Til hamingju Una mín
6.11.2007 | 07:36
Jæja Nú á hún elskulega systir mín afmæli í dag og er þessa stundina með familyjuni í Florida í fríi ..til lukku með daginn Una Marsibil mín.. Ég er farinn að sofa frekar snemma þessa dagana kominn í rúmið fyrir klukkan 22:00 og vakna eins og James heitinn Brown núna alveg sjoðandi hress og káttur fyrir allar aldir og því ber að fagna með flugeldum og Karlakór .. ekkert jafnast á við að bjóða daginn velkominn í kyrrð og rólegheitum held líka að maður lifi örlítið lengur á ellistyrknum þegar að því kemur ekkert neitt óþarfa stress og allt að gerast í einum kviss bang búmm eins og maður á stundum kyn til ... Fór á rölt niður á sloppnum með nýlagað kaffið að ná í moggann minn en hann var ekki kominn er þetta ekki MORGUNblað jæja það er rigning úti og blaðberinn hlýtur bara að vera að kúrandi undir sæng ..
Mér finnst alltaf vinur minn hann Jesú alltaf svo nákvæmur en ég var að horfa út um gluggann og var að þakka vini mínum fyrir þennann yndislega rigninga dag og ákvað þá að draga í orði Guðs sem er svona smá kassi með spjöldum með orði Guðs í og ég dreg á hverjum degi og í dag dróg ég.
Þakkið Drottni, því að hann er góður.því að miskunn hans varir að eiílfu. sálm.107:1
Er Guð ekki góður ..hann er bestur.
eigið þið eins góðann dag og þið einsetjið ykkur að eiga..
G
Athugasemdir
Hæ Gísli minn það er nú alveg kominn tími á kaffisopa er það ekki. Kveðja Þórdís
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.