn

 

Eigðið þið góðann dag ..Pray%20Before%20Bedtime

 

Þessi litli Strákur og Snati kunna þetta.

 

Guð Blessi Ykkur

 


koma svo 27-25 fyrir Íslandi

Iceland-flag

Spain_flag_300
              HANDBALL

Þvæla frá Upphafi ( góð meri )

Í dag er 21 janúar árið 8 eftir tvöþúsund og helgin Heilaga að baki ekki get ég nú sagt að hún hafi verið hressileg hjá mér því flensan kíkti í kaffi til mín á miðvikudag og kýldi mig flatann og þótt ég hafi nú farið á laugardeginum í eitt stk sextugsafmæli hjá henni elskulegu frænku minni henni Torfhildi og svo á Árshátíð um kvöldið  þá var ég samt hálf dofinn og sljór alla helgina... Ég hitti marga ættingja í veisluni hjá Tobbu frænku og hafði gaman af ( Ö-6371 var samt ekki þar ) og um kvöldið var húllum hæ hjá mínu fólki og voru skemmtiatriði ekki af verri endanum..t.d Páll Óskar,Herbert Guðmundsson,Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Geirfugl( kom í gervi Megasar,Jakobs frímans,Valgeirs Guðjóns & Björns Jörunds ).Poetrix rabbari,Beggi í Sóldögg og sjálfur veislustjórinn Björgvin Frans Gíslason en allir þessir menn eru Evrópumeistarar í sinni grein og gerðu vel.

Landsliðið í Handknattleik hefur nú lokið leik í riðakeppnini eftir að hafa unnið arfaslakt lið Slóvakíu og tapað svo fyrir slökuliði Svía og Evrópumeisturum Frakka..... það sem mér sýnist vanta helst í liðið er "MALT"  "TRÚ"  "STERA"  "Handbolta" " SKAP"  og margt annað. ( þetta er eins og liðið hafi aldrei komið saman áður til að spila þessa íþrótt )

Svo er það fréttin með Bobby heitin Fischer og grafreitinn hans .. nú segi ég bara sææææææl  

 

 


13 mánuðir

 

já var nánast búinn að gleyma því en ég á víst 13 mánaða edrú afmæli í dag og lífið er í bláu

þessa dagana... eigum við að ræða þetta eitthvað hélt ekki... viðsnúnigur frá því að stefna alltaf suður sem er niðraá við yfir í að stefna í Norður það er uppávið :) 13 mánaða edrú


Mánudags pæling

Mynd002ghghgfhgfhg  Er svona að spá er kallinn að fá sítt að aftann ...

gamla góða Limahl greiðslan að koma eftir smá tíma ....  seinast þegar kvikindið var með sítt að aftann var árið 1997 ... kominn tími á það sei sei


Í dag er dagurinn

WigWam í spilun lagið sem tröllreið Evrópu í Eurovision um árið :) ekkert að því að byrja daginn á því að vakna við morgunmjaltir um 06:30 og horfa yfir faxaflóann með kaffi í hönd og búinn að sofa í eh 9 tíma fór semsagt að sofa um 21:00 í gær já á laugardagskvöldi ..... 

Helgin bara búinn að vera salí róleg of fín en byrjaði á því að fá mér gömlu fermingarfötin í smáralind á föstudaginn keypti mér vesti og lakkrísbindi og er að fíla það í Glútus Maximus..... fór á tvær samkomur á föstudagskvöldið og endaði svo á miðnæturfundi í Hinu húsinu og var kominn heim um 01:00 ..

Í gær fór ég á Hádegisfund og arkaði svo á Óliver með ca 20 manns í slísí burger og Latte og vorum við þar í góðann tíma eða þar til ég fékk mér göngutúr í Fíladelfíu kirkjuna og fór á tónleika með GIG og Þóru Gísladóttir en það voru tónleikar til styrktar trúboði í Kenýa en þar eru dönsk hjón sem hafa verið þar í 14 ár að byggja nýtt hús fyrir drengi en stúlkurnar eru komnar með hús.. tónleikarnir voru A + eins og maður átti von á... þeir sem vilja kynna sér trúboðið í Kenýa getað skoðað linkinn hér www.newlife-africa.com

Í dag er áætlun að kíkja aðeins í kringluna og fara svo á samkomu kl.16:30 og svo á UNG í kvöld.

Ég ætla að fara þakklátur inn í daginn og njóta þess sem verður á vegi mínum.. ég fór nefnilega með mínar bænir í dag og er þakklátur fyrir það að minn Guð ætlar að taka alla gremju,ótta,eigingirni og sjálfselsku frá mér og leyfa mér að vera glaður og hress í dag...

Megi Guð blessa ykkur ríkulega í dag...


Ok

Jahá litli bróðir bara kominn í GR

 

Ég segi bara til hamingju með það Heiddi Wizard


mbl.is Heiðar Davíð í raðir GR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2007

 

 Þetta var það helsta í fréttum hjá mér árið 2007

 Janúar:

Flutti á Brú nákvæmlega þann 26 janúar kl 10:00  og fór á mína fyrstu samkomu í Fíló þennan mánuð.

Febrúar:

fékk mér trúnaðarmann og byrjaði á sporunum & byrjaði að vinna við smíðar.

Mars:

má segja að ég man nú ekki í fljótubragði hvort eh voða stórt  gerðist þá nema  að ég var hress og kátur

Apríl :

22 apríl gróf ég mitt gamla líf og sjá nýtt er orðið til ..já ég tók skírn.

Maí:

fór á Deep purple & Uriah Heap og Josh Groban  

Júni:

sleikti sólina.

Júlí :

fór á pollamót á akureyri með IFC og urðum við í 2 sæti ( glæsilegt ) fór einnig á Blönduós á Húnavöku og keppti með 1987 liðinu á móti 2007 sem tapaðist 2-4 ( magnaður leikur og 400 áhorfendur ) svo skrapp ég til fuerteventura í viku og já Una systir giftist Steina sínum..

nóg að gera í júlí.Cool

Ágúst :

Fór á kotmót og Boy oh Boy þar gerðust kraftaverkin og þessi staður er himneskur. byrjaði í HR.

 

nú svo í Nóv þá byrjaði ég á Hótelinu mínu í móttökuni og ákvað að stefna á  Háskólann Keili á  keflavíkurvelli  í ágúst 08.

Des :  varð 1.árs edrú þann 14ánda og sjálfur 36 ára 16dána...

 

svo hef ég farið með boðskapinn á meðferðarstöðvar og sótt samkomur á árinu og verið í daglegu prógrammi sem er nú ekki svo lítið en þegar það gefur manni mikið þá virkar það svo auðvelt. 


Janúar 2008 ( sjæs )

 

 áramót

 

 wellur þá er best að setja niður nokkur orð hér á nýju ári... er mættur í vinnuna eftir viku frí og þessi vika var nú alveg bara hin besta og mesta ...

Annann í jólum fór ég suður í garð í afmælisveislu en faðir minn var 57 ára gamall og einnig áttu mamma og pabbi 30 ára brúðkaupsafmæli á jóladag og Veigar litli átti afmæli 21.des og ég þann 16 des þannig að það var hægt að halda uppá fullt af afmælum þennann dag sem familyan kom saman...

Um áramót fór ég einnig í svínaát suður í Garð og fór þaðann í Teiti í keflavík og var teitið með svona grímubúningaþema.. allir vopru þar edrú og glaðir og ég fór ekki þaðann fyrr en um 5 um morgunin og vakanði kl 12 á hádegi og brunaði faðir minn mér á farartæki mömmu til Smokie Bay þar sem ég var að fara að sponsa einn mann áður en ég fór í mína kirkju kl 16:30 ... 

Hvað er að ske með mína menn í Liverpool þetta er ekki gott að gera jafntefli á heimavelli við Wigan er hörmung og þá er það endanlega búið í ár vonin um Ensku dolluna þetta seasonið... þá er bara að fara í eh aðra keppni meistaradeildina við erum ágætir þar.. 

vona svo að Kuyt,Riise og  verða seldir fljotlega. ( kewell má fara líka )

 l_105254422844f76b1477116b6c7eb4c4

Eigið góða daga og megi nýja árið fara vel í ykkur .

 

kallinn var var í grímubúning..flottur :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband