Þvæla frá Upphafi ( góð meri )

Í dag er 21 janúar árið 8 eftir tvöþúsund og helgin Heilaga að baki ekki get ég nú sagt að hún hafi verið hressileg hjá mér því flensan kíkti í kaffi til mín á miðvikudag og kýldi mig flatann og þótt ég hafi nú farið á laugardeginum í eitt stk sextugsafmæli hjá henni elskulegu frænku minni henni Torfhildi og svo á Árshátíð um kvöldið  þá var ég samt hálf dofinn og sljór alla helgina... Ég hitti marga ættingja í veisluni hjá Tobbu frænku og hafði gaman af ( Ö-6371 var samt ekki þar ) og um kvöldið var húllum hæ hjá mínu fólki og voru skemmtiatriði ekki af verri endanum..t.d Páll Óskar,Herbert Guðmundsson,Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Geirfugl( kom í gervi Megasar,Jakobs frímans,Valgeirs Guðjóns & Björns Jörunds ).Poetrix rabbari,Beggi í Sóldögg og sjálfur veislustjórinn Björgvin Frans Gíslason en allir þessir menn eru Evrópumeistarar í sinni grein og gerðu vel.

Landsliðið í Handknattleik hefur nú lokið leik í riðakeppnini eftir að hafa unnið arfaslakt lið Slóvakíu og tapað svo fyrir slökuliði Svía og Evrópumeisturum Frakka..... það sem mér sýnist vanta helst í liðið er "MALT"  "TRÚ"  "STERA"  "Handbolta" " SKAP"  og margt annað. ( þetta er eins og liðið hafi aldrei komið saman áður til að spila þessa íþrótt )

Svo er það fréttin með Bobby heitin Fischer og grafreitinn hans .. nú segi ég bara sææææææl  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

blessuð sé minnig Fischer  en segi bara ssssæææææælllllll eins og þú.

Hef ekki verið að taka inná mig þetta með landan þegar hann ætlar að meika það í útlöndum.Tók skyndi ákvörðun einu og 1/2 tíma fyrir brottför að fara ekki vegna eiginhagsmuna  og þarfir sonar mins (Hilmars Torfa ).

En svona er þetta maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir í núinu en sér þetta í þátíðinni .

 Hver verður 60 tugur næst '

Kveðja

Þ Þorsteinsson, 21.1.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Pælið í því að menn vilji setja Fischer á Þingvelli á meðan Laxnes er ekki þar.

Rúnar Birgir Gíslason, 21.1.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

frábærleikur hjá Bobby ,að fara sína leið  og undirstrika það að hann var snillingur í skák

Þ Þorsteinsson, 22.1.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Gísli Torfi

já var hann ekki grafinn í hrunamannahreppi og presturinn vissi ekki einu sinni afþví... þetta var bara Hraðskák

Gísli Torfi, 23.1.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband