Risinn er vaknaður HVÖT í 2.deild

Ég vil byrja á því að óska mínum mönnum í Hvöt innilega til hamingju með árangurinn,komnir í 2 deild eftir mörg ár í 3.deild og hefur oft munað litlu að félagið hafi komist upp . Hvöt er langstigahæsta lið 3.deildar frá upphafi og er vel að því komið að fara loksins upp um deild .. Að öðrum ólöstuðum þá á formaðurinn Vignir Björnsson a.k.a. Rambó virkilega stórann þátt í þessum árangri og vil ég hér með óska honum sérstaklega til hamingju með að sjá loks árangurinn verða að veruleika eftir alla hans vinnu síðustu ár .. Stjórn Hvatar, leikmenn og stuðningslið félagsins óska ég innilega til hamingju með árangurinn og sérstaklega þótti mér gaman af að heyra að Ásgeir Örn a.k.a Taribo Eagle hafi sett eitt kvikindi í leiknum, Hamraði tuðruna í netmöskvana ..Glæsilegt Glæsilegt .. síðan vil ég einnig óska Hamarsmönnum til hamingju með að vera komnir í fyrsta sinn upp í 2.deild sem og Víðismönnum þar sem ég er nú ættaður úr Garðinum svo vægt sé til orða tekið þá er ég hér að fagna tvöföldum sigri ...  læt þetta nægja í bili .. ps ekki leiðinlegt að LFC sturtaði þessu Toulosse liði niður í eh rotþró 4-0 .. Glæsilegur dagur.
mbl.is Hamar, Hvöt og Víðir upp í 2. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er glæsilegt til hamingju.

Sigurjón Þórðarson, 28.8.2007 kl. 22:50

2 identicon

Sæll Gísli og takk fyrir góða kveðju.  Kvöldið var frábært hérna á Blönduósi, ný stúka með 100 sætum vígð og milli 200 og 250 manns á vellinum.  Tilfinningin eftir leikin var frábær og verður seint toppuð.

kv. Hilmar

Hilmar Hilmarsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:13

3 identicon

Væri ekki betra ad segja ad "Dvergurinn se vaknadur"

Johann (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 05:35

4 identicon

Þetta var fínt....fullt af liði, fín stemming og mikil spenna.  OG já LFC jarðaði þetta Toulosse án carraghers og gerrards.  Annars allt gott að frétta, farðu vel með þig kallinn.   Kveðja frá dósinni.

Þórður brósi. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 09:28

5 identicon

Þakka kærlega fyrir okkur hér hjá HVÖT. þetta er búinn að vera frábær stemmning og það er bara eitt sem kemur upp i huga manns núna, það eru þakkir til allra LEIKMANNA  innan vallar sem utan,og allra þessu frábæru STUÐNINGSMANNA nær og fjær.ÁFRAM HVÖT ÁFRAM HVÖT.Kveðja RAMBÓ

Vignir Björnsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: Gísli Torfi

Já þetta er glæsilegt enda sem Blönduósingur og mikill Hvatarmaður þá hefur maður bæði sem leikmaður og stuðningsmaður beðið lengi eftir að komast upp um deild og hefur maður verið að fara í huganum yfir öll þessi ár sem Hvöt hefur verið í úrslitakeppnini en verið grálega nálægt því að fara upp þannig að dagurinn í gær er virkilega stór dagur fyrir alla Blönduósinga og fólkið veit það innst inni að ef það er eitthvað lið í 3.deild sem á virkilega skilið loksins að fara upp þá er það HVÖT .. Sá að búið er að setja niður stórglæsileg stúku á Stadium of Blönduós sem rúmar 100 + í sæti og er það vel enda frábært fyrir leikmenn að finna fyrir hrópum og köllum frá brekkuni í staðinn fyrir flautum í bílum :) ... já Vignir það er allt rétt sem þú segir en ég vil samt ítreka fyrir þér að þú átt stærsta blómvöndin skilinn ... ég þakka Sigurjóni og Brósa fyrir sín innlegg og við Hilmar segi ég það er eitthvað við að hafa Hilmarsson nálægt Hvöt á ári sem  endar á 7  og að Grótta sé í úrslitum... Ég vil trúa því að 1987 liðið sem kom á Húnavökuna hafi komið með eitthvað sérstakt og jákvætt til leikmanna og aðstandendur ... Gísli Torfi

Gísli Torfi, 29.8.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband