Búkolla tekin í notkun í 312

Jæja þá eru Páskarnir búnir og Bunny fjölskyldan farinn og kemur ekki aftur í bráð.

Sjálfur átti ég ágætis daga sem samanstóð af AA fundum,Kirkjusókn,Fótboltaglápi,smá ferðarlagi á Suðurnesin og í matarveislu til Unu systir og Steina á laugardeginum og uppí Hlaðgerðarkot á Páskadag í eðalmaltíð í hádeginu.

Það er nú alveg magnað hvað það getur verið gaman að lesa yfir bloggheiminn hér og sjá hvað menn eru að gera eða hvað þeim dettur í hug að skrifa. 

Á laugardeginum um páska kom þvottavél í heimsókn til mín og  bauðst til að þvo fyrir mig , eftir að hafa drösslað henni upp allar tröppurnar með Pabba ( hún var ekki létt ) og sett hana á stað á tójl-aranum átti bara eftir að Plug-a hana í samband við vatnsstútin og frárennslið en þá áttu við ekki 50mm gúmmíþéttingu né þetta plastdrasl ..þannig að ég þurfti að bíða fram á annann dag páska til að redda því , keypti aðvísu fyrst eh dót fyrir Uppþvottavél og vask sem ég hafi ekki mikið not fyrir en strák pjakkurinn í BYKO sagði að ég þyrfti þetta á þvottavélina mína ( ég var svona frekar hissa ) en já ég semsagt keypti það drasl sem leit út eins og stökkbrygði af rennibraut frá Costa Sel Sol. 

Þá kom til skjalana Hr.Keli dúklagningamaður og allt mögulegt man og sagði mér að koma sem snöggvast í Jeppann sinn og við skildum halda í BYKO og fá þessu skipt fyrir akkúrat því sem ég var búinn að ná í áður en fyrr greindur strák pjakkur sem notaben átti að vera einhver  "Specialist í Pípulögnum"  kom til skjalana og náði að selja mér eh dót sem ég hafði ekki not fyrir og kostaði mig eða réttara sagt kela auka ferð með mig frá Höfðbakka vestur í bæ. ( bara gaman að því )  

En já ok við fengum rétta stöffið og svo var bara brunað heim og tengt og gír og græjað vélina ( gamla vélina hennar mömmu ) nú það skal tekið fram að það var allt rétt tengt ... Nú ég set eina skyrtu og tvær narírur og 2 handklæði í vélina og ýti á 4 og ENTER vélin í gang. eftir svona ca 10 min þá fer nú hún að baula eins og Búkolla .. nú ég fer eitthvað að líta á vélina og kanna með mínum frekar auma vélahaus á Búkollu ( er búinn að skýra vélina það ) og fatta ekki hvað er að.. þannig að ég vissi ekki svarið við þessu og enginn var í salnum til að spyrja þannig að ég fékk mig til að hringja í Pabba ( hann reddar öllu ) og hann hlustaði á baulið í Búkollu og sagði mér að stoppa kvikindið eins og skot sem ég og gerði ..en um leið þá byrjaði Búkolla af buna útúr sér vatni úr loftgatinu ( sem á ekki að gerast) nú ég henti símanum frá mér og náði að grýta fötu undir þennann þvílika foss sem notaben var búinn að setja WC-ið gjörsamlega á flot og ekki nóg með það heldur fór það undir gifsvegginn og teppið á ganginum á hæðini var svona eins og Guttormur gamli tuddinn í Húsadýragarðinum hafi komið og migið þarna í dágóðann tíma.  eftir að hafa svo fattað að skrúfa fyrir vatnið hætti þessi leki eftir ca 15 kjaftfullar 5l fötur ákvað meistari Gísli Torfi að opna nú vélina og taka þetta dót útúr henni Nei Nei þá kom bara Dettifoss á fullum þunga niður á gólfið sem undirritaður var búinn að þrífa upp vatnið með 15 handklæðum síðastliðnu 3 korterinn. úff ég hugsaði þarna ekki um álfa og hugguleg heit né hvíta svani.  En þetta tókst svo á endanum að gjörsamlega sýruþvo gólfið og myndi ég ætla að þetta hafi tekið um 2 tíma að standa í þessu ( það er nefnielga ekkrt niðurfall á Wc-inu mínu)

svona hlutir geta gert lífið skemmtilegra.. og það skal tekið fram að Pabbi kom svo aftur og tékkjaði  á vélini en hún Búkolla var þá gæf og allt í sómanum

( mamma er síðan þá búinn að hringja í mig 8 sinnum á dag til að tékkja hvort Búkolla sé rétt stillt og ég fari eftir lögum og reglum um hverning ég á að koma fram við  Búkollu )  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú er alltaf sami hrikalega fyndni "steypubíllinn" elskan. Var það ekki þannig bíll annars? Æi þú ert algjört æði. Skemmtileg morgunlesning. Góð byrjun á góðum degi.

es; hoppaður yfir á athugasemdardálkinn minn elskan

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Hverskonar klaufi ertu drengur,ég á ekki til orð, þú átt bara ekki að fá að búa einn

Eysteinn Skarphéðinsson, 27.3.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þú skalt ekki fá þér uppþvottavél í bráð :)hahaha ég hefði viljað vera fluga á vegg

hvað var annars að ?var hosan kominn úr sambandi inn í vélinni?

góð og skemmtileg lesning frændi.

Þ Þorsteinsson, 27.3.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Gísli Torfi

já frændi hvað var að ?  það er góð spurning... vélin var sett á 4 og var búinn að vera í gangi í svona ca 15 min þá setti ég á stop takkann og slökkti svo á vélini og vatnið inná vélina var opið og um leið byrjaði að fossa uppúr loftgatinu aftann á Búkollu ..nú svo þegar ég skrúfaði fyrir vatnið eftir smá tíma var ekki að kveikja á þeirri hugmynd strax :) þá hætti vatnið að leka.

það var eins og hún hafi eh farið í vont skap hún Búkolla í þessum flutningum eða bara að maður eigi ekki að slökkva á henni þegar hún er stút full af vatni.

Eysteinn það er lang best að búa einn :)

Heiða já það er alltaf fjör hjá manni eins og hjá þér :)

Gísli Torfi, 27.3.2008 kl. 18:29

5 identicon

Ha ha ha ha! Góð færsla!!  Vonandi er Búkolla farin að hlýða þér?!!

Heiða (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband