Gym
22.1.2009 | 17:19
Búið að vera hressingur niður í bæ síðustu daga " sumir aðeins of mikið í gírnum"
Sjálfu fór ég á þriðjudagskvöldið einn hring á Austurvöll enda var kallinn að vinna og kíkti i 3 mín .
þarna var bál og söngur og eins og einn sagði " vantar bara núna Árna J. til að leiða sönginn"
Núna er kallinn að leyta að réttum stað til að pumpa lóðinn að krafti og koma 3 staðir til greina.
En endanleg ákvörðun verður tekinn í hádeginu á föstudag. " byrja þá af krafti " kaupi þá 6mánaða eða árskort. ekki nokkur spuring með það.
Er að skoða verð til Californiu " jájá.. maður verður að skoða málin"
Las skrifinn hennar Heiðu Þ. vinkonu minnar og hvað á maður að segja " fyrirgefningin er lykillinn" mikið rétt. " en mikið rosalega er erftitt að fyrirgefa sumu fólki" en það er allt hægt ef maður fyllir hjartað í sér af kærleik.
Have a nice day
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leiguverð
20.1.2009 | 21:38
- Stefnt að breytingu á rekstri félagslegs leiguhúsnæðis í borginni í líkingu við það sem tíðkast í sambærilegum rekstri í Vestur-Evrópu.
- Að beita í rekstrinum faglegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að halda leiguverði í lágmarki og bæta þjónustu við leigjendur.
- Að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum
Í júní 2008 var ég að borga um 42.000- 45.000 á mánuði eftir húsaleigubætur.
í Janúar 2009 er ég að borga um 70.000 eftir húsaleigubætur
" Vísitölutryggt hjá þeim" ;) Great
en Markmiðinn hafa greinilega farið í öfuga átt hjá þeim.
Samkvæmt fréttablaðinu í dag þá er leiguverðið hjá þeim 60.000 með 1 herbergi. leiguverðið hjá mér er 94.000,-
Hressandi " það er víst verið að skoða þetta allt saman í dag "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mrs L.
19.1.2009 | 01:59
Helgin búinn svona nánast og kallinn á vaktini. Í gær var annsi mikið húllum hæ og gaman en árshátíð Al-Anon klúbbsins var haldin í gær og var margt um manninn og mikið borðað og hlustað á skemmtilega Performera á sviðinu. fór svo með The Gospel Chicks niður í bæ í smá tíma. Magnað kvöld var mættur heim í kotið kl 3 am.
Búið að vera ágætis helgi og mér hefur liðið alveg frábærlega síðustu daga " langt síðan maður var svona hress og kátur" enda hafa skemmtilegir og óvæntir hlutir verið að gerast. :) ...
Skólinn byrjaður og er það vel.
Eitt er alveg á hreinu " þetta ár verður gott eyddi alltof miklum tíma í akkúrat ekkert í fyrra " svo mikið er víst.
Held að það besta sé að fara að koma og eitthvað magnað að fara að koma upp. sumt er komið nú þegar
eigið góða viku.
Það var kuldalegt um dagin þegar ég var að bíða eftir SEXuni. á Lækjartorgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Que dios te Bendinga
15.1.2009 | 09:20
Ákvað að setja hérna örstutt skilaboð .
Kominn með gamla gsm númerið aftur
sími : 692-6002
Annars er margt fínt að frétta sem ég segi ykkur fljótlega en mál málana er þó að ég var bara að koma heim úr vinnunni og þurfti að bíða eftir strætó í morgunsárið aðeina lengur en ég hélt en þá er bara að drepa tímann og gera eitthvað sniðugt þarna á lækjartorgi nú í morgunsárið alveg orðinn Hellaður af þreytu eftir að hafa verið einn á Hótelinu í nótt.
Dúndraði mynd af Kvikindinu.
May the force be with you
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já sæææl
9.1.2009 | 08:43
Höfðatalan Klassíska.
nafnið mitt Gísli Torfi er samkvæmt höfðatölu " nánast heimsmet"
Næstum allir á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009
1.1.2009 | 05:34
Það er bara komið 2009 og bara ekkert nema frábært um það að segja.
Árið 2008 var ágætis ár " lærði margt og ekkert " svoleiðis er það nú bara " sem er snilld"
Kynntist Ýmsu sniðugu á árinu og ef það er eitthvað sem ég vil fá á árinu 2009 er það frekar einfalt.
" Hamingju og alveg bara slatta af henni og frið og ró í hjartað "
" Kjark og þor til að takast á við allt sem verða á vegi mínum "
" fylgja því sem er gott og rétt og vera með þá fullvissu að Guð setji svo síðasta kryddið í þær áætlanir sem ég mun fara í og gera einarðlega og af alúð" Ég er nefnilega viss um það að ég fái mótframlag hjá honum þegar ég geri hans vilja.
Held að maður hafi nú bara fengið nóg af verkefnum á síðasta ári sem maður hefur tæklað bara ágætlega þau voru af ýmsum gerðum verkefnin og mesta furða að maður hafi komist í gengum þetta tiltölulega klapplaust" auðvitað gerði maður vitleysur og allt það en sem betur fer þá veit maður af þeim og reynir að taka þær bara inní reynslubankann.
Ég ælta svo að þykja vænt um sjálfan mig og aðra og ekki vera að dæma nokkurn mann heldur ryena að elska allt í kringum mig eins og ég hafi aldrei verið særður. finnst það ágætis nesti svona inní nýja árið.
Í dag er mér bara hugsað til fjölskyldu minnar og vina og sérstaklega til ákv aðila og vona svo innilega að árið 2009 verði okkur öllum það gæfuríkasta og yndislegasta ever.
Ég ætla að leitast við það að vera auðmjúkur og hafa fúsleika til að gera það sem er rétt.
Gleðilegt ár.
G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næturskrif
19.12.2008 | 04:10
Þá er klukkan orðinn fjögur að nóttu og Reykjavík sefur en ég er að vinna og er frekar rólegt að gera núna þá er tilvalið að taka Eysarann á orðinu og skrifa nokkrar línur.
Ég er nýkominn í vinnuna aftur eftir 3 vikna frí og er það allveg ágætt. veitir stundum ekki af að taka sér hvíld frá þessum næturvöktum " í sannleika sagt þá er þetta smá grillað að vera á þessum vöktum í meira en ár " klukkan í manni er alveg orðinn "grilluð" en hvar er svosem vinnu að fá " humm"
Ég átti svo afmæli þann 16 des sl og var (6ý öðruveldi +1 ) ára og var þetta fínasti dagur endaði daginn á því að bjóða fólki í mat " nennti ekki að gúffa grísnum í mig einn " sumir voru spæltir að fá ekki að koma í matinn " tek það á mig " ....... fékk um 120 kveðjur á facebook " það eru allir þar" sem var bara rosa gaman. Sjálfur átti ég svo líka afmæli þann 14 des var þá edrúgangan mín 2 ára.
Verð að vinna núna til 24 des og fer þá i vikufrí, á eftir að Jólapakkast og mun gera það korteri fyrir jól eins og vanalega.
Vill ég bara óska þeim sem rata inná þessar síðu Gleðilegra Jóla og Farsældar á komandi ári.
Megi Guð blessa ykkur ríkulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Morgunmjaltatími.
11.12.2008 | 05:59
Hvað er bara verið að gíííííííííííínnnnnast .
smá grín
SP: Hvað heitir Sinfoníuhljómsveit Kúbu eftir ferðalag til Evrópu?
SV: Kvartett.
Einn nett sterkur
Björn var í vandræðum, hann gleymdi nefnilega brúðkaupsafmælinu og kona hans var bálreið þegar hann kom heim án gjafar. Konan tók hann því í strangt tiltal.
-Það er eins gott að á morgun þegar ég vakni verði gjöf í innkeyrslunni, gerð úr járni og gleri og komist í 100 á innan við 6 sekúndum!
Morgunin eftir hvarf hann snemma í vinnuna en þegar konan hans vaknaði sá hún kassa í innkeyrslunni. Hann var ekki alveg eins stór og hún átti von á. Hún gekk út og opnaði kassann.
Á botninum var baðherbergisvikt!
Ekkert hefur sést til Björns undanfarna daga.
Hver kannst ekki við Geir og Grana á þjóðveginum.
Íslendingar eru að keyra og svo sjá þeir bíl úti í kanti og sjá að þetta eru útlendingar.
Íslendingarnir fara út úr bílnum og segja:,,Do you need help?" Útlendingarnir svara:,,no no this is ok"
íslendingarnir gefa sig ekki og segja: ,,yes yes, we are gonna help you"
Íslendingarnir hafa samt áhyggjur af útlendingum og ákveða að draga þá samt og mæta með reipi. Þeir horfa upp á forviða á útlendingan og tilkynna þeim:"First we are gonna reip you and then we are gonna ýt you"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4 Des
4.12.2008 | 13:19
Desember er mættur sem þýðir að Jólin eru á næsta leiti... skildu Jólin kannski bara vera í efstaleiti " má það " Ég er núna í vetrarfríi og er þetta í fyrsta skipti á ferlinum sem kappinn er í vetrarfríi og er það bara ágætt.
Ég hef verið duglegur að fara á tónleika síðustu daga en á fimmtudag var ég að vinna á Grand Rokk þar sem Fræbblanir komu saman og héltu 30 ára afmælistónleika og gerðu vel og svo á laugardaginn fór ég á Players í Kópavogi og hlustaði á ljúfa tóna Bjarna Ómars sem var að gefa út nýja disk en Bjarni og ég erum gamli skólafélagar frá því á Laugum í Reykjadal. Í lokinn á tónleikunum tók hann gamla slagara frá því í denn " 1987-1988" ódauðleg lög sem hafa lifað með gömlum Laugamönnum allt tíð.
Sunnudagurinn var very nice líka en þá fór ég á Hótel Grand í jólahlaðborð með Elínu minni kæru kæru vinkonu og Kristófer syni hennar og gúffuðum við í okkur kræsingarnar við undirleik Hermanna " það var samt ekki inní jólahlaðborðs dagskránni"
Á mánudaginn var svo haldið á Jólatónleika Fíladelfíukirkjunar 2008 með Kela vinum mínum og Elínu. Tónleikanir voru alveg frábærir " klikka aldrei" Jónsi í svörtum fötum og Edgar Smári voru annsi góðir og fluttu snilldarvel lagið " Ó helga Nótt "
Núna fer að líða að stærðfræði prófi og fer maður að hefjast handa við að undirbúa það, hvern sunnudag fer í það að skila inn verkefni fyrir skólann og hefur það gengið bara vel þótt ég þurfi nú samt að spíta í lófana og fara að setja aðeins meiri kraft í lærdóminn.
styttist í 2 afmæli hjá mér og meiri skemmtilegt...
GTG á Grandaranum í JólaJóla..
Eigið góða daga.
mbk G
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hverju reiknar þú með
17.11.2008 | 09:41
þá er 17.Nóvember vaknaður og árið er 2008 ... hverning má það vera mér finnst eins og 24.apríl 1987 hefði bara verið fyrir nokkrum vikum... " þá var Rick Astley aðall kallinn og Pet shop boys " :)
En jæja ég ákvað í morgun að láta reyna aðeins á hægri fótinn á kallinum og fara í smá styrkingar prógram, hjólaði í 32 mínútur hérna í rigninguni rétt um 7 leytið. " og gekk það bara vel "
Dagurinn í gær fór í stærðfræði-soðning.... alveg er það magnað hvað það eru alltaf mikið af tölum og x-um og y-um og alskonar veldum í öllu þessu. Maður fer í framhaldinu að reikna út veðrið og reikna svo út alskonar varíanta sem maður gæti lent í og lent ekki í .. En ég reikna með þvi að eiga góðann dag.. fæ það út þannig að ég gef mér að dagurinn sé táknið D og gleðiástand mitt sé táknið G og set svo formúluna svona upp ,, " nei rólegur Gísli .. " þetta er búið
Það fer að líða að Desember " alltaf gríðarlega hressandi mánuður" It my month... í þeim mánuði mun ég fara á tónleika, út að borða, taka próf , eiga afmæli . eiga aftur afmæli, og fara í afmæli, og halda jól og áramót. ekki slæmt..
Aðsjálfögðu vann Liverpool um helgina og heldur í við Olíumennina..
speki dagsins : minnir að þetta hafi verið einhvernvegin í þessa átt..
Ef þú biður Guð um það sem þú vilt mun hann veita þér, jafnvel þótt honum sé það á móti skapi.
En..... passaðu þig bara á því að getað tekið afleiðingunum þá líka.
Eigið góðann dag.
Ég og Una systir á Húnabraut 30. Dósin árið 1900 og súrkál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)