Í dag er dagurinn

WigWam í spilun lagið sem tröllreið Evrópu í Eurovision um árið :) ekkert að því að byrja daginn á því að vakna við morgunmjaltir um 06:30 og horfa yfir faxaflóann með kaffi í hönd og búinn að sofa í eh 9 tíma fór semsagt að sofa um 21:00 í gær já á laugardagskvöldi ..... 

Helgin bara búinn að vera salí róleg of fín en byrjaði á því að fá mér gömlu fermingarfötin í smáralind á föstudaginn keypti mér vesti og lakkrísbindi og er að fíla það í Glútus Maximus..... fór á tvær samkomur á föstudagskvöldið og endaði svo á miðnæturfundi í Hinu húsinu og var kominn heim um 01:00 ..

Í gær fór ég á Hádegisfund og arkaði svo á Óliver með ca 20 manns í slísí burger og Latte og vorum við þar í góðann tíma eða þar til ég fékk mér göngutúr í Fíladelfíu kirkjuna og fór á tónleika með GIG og Þóru Gísladóttir en það voru tónleikar til styrktar trúboði í Kenýa en þar eru dönsk hjón sem hafa verið þar í 14 ár að byggja nýtt hús fyrir drengi en stúlkurnar eru komnar með hús.. tónleikarnir voru A + eins og maður átti von á... þeir sem vilja kynna sér trúboðið í Kenýa getað skoðað linkinn hér www.newlife-africa.com

Í dag er áætlun að kíkja aðeins í kringluna og fara svo á samkomu kl.16:30 og svo á UNG í kvöld.

Ég ætla að fara þakklátur inn í daginn og njóta þess sem verður á vegi mínum.. ég fór nefnilega með mínar bænir í dag og er þakklátur fyrir það að minn Guð ætlar að taka alla gremju,ótta,eigingirni og sjálfselsku frá mér og leyfa mér að vera glaður og hress í dag...

Megi Guð blessa ykkur ríkulega í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Sæll

það verður eflaust erfitt að hitta þig á nýju ári nema gegnum netið ...fór ekki nógu vel fyrir okkar mönnum í gær.

Gott að heyra að þú nýtur þín.

kveðja Steini

Þ Þorsteinsson, 13.1.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Gísli Torfi

já þetta var döpur helgi .. mínir menn tja ég hef nú ákveðnar hugmyndir um hverning eigi að stýra þessu blessaða Liverpool liðið en Benitez er oft ósammála mér en maður verður að gefa kallinum meira næði.. Rooney,Teves og Ronaldo eru að klára þessa deild sýnist mér ... en sjáum til .. Chelsea eru líka að hala inn stig án þess að vera neitt að spila vel.. þetta verður forvitnilegt næstu 5-6 leikir ... Tja maður hlýtur að láta sjá sig suður með sjó einn daginn... það verður flottur leikur þar í sumar Víðir-Hvöt ( má vera að ég láti sjá mig á nokkrum æfingum í rvk í vetur )  Gamla goðsögnin að snúa aftur hehehehe

Gísli Torfi, 14.1.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband