Afhverju blótar fólk
30.9.2007 | 02:27
Hef verið að velta fyrir mér að setja aðeins á blað mínum hressilegum hugsunum og trú því að ég hef verið að skoða ýmiss blog hér á svæðinu og langar að koma á framfæri til alþýðunar mínar mjög svo ekki nýju hugmyndum um lífið . En það er nú svo að ég hef oft spáð í því afhverju fólk blótar og skrifi meira segja blótsyrði á sms sendingum eða á netinu spáið í þvi hvað það myndi nú sparast í orðum að sleppa því og ég tala nú ekki um þessar meðvituðu eða ómeðvituðu neikvæðu áhrif sem maður fær í öllu sínu blóti svona eins og að taka ákvörðun um að maður sé akkúrat núna neikvæður og ekkert skal hagga því. Sjónvarp er mikill áhrifavaldur í lífi fólks og við gónum á það tímunum saman og horfum uppá alltof mikið ofbeldi í sjónvarpinu og hvað gerir það manni, ef maður er sæmilega tengdur sjálfum sér þá hefur það áhrif..Hef ég val um á hverjum degi hverning dagurinn verði? Ég vel að eiga góðann dag og fylla mig að innann af jákvæðum straumum og stilli viðhorf mitt til manna og hluta á jákvæða bylgjulengd það tekst oftast með því að ég byrji hvern dag á að tala við föður minn bróðir og vin .. Hver á að dæma mig fyrir mín verk er það ekki sá sem er yfir allt hafið og gerir allt nýtt ( er ekki að tala um sjálfstæðisflokkinn ) kastið þér steininum sem syndlaus er sagði meistarinn og ef það er einhver mannsál á jörðini sem er syndlaus þá vinsamlegast sendið mér email.. en já var svona aðeins að spá í þessu og hugsa ef allir væru jákvæðir og uppfullir af kærleik til allra manna og gætu verið það auðmjúkir að dæma engann mann .. ég þó reyni að gera mitt besta en ég syndga á hverjum degi en ég veit að mér er fyrirgefið því ég er mannlegur .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.