Undanúrslit í 3.deild karla í Knattspyrnu
29.8.2007 | 17:23
Laugardaginn 1.sept munu mínir menn í Hvöt mæta Gróttu á nesinu kl.14:00 og vona ég að sem flestir Blönduósingar hér á Höfuðborgarsvæðinu mæti á leikinn og styðji Hvatarmenn í leiknum. Ég fyrir mitt leiti mun mæta á svæðið til að styðja og samgleðjast Hvatarmönnum með árangurinn í gær þegar þeir komust uppúr deildini í mögnuðum leik á móti Huginn Seyðisfirði... Ég þjálfaði yngri flokka Gróttu eitt sumar svo að þetta verður skemmtilegt fyri mig að sjá leikinn og kanna hvort maður þekki einhvern í Gróttu liðinu en það væri óneitanlega gaman að komast í úrslitaleikinn og óskamótherjar þar eru Víðir í Garði, það væri ekki leiðinlegt að fá Garðinn á móti Blönduósi í 90 mín. leik um dolluna þar sem að ég er nú ættaður úr Garðinum. Annars er það að frétta að ég er bara á fullu í skólanum að læra og er það alveg full vinna. kv GTG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.