Ert þú með áhyggjur
7.10.2007 | 18:03
Besta lækningin við áhyggjum er vitanlega trúartraust. þetta sagði William James sem var prófessor í Heimspeki við Harvard Háskóla.
En það er ekki nauðsynlegt að fara til Harvard til að læra það..Ég ætla að grípa inní sögu prófessorsins hér ... Mamma vildi að ég helgaði líf mitt trúarlegu starfi.Um skeið ætlaði ég að gerast trúboði.Ég menntaði mig og breyttist smá saman með árunum.Ég lagði stund á líffræði,náttúruvísindi,heimspeki og samanburðarguðfræði.Ég las um hverning biblían hefði verið samin. Ég fór að efast um ýmislegt sem í henni stóð. Ég fór að efast um kreddufullar kennisetningar sveitaprestana á þeim árum. Ég var ringlaður. Ég vissi ekki hverju ég ætti að trúa. Mér virtist mannlífið tilgangslaust. Ég hætti að biðjast fyrir. Ég varð trúleysingi. Ég áleit að tilveran væri tilgangslaus. Ég áleit að mannverunar ættu sér ekki æðri tilgang en risaeðlunar sem ráfuðu um jörðina fyrir tvö hundruð milljónum ára. Ég þóttist vita að sú stund kæmi að mannkynið færist- alveg eins og risaeðlunar endur fyrir löngu. Ég þekkti þá kenningu vísindanna að sólin kólnaði smá saman og þegar hiti hennar hefði minnkað um tít prósent væri úti um allt líf á jörðinni. Ég gerði grín að hugmyndinni um algóðan guð sem skapaði manninn í sinni mynd. Ég trúði því að tvær billjónir billjóna hnatta sem reika um dimman,kaldan og lífvana geiminn væru skapaðar af blindum náttúruöflum. Kannski hefði enginn sköpun átt sér stað. Kannski höfðu þeir alltaf verið til - alveg eins og rúm og tími hafa verið til. Er ég að segja að ég hafi svörin við þessu öllu ? NEI- engum manni hefur tekist að opinbera leyndardóm alheimsins-leyndardóm lífsins. Leyndardómar eru allt í kringum okkur. Líkamsstarfsemin er hulin ráðgáta,sömuleiðis rafmagnið í húsinu þínu,blómið í veggsprungunni og grængresið fyrir utan gluggann. Hinn hugvitssami forstöðumaður rannsóknarstöðvar General Motors, Charles F. Ketterings, hefur gefið Antioch-háskólanum árlega þrjátíu þúsund dollara til rannsókna á því hvers vegna gras er grænt. Hann hefur sagt að ef við vissum hverning jurtirnar geta breytt sólarbirtu,vatni og koltvísýringu í fæðu gæti mannlífið tekið miklum stakkaskiptum.Þótt við skiljum ekki leyndardóma líkama okkar eða rafmagnsinsgetum við engu að síður haft gagn og ánægju af þessu öllu. Þótt ég skilji ekki leyndardóma bæna og trúar get ég samt sem áður nú orðið notið þess auðuga og gleðiríka lífi sem af trúnni leiðir. Loksins hefur mér skilst spekin í orðum Santayanna: Manninum er ekki ætlað að skilja lífið heldur lifa því.
Trúinn veitir nýja lífsnautn,fyllra líf,æðra,auðugra og ánægjulegra líf. Hún veitir traust,von og kjark.Hún vinnur á hugarangri,kvíða,ótta og áhyggjum. Hún gefur lífinu tilgang og markmið.Hún gefur hamingju og heilbrigði. Hún hjálpar að skapa friðsæla vini í foksandi lífsins.
Ágætis innlegg hér á Sunnudegi..
Athugasemdir
já trúin flytur fjöll
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.