THE SHIRT MAN

Jahá var að skoða í skápinn hjá mér og fór að telja hvað ég á mikið af skyrtum og það voru um 47 á slánni þannig að með því sem er í kassa og einnig heima hjá gamla settinu þá myndi ég reikna að þær væru um 70 stk ..spurning að fara að gefa nokkrar til þurfandi einstaklinga.. einnig á ég um 10 jakkaföt og ég veit ekki hvað af skóm ætli þeir séu ekki um 20 stk .. já ég hendi nánast aldrei neinu..finnst gott að hafa þetta í kassa í staðinn aldrei að vita nema maður fái löngun í að klæðast þeim aftur eða þessum blessuðu skyrtum.... félagi minn fékk lánaðann þvottastandinn minn um daginn og ég sem var að þvo í morgun setti því upp þvottasnúru á milli ljósa í loftinu hjá mér og hengdi upp þvottinn já maður maður deyr nú ekki úr ráðaleysi þessa dagana.. fínasta snúra hér hjá mér og svo kemur klassa rakalykt í höllina mína... myndi nú samt seint kalla þetta einhverja keppnishöll en hún er akkurat sniðinn fyrir svona mann eins og mig sem er uppá á 173cm og 175cm í Nikeskóm... Já það er Laugardagurinn 3.Nóvember og því ber að fagna því að vinur minn á afmæli í dag og ég segi bara til lukku með daginn Keli ... annars er það að frétta úr heimi veraldarlega hlutana að Paris Hilton vilja láta frysta sig ... þvílík frétt ég bara var svo jákvæður eftir þessa frétt að ég ákvað að setja í aðra þvottavél og hlusta á Hallbjörn Hjartarson nánar tiltekið Kántrý 5 og skelli hlæja af öllu þessum fréttum sem koma manni til að fíla Hallbjörn og Geirmund Valtýrsson aka Geira Valtara.. er aðvísu búinn að fara á sirka 400 böll með þessum sveiflulokk í gegnum árinn ... Ort í sandinn er td það hrikalegsta lag sem ég hef þurft að hlusta á ... en góða helgi og eru ekki allir sexý ó jeje je


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Jáhh... þú verður bara að halda "fatamarkað" í Kolaportinu   þú getur svo keypt þér eitthvað nýtt fyrir "aflann" 

En hafðu það rosa gott um helgina og jú auðvitað er ég sexy  if you feel sexy then you look sexy

Anna J. Óskarsdóttir, 3.11.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Vesen að þú ert ekki aðeins hærri í annann endann?

Eysteinn Skarphéðinsson, 3.11.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband