Bogmaður(22.nóv - 21.des)

 

Bogmaðurinn er fær um að skapa skínandi stemmingu við hvaða aðstæður sem er og býr til rómantíska stund án fyrirhafnar með krafti sínum og hugsjónum. - Einlægur - Hreinn og beinn - Fyrir honum er kynlíf hátíð - Í kynlífsfélaga sínum leitar hann að félaga og samferðaelskhuga - Harðbrjósta, tilfinningalaus (ónærgætinn) - Heiðarlegur og lætur ekki bjóða sér neitt undirferli - Hann hefur mikla þörf fyrir stöðuga örvun í ástarsambandi - Hann lætur oft slag standa með ókunnugum og hefur elt margar myndarlegar manneskjur sem hann er hrifinn af á röndum(gefst ekki upp) - Sterkt fegurðarskyn hans gerir hann að stórkostlegum félaga í ástarleikjum (Hallelúja)

jahá ég telst vera fimmfaldur bogamaður og er nú ekki alveg að fylgja eftir þessari uppskrift.. þarf að fara að láta hendur standa fram úr ermum ef ég ætla að koma mér í byrjunarliðið hjá BogamannsLiðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei blessaður félagi...hvað segja stjörnunarnar annars um Vatnsberann?

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 18:47

2 Smámynd: Fiðrildi

já . . ég kannaðist eitthvað við lýsinguna  . . en af hverju fimmfaldur . . . mér sýnist þú ekki það feitur.

Bogamaðurinn.

Fiðrildi, 3.10.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Gísli Torfi

þarf að skoða Vatnsberann og já fimmfaldur útaf því að ég er bogamaður í meyju og eh fjórum öðrum svona eitthvað  tengt stjörnukorti sem ég á eða átti. :)

Gísli Torfi, 3.10.2007 kl. 22:41

4 identicon

jahá ... hvernig eiga ljón og bogamenn saman ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:54

5 Smámynd: Gísli Torfi

Bogamaður (22.nóv - 21.des) og Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)

Hér hefur mikilfenglegur neisti sannarlega kviknað þegar þið hittust fyrst. ( á dósini þá )Glaðværð kynhneigð ykkar er áberandi í sambandinu og þið eruð fær um að þekkja og skilja eiginleika hvors annars á örskömmum tíma( já gæti verið ) þó kæruleysislegur félagsskapur einkenni sambandið oft á tíðum( enda grallarar ).................ekki svo slæmt Karen

Gísli Torfi, 4.10.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband