Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

On the Roof

Það fer að líða að Verslunarmannhelgi og er það alveg til fyrirmyndar....Wizard

Kallinn búinn að taka Jobba gamla á þetta bara og chilla ágætlega síðustu daga.. búinn að vera duglegur að horfa á DVD myndir langt fram á ókristilegan tíma en þó vaknað 3 tímum eftir mjólkumjaltir sem er einnig til fyrirmyndar....W00t

 Var að vinna á Grand Rokk íveru stað fallega fólksins um helgina og það var nú eins og annarsstaðar í borgini frekar dræm aðsókn að Mjöðvélum húsana....

 Kítki á Samkomu í fíló á sunnudaginn og nældi mér í nýjasta disk Gospelkórs Fíladelfíu sem er btv. Sehr Godt...... fór á Þróttur-Breiðablik á mánudaginn þar sem ég sá stórskemmtilegan fyrri hálfleik en í þeim síðari humm eiginlega man ekki hverning sá hálfleikur var" hann var gleymanlegur"   En það er eins og venjulega þegar ég fer og horfi á Þróttarana þá bara tapa þeir ekki .. byrjaði í fyrra að fara á leiki og ætli þetta sé ekki leikur nr 8 eða eitthvað án taps þegar kallinn kemur og kíkjir á dæmið.....

Í gær fór ég ásamt fleirum til Keflavíkur eða nánar tiltekið til Njarðvík á kynnigarfund hja Forvarnarverkefninu Lundur.. það var mjög hressandi að koma og hitta liðið og fá kökur hjá Erlingi sem sér um Lund en hann átti einnig afmæli í gær..

Í kvöld þarf ég að vinna eina vakt á HRC  sem er Hressandi og síðan á morgun er það Kirkjulækjarkot það verður bara fjör kem svo heim á sunnudagskvöld vegna þess að ég verð að vinna frá mánudagsmorgun til sunnudags á Kaffistofu Samhjálpar.. ( þeim vantaði mann í viku )

 

 

 kallinn On the roof í dag " Hot in the City" 20 plús

on the roof

En góða helgi og njótið í botn , keyrið varlega og Guð blessu ykkur ríkulega.


Glæsilegt.

Brósi flottur... verð nú að játa að það tekur smá á taugarnar að fylgjast með Golfinu í EYJUM....EN gaman ... strákurinn funheitur og ég er með það á hreinu að hann verður flottur á morgun.

 


mbl.is Heiðar Davíð með þægilega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

9 dagar í kotið

Búnir að vera fínir dagar í Júlí og gott að vera í sumarfríi.... eftir að ég kom heim frá Lúxembourg þá hefur maður bara haft það gott og sleikt sólina á köflum hérna á Klakanum...

Ég var Caddý fyrir Heiðar bróðir á Meistaramóti GR sl helgi og gekk með honum í nokkra daga og var það virkilega gaman og það tekur í að ganga þessa 18 holur.. tala nú ekki um Grafarholtið þar sem mikið er gengið upp hóla og hæðir... en það var byrjað að spila á Korpuni í 2 daga og svo var fært sig í Grafarholtið.. Heiðar bróðir endaði í 3 sæti á mótinu en þetta var fyrsta mótið hans eftir að hann gekk í klúbbinn..... Á laugardaginn náði ég ekki að fylgja Junior á lokadeginum því ég fór í Brúðkaupsveislu hjá Kasternum og Höllu og var það bara Yndislegt eins og þau eru..... veislan var skemmtileg og stóð til að verða 1 eftir miðnætti og var hún haldinn í Framheimilinu.

Ég var einmitt staddur í Framheimilinu í sama sal fyrir nánast ári í brúðkaupi hjá Unu systir og Steina mág... spurningin er bara hver mun gifta sig að ári og halda veislu í Framheimilinu ... ég mæti pottþétt..

 

svo fer að líða að Versló og þá verð ég í Fljotshlíð á Kotmóti sem verður bara skemmtun eins og í fyrra...

Fjölnir - Þróttur í kvöld og það verður hörkuleikur og ég vona að mínir menn í Þrótti nái að fá eitthvað útút þeim leik... held að þetta verði dúndur leikur í rigninguni í Grafarvoginum....

 

Lifi Þróttur og Hvöt


Nr 1. eitthvað að ræða þetta

Held að Óli Jó hafi enga afsökun lengur að halda besta Markmanni Íslands utan við Landsliðið lengur.....  Gulli var alveg stórkostlegur í markinu enn og aftur.. maður spyr sig bara orðið hvað Gulli þurfi eiginlega að gera til að komast í þetta blessaða Landslið....

Annars var lítið líf í þessum leik lengi vel en svo um miðbik seinnihálfleiks varð allt crasy og þetta var orðið Heavý spennó... undirritaður fór 2 sinnum úr stólnum þegar HK var almost búið að jafna..  Blikarnir náttúrulega náðu ekki að koma boltanum framhjá Gulla í annsi mörgum færum... Drengurinn var með 3 alveg Heimsklassa vörslur þarna í seinnihálfleik..

Svo voru mínir menn í Þrótti flottir að jafna leikinn aðvísu einum fleiri í 50 mín.  í Grindó eftir að hafa lent undir eftir að Ramsey hafi tekið eitthvað Ronaldo solo... Markahjössi með eitt kvikindi. Jákvætt

 


mbl.is Breiðablik - HK, 2:1, Hermann Geir rekinn af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norður í 540 á morgun

Þá er maður ofaní sumarfríi sínu og gengur bara vel... fór í sumarbústað við Þingvallarvatn til hans Eysteins .þann mikla snillings og konu hans og fósturdóttur og var tekið á móti mér og mrs Y með grillmat og fínheitum ...þau hjón alveg útúr tönuð áðí eftir 20 stiga hita á sólpallinn í viku...

svo er ferðini heitið á Dósina á morgun og kíkja aðeins á heimabæinn minn... verð mættur þar rétt fyrir leik Hvatar á móti Reyni Sandgerði.. ég spái 3-1 fyrir Hvöt...

 

þannig að það er kominn tími til að tengja og Ging Gang gúlí gúlí ....

 

Aufffffffffffffffffffff Widdersen


Eggjandi dagar framundan með Fíkjusafa

Mynd013

Já þá er það komið á hreint " lífið er Bleik skyrta og Leigubíll"

 

Enda er komið að árlegu sumarfríi hjá Kallinum sem stendur yfir frá kl 08:00 þann 9.júlí til 20:00 þann 13.ágúst.   

Það verður byrjað á því að fara í smá grillferð við Þrastarlund strax á miðvikudagskveldi og svo verður þetta bara Hlýrabolur og Sundskýla vonandi með Kúreka Fetishi....

 

Svo verður smá Gíng Gang Gúlí Gúlí fílíngur með tjaldi og útilegubúnaði líka tekinn á þetta í fríinu.

 

Mynd029

svipurinn segir :  " I NEED VACATION"

 


Þetta er Hressingur hjá Keegan

Ef hann hefði sagt manni að fara til helvítis þá hefði mann bara hlakkað til þeirrar ferðar!"

  "já sææææææl"

 

Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle United, hefur viðrað þá hugmynd sína að hinn nýi leikvangur Liverpool eigi að heita í höfuðið á goðsögninni Bill Shankly. Kevin telur að á þann hátt muni Liverpool Football Club sýna mesta áhrifavaldi í sögu félagsins verðugan sóma.

"Liverpool ætti að leika á Shankly leikvanginum. Hann var svo mikill áhrifavaldur og maður vildi gera allt fyrir hann


DELUX

Í gær var besti dagurinn okkar so far ..hitinn var í og um 30 gráður og sól allann daginn og notuðum við tímann bara til að slaka á og liggja eins og skötur þ.e.a.s ég Guðríður og Bergrós, Veigar  var á fullu að renna í rennibrautini og vera í sundlaugini sinni , Mamma settist líka niður þegar hún var búinn að þrífa allt og setja í vél, það er alltaf þannig hjá  elskulegu móðir minni að hún má ekki sjá neitt óhreint þá er hún kominn eins og Mr. Clean og Pabbi fór að hjóla og taka myndir í gær.. já gömlu þau eru ekkert ofhrifin af því að slaka smá á Wizard en þau gera það nú samt bara minna en við Ungarnir Wizard.Það þarf varla að taka það fram hvað Heiðar bróðir var að gera " megið geta einu sinni"

Svo um 3 leytið fórum við öll að sjá Veigar í fimleikum þar sem hann fór gjörsamlega á kostum og þramaði í allt og hinn börnin sem voru jafn gömul og hann voru eins og sýnt hægt miðað við yfirferðina og vá hvað sá litli er öflugur miðað við hin krílin ..það var eh slá þarna sem litlu krílin voru að hrista og svo kemur ljóshærði víkingurinn og vildi vera með og hann byrjaði að hrista stöngina og hin krílinn voru svona eins og tuskudúkkur límt við stöngina og tuskuðust til við afl Veigars... Já strákurinn er öflugur...víííííí svo í lokinn fékk hann viðurkenningaskjal og medalíu því þetta var síðasta skiptið á þessu leveli

 

Ég  og mamma fórum svo með strætó niður í bæ og vorum við þar í smá tíma að spóka okkur fá okkur kaffi og ég keypti mér nokkra boli, það er allt á útsölu þarna núna og fínt að versla þarna.

 

Umkvöldið var svo grillað og borðað úti. 

 

kv frá DELÚXWizard

 

 

Mynd111

 

Veigar og Bergrós að leika í sundlaugini hans Veigars
 
 
 
 
 
 
Mynd168
Veigar með mömmu í Litle Gym búinn að fá Medalíu vííííííí
 
 
 
 
 
Mynd183
í centum of Lúx með Latte 
 
 
 
 
 
Mynd094
Eigum við að ræða þetta "prinsinn að taka á því " LAAANG FLOTTASTUR 
 
 
 
 
 
Prinsessan vöknuð  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband