Er lífið próf eða Orrusta

Á einu uppáhalds veggspjaldinu mínu stendur " Lífið er próf Bara próf. Ef það væri í alvöru líf hefðiru fengið leiðbeiningar um hvert þú ættir að fara og hvað þú ættir að gera." Alltaf þegar ég hugsa til þessarar skondnu speki man ég eftir því að taka ekki lífinu of alvarlega.

Ef maður lítur á lífið og áskoranir þess sem próf eða runu af prófum fer maður að hugsa um öll sín viðfangsefni sem möguleika á að styrkjast, tækifæri til að læra af mistökum. Hvort sem vandmálin hrannast upp, ábyrgðin eykst eða óyfirstíganlegar hindranir eru settar í veg fyirr mann er alltaf hægt að ná árangri og yfirstíga allt sem stendur í vegi, ef litið er á lífið sem próf.

Ef maður aftur á móti lítur á hvert viðfangsefni sem lykilorrustu sem lífsnauðsynlegt er að vinna, er viðbúið að erfið leið sé fyrir höndum. Þegar þannig stendur á getur maður ekki orðið ánægður nema allt gangi fullkomlega að óskum. Og við vitum öll hve oft það gerist.

Hver er útkoman úr Haustannar prófum ykkar í námi lífsins.. "Lífið 24/7 "Police

megi góður Guð blessa ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá! Þú er yndislegur Gísli!

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband