Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

50 dagar til Jóla

Gospel Invation Group ómar um íbúðina og ilmandi Gevalia í LFC bollanum mínum og fyrir utan er Regnbogi búinn að búa til brú milli Kjalarnes og Hafnarfjarðar en ekkert bólar á Þossa Þrumugoða og Mjölni.... Helgin búinn að vera svona eins og góður göngutúr ..kvikindið er bara ferskur á sunnudegi eftir að hafa farið á Tónleika með Gospel Kór Reykjavíkur og einhverju Norskum GospelKór sem byrjar á B...fór með Prinsessu og litlum Engli á Tónleikana og var það bara Yndislegt.. Svo er bara að tékkja á því hvort maður verði í sjónvarpinu í kvöld...aldrei að vita en ég mun reyndar ekki sjá það þar sem ég mun ekki verða heima... Í dag er kolaportdagur og um að gera að skoða allann dýragarðin þar.. en eigið í dag besta sunnudag á árinu... ég get ekki skrifað meira því að ég ætla að dansa Pólka hér með SkúringaSpítuni minni..

THE SHIRT MAN

Jahá var að skoða í skápinn hjá mér og fór að telja hvað ég á mikið af skyrtum og það voru um 47 á slánni þannig að með því sem er í kassa og einnig heima hjá gamla settinu þá myndi ég reikna að þær væru um 70 stk ..spurning að fara að gefa nokkrar til þurfandi einstaklinga.. einnig á ég um 10 jakkaföt og ég veit ekki hvað af skóm ætli þeir séu ekki um 20 stk .. já ég hendi nánast aldrei neinu..finnst gott að hafa þetta í kassa í staðinn aldrei að vita nema maður fái löngun í að klæðast þeim aftur eða þessum blessuðu skyrtum.... félagi minn fékk lánaðann þvottastandinn minn um daginn og ég sem var að þvo í morgun setti því upp þvottasnúru á milli ljósa í loftinu hjá mér og hengdi upp þvottinn já maður maður deyr nú ekki úr ráðaleysi þessa dagana.. fínasta snúra hér hjá mér og svo kemur klassa rakalykt í höllina mína... myndi nú samt seint kalla þetta einhverja keppnishöll en hún er akkurat sniðinn fyrir svona mann eins og mig sem er uppá á 173cm og 175cm í Nikeskóm... Já það er Laugardagurinn 3.Nóvember og því ber að fagna því að vinur minn á afmæli í dag og ég segi bara til lukku með daginn Keli ... annars er það að frétta úr heimi veraldarlega hlutana að Paris Hilton vilja láta frysta sig ... þvílík frétt ég bara var svo jákvæður eftir þessa frétt að ég ákvað að setja í aðra þvottavél og hlusta á Hallbjörn Hjartarson nánar tiltekið Kántrý 5 og skelli hlæja af öllu þessum fréttum sem koma manni til að fíla Hallbjörn og Geirmund Valtýrsson aka Geira Valtara.. er aðvísu búinn að fara á sirka 400 böll með þessum sveiflulokk í gegnum árinn ... Ort í sandinn er td það hrikalegsta lag sem ég hef þurft að hlusta á ... en góða helgi og eru ekki allir sexý ó jeje je


Smá molar fyrir Nóvember

Sumir segja "Ég er bara svona" og yppa öxlum, en staðreyndin er sú að það er ekkert sem við getum ekki breytt við eigin hegðun. Í raun má breyta hreinlega öllu og það getum við gert svo lengi sem viljinn er fyrir hendi. Ef þér finnst sem svo að aðrir beri ekki nægilega virðingu fyrir þér þá gæti hjálpað að fylgja eftirfarandi atriðum:

1. Vertu alltaf hrein/n og snyrtileg/ur til fara. Fötin þurfa ekki endilega að vera dýr, en heil, pressuð og vel þrifin þurfa þau að vera. Gættu heilsu þinnar og sjáðu til þess að tennurnar séu alltaf hvítar og hreinar. Breitt bros gefur líka til kynna að þú njótir þess að vera í eigin félagsskap sem annarra.

2. Talaðu vandað mál. Ekki hika við að koma með jákvæðar athugasemdir um annað fólk, en gættu þess að vera einlæg/ur því það sjá allir í gegnum það ef þú ert það ekki.

3. Heilsaðu fólki vingjarnlega. Fólk kann vel að meta það og kveðjan verður endurgoldin.

4. Aldrei nýta þér veikleika annarra. Fólk ber ekki virðingu fyrir þeim sem bera ekki virðingu fyrir öðrum. Leyfðu fólki að halda virðingu sinni.

5. Ekki hegða þér eins og þú vitir allt. Fæstir kunna við yfirlæti.

6. Ekki eltast við tískubólur vegna þess að aðrir gera það. Veldu fyrir sjálfa/n þig og aðrir munu bera virðingu fyrir þér fyrir vikið.

7. Að bregðast rólega við þeim sem sýna þér vanvirðingu er alltaf góður leikur. Reyndu að skilja hvers vegna manneskjan er æst og reið eða í vörn. Að koma fram við aðra eins og þú vildir að aðrir kæmu fram við þig er góð leið til að þið náið niðurstöðu í málinu.

8. Mundu alltaf að við erum öll breysk, gölluð og með okkar vankanta. Það forðar þér frá því að líta niður á aðra.

9. Hafðu fókusinn alltaf fremur á fólki en hlutum. Hlutir geta horfið eyðilagst. Fólk er svo miklu mikilvægara og okkar sönnu verðmæti liggja ekki í því sem við eigum heldur í þeirri manneskju sem við erum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband