Til strákana

 

Svona nett innslag til vina mína á TÝR 


Þau voru svo eftirsótt Íslandsmið

að enskir þeir vildu oss berjast við.

Og fiskuðu í landhelgi hlið við hlið

en hræddust samt varðbáta smá.


                  
Því þó að herskipin ensk séu sterk og stór
                     
þá varð þeim stuggur af Óðni og líka Þór.
                       
Og hann varð bitur þeim ensku, hinn salti sjór,
            
er sigldi Albert af krafti á þá.



Hjá togurum enskum var aflinn rýr
  
og eflaust fiskurinn nokkuð dýr.
                              
Þó að þorskurinn sé ekki skepna skýr
         
hann skömm hafði Bretunum á.


               
Og þó að karlarnir verðust með krókstjökum
            
og voru krýndir af vígbúnum herskipum.
               
Og hentu í okkur kartöflum ónýtum
               
innan við tólf mílur gómuðum þá.
               
Innan við tólf mílur -tólf mílur-, fimmtíu mílur -fimmtíu mílur-, 
                                                                                  
tvöhundruð mílur -tvö hundruð mílur-... gómuðum þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband