Hugleiðingar á Miðvukudegi
14.11.2007 | 21:02
Jæja nú sit hér í sófanum mínum og hlusta á Björgvin og sinfó í græjunum og það er alveg magnað hvað textarnir í lögunum stuða mann stundum mér finnst Bó og sinfó yndilegur diskur og ekki leiðinlegt að það er DVD líka í hulstrinu en nóg um það nú ætla ég að tala um draumadísina mína sem er ófundin og leynist einhverstaðar á jarðkringluni nema að örlög mín séu að verða 49 ára pipar karlmaður sem safni þjóðbúningardúkkum og horfi á allt í drasli í frístundum.. Ég reyni eftir fremsta megni að elska alla eins og þeir eru og koma fram við alla á sama hátt, ég vil helst ekki koma fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig.( ef ske kynni að aðrir komi leiðinlega fram við mig ) reiði,öfund,sársauki,hatur og öll þessi flóra af mannlegum breyskleika sem er of mikið af í veröldini hryggir mig og ég er hvern dag að gera mitt besta til að lifa daginn í dag án þess að finna fyrir þeim breyskleikum sem vissulega býr innra með mér og öllum en ég hef áður sagt það hér að ég á val á hverjum degi og ég iðrast daglega en að iðrast fyrir mér er að leitast eftir að gera það sem er rétt hverju sinni og láta af því sem er rangt, mér tekst það oft en á það líka til að mistakast enda er ég ekki fullkominn, en bíddu við var ég ekki að fara að tala um draumadísina humm..það er spurning að ég láti draumadísina bíða þangað til að næst..
En hér eru 2 konur sem eru svona full stórar og svakalegar fyrir mig sem ég ætla að leyfa ykkur að skoða.... eflaust eru þetta hjartahlýjar manneskjur en kannski ekki mjög mömmulegar.. eða hvað !
Athugasemdir
Ég á voðalega erfitt með að trúa því að mörgum mönnum finnist þessar konur vera... their cup of tea...
Ég kýs Latte...
Freyr Hólm Ketilsson, 14.11.2007 kl. 21:10
Var held ég með þeim á sjó
Eysteinn Skarphéðinsson, 14.11.2007 kl. 21:27
Humm nei ekki beint móðurlegar, má ég þá frekar velja mínar ávölu línur
Já framkoma skiptir miklu máli, það er líka ótrúlega skemmtilegt að ef maður kemur fram af ástúð og einlægni fram við alla, líka þá sem manni líkar minna við, fær maður miklu betri framkomu á móti
Vona að þú endir ekki einn með þjóðbúningadúkkum, ´þótt það sé gaman að ferðast um heiminn til að kaupa þær
Vonandi kemstu á mótið.
Sædís Ósk Harðardóttir, 14.11.2007 kl. 21:35
við höfum sama smekk þá Freyr ég kýs líka Latte ... Eysteinn eru þetta þá stelpunar sem voru á netabátnum með þér á garðskaga sumarið 99" og já Sædís aldrei að vita.. maður lifir í vonini.
Gísli Torfi, 14.11.2007 kl. 21:51
Já ég hef alltaf haldið mikið uppá þetta....what goes around-comes around....allavega fyrir mér er þetta svona þó ég hafi alls ekki lifað samkvæmt því alltaf.....en mér finnst alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér Gísli...það hlýtur allt að vera á fullu í hausnum á þér, enda ekki bogmaður fyrir ekki neitt...minnir þú nefna það í einhverri færslunni.
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 00:50
Hvaða hvaða...fjarska fínlegar gellur. Lítur allt út fyrir að þú verðir 69 ára piparkaka sem einhver kerlingin étur! mmmmm!
Heiða Þórðar, 15.11.2007 kl. 01:52
Þú mættir nú alveg skipta út laginu á spilaranum þín Gilli.
Heiða Þórðar, 15.11.2007 kl. 01:53
já Helga í hausnum á mér voru fullt af púkum og eim er óðum að fækka og nú er komnir svo margir hoppandi broskallar í staðinn :) en já fimmfaldur Bogamaður er Kvikindið og því ber að fagna með örlitlum fíflagangi :) Heiða ég fer í málið já annars eru þetta annsi mörg lög þarna inn en fer í málið.
Gísli Torfi, 15.11.2007 kl. 10:13
það er sama hvað maður horfir á útlitið alltaf skal innihaldi koma manni á óvart,þú lætur sprota í eðli þínu ráða eihven daginn og velur þér draumadís:)
bestu kveðjur vinur
P.S löginn eru fín mín vegna
Steini (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:25
Þetta er eitthvað almennilegt! Ég hlusta bara alltaf á það fyrsta
Heiða Þórðar, 16.11.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.