One for the Road

Ætla að breyta útaf vananum og byrja ekki á því að segja Jæja í þessari færslu :)

Er á minni síðustu næturvakt núna sem þýðir að kl 9 í fyrramálið er ég kominn í vikufrí og það er bara yndislegt. Ég er nefnilega að fara í svokallaða vikudvöl í Hlaðgerðarkot en ég var þar í meðferð í Desember 2006. þeir sem hafa náð þvi að vera Edrú í meira en 1.ár eiga þess kost að fara í svona dvöl og er það mín skoðun að dvölin muni veita mér bara góðar gjafir,gott að gefa af sér til þeirra sem eru þarna núna og einnig til að endurnýja sig andlega og líkamlega. Það er tilhlökkun í mér að fara þangað og fara í svona spes íbúð sem er þarna á svæðinu og taka svo þátt í öllu prógramminu sem Kotið hefur uppá að bjóða. ég mun aðvísu þurfa að skreppa í bæinn á fimmtudag og mánudag á milli 10-14 þessa daga því ég er að klára samfélagsþjónustu en ég tók þann pól í hæðina að fara í svoleiðis frekar en að borga í grjóthörðum peningum sektina mína fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í Maí 2006 og ég er mjög sáttur með að fá að taka það út í þessari Samfélagsþjónustu, sem hefur bara verið mjög ánægjulegt að stunda.

Í gær fór ég með SBK til Keflavíkur til Tannlæknis en minn maður er með stofu , hann er búinn að vera tannlæknir minn síðan ég var 7.ára eða eitthvað ,en Sturla Tannlæknir bjó nefnielga á Blönduósi í mörg ár. ég er búinn að vera að fara til hans núna í smá tíma og er ég í fyrsta skiptið á ævinni  mjög ánægður með að vera í Stólnum hans..  Get ekki beðið með að þessari Tannlæknishrinu ljúki svo að Tennurnar verði Hamingjusamar og fái að brosa meira.

Gaman að segja frá því líka að ég átti 16.mánaða edrúafmæli  þann 14 Apríl og lífið er bara þræl gott.. svo framarlega sem ég stunda mitt prógramm og lifi eftir því þá er hver dagur Verkefni sem ég hef gaman af og næ að tækla hann með ábyrgð og auðmýkt. ( ég hef allavegna fúsleikann til þess og það er Nóg )

Ætla líka hér með að Blessa minningu Bjössa frá Blönduósi sem var góður félagi og andaðist á Sunnudagsmorgun og ég veit að hann er kominn á góðann stað þar sem allgóður Guð mun umvefja hann af  Kærleik og Ást.  Minning um góðann dreng lifir.

Eins lést bróðir Pabba míns eftir langa baráttu við sinn sjúkdóm núna fyrir stuttu og bið ég algóðann Guð um að blessa minningu Daníels og  ég veit einnig að hann er núna kominn til Guðrúnar sinnar og þarf ekki að heyja neina baráttu lengur ,hann er frjáls og umvafður af Ást.

 

guð gefi ykkur góða daga.

kv G. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Votta þér samúð mína vegna fráfalls frænda þíns.

Njóttu tímans í Kotinu í botn. Hlakka til að sjá þig hér endurnærðan aftur.

Fjóla Æ., 16.4.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Já gangi þér vel - Guð verið með þér

Sigríður Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Hressir  kætir og bætir ,,,,,,,,,á guðs vegum. Fylgist með er blogg færist yfir félagan þar til , hafðu það gott

Þ Þorsteinsson, 17.4.2008 kl. 22:26

4 identicon

hrikalegt hvernig hann bjössi fór... úff fæ alveg sting í magann...

koss og kveðja kæri vinur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:54

5 identicon

en sko þú sagðir jæja í þessari færslu... þarna efst ;)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:54

6 identicon

Sæææææll!

Eftir langan (og mjög flókinn!) bloggrúnt datt ég hér inn. Þekkti á þér trýnið og mundi þá eftir lengstu og dýrustu leigubílaferð sem ég hef farið. Hvað dettur manni ekki í hug þegar andi verslunarmannahelgar svífur yfir vötnum, ekki síst hér fyrir norðan?!? Þetta var hið ágætasta mót og tíminn vafalaust ágætur!!

Gat ekki annað en kastað á þig kveðju (",)

Bjögga (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 04:15

7 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Gleðilegt sumar Gísli og takk fyrir veturinn og skildleikan.

Þ Þorsteinsson, 24.4.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband