Aðfangadagur er einmitt í dag

Þorláksmessa að baki og aðfangadagur að vakna sit hér við tölvuna á minni rólegu næturvakt þar sem allir gestir sofa vært og það eina sem heyrist er smá hljóð frá þvottavélini ..Nú en þá er ekki seinna vænna en að óska öllum sem hafa átt leið hér inná síðuna Gleðilegra jóla og með þökk fyrir selskapinn á árinu sem senn er á enda og mín einlægja ósk um gleðiríkt ár og gæfuríkt til ykkar allra..

Þeir sem ekki vita afhverju dagurinn í gær heitir Þorláksmessa þá eru hér smá korn af visku.

Þorláksmessa er haldin til minnigar um þorlák hinn helga þórhallsson biskup í skálholti sem lést 23.desember 1193. Jóhannes Páll páfi II útnefndi þorlák verndardýrling Íslands og er hann eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hefur hlotið opinbera viðurkenningu.

Þorlákur þykir góður til áheita eins og segir í Jarteina bók hans m.a. var heitið á hann vildu menn að víngerð lukkaðist vel enda segir í sögu hans að hann var svo heilagur að hann drakk aldrei vatn bara vín. ( var hann kannski alkahólisti  Whistling)

Á morgun fer ég á samkomu í stangarhyl með 10 ára frænku minni kl 16:00 og borða svo með fjölskyldu minni kl 18:00 og tek svo upp pakkana íhhhhhhha og verð kominn í vinnuna kl 21.

Gleðilega hátíð

Gísli Torfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Gleðilega Hátíð

Steini

Þ Þorsteinsson, 25.12.2007 kl. 16:16

2 identicon

Gleðileg jól kæri vinur vona að þú sért búin að hafa það gott kv Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Gleðilegt ár félagi þakka það liðna

Þ Þorsteinsson, 31.12.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband