Hverning á að ná blett úr skyrtu ( ryð eða eh )

Veit einhver lausn á þí hverning maður nær blett úr skyrtu .. semsagt blettur eftir straujárn sem var greinilega með fast ryð í ... tékkaði nefnilega ekki á því áður en ég straujaði hvítaskyrtu og núna er hún með svona svörtum blett...... ég prufaði að setja eitthvað efni sem á að leysa ryð  og blóð og svona sull á skyrtuna lét það ligga á því í 10 min og svo inn í vél og á 60 gráður ásamt því að setja smá klór með ..en nei nei .. skyrtan enn með þessum blett.... arg arg..

er einhver með kraftaverka formúlu...

kv G Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Gæti best trúað að það væri ekkert hægt að gera við þessu...ef þeir í hreinsuninni ná þessu ekki úr getur það eflaust enginn

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:43

2 identicon

 Ég vildi byrja á því að hrósa þér fyrir góðar tilraunir.  Ekki allir sem myndu reyna að redda sér svona

En ég held að þú náir þessu ekki úr, því miður.  Sérstaklega ef þú ert búinn að setja hana í þvottavél, það er ekki hægt að reyna meira eftir það, held ég allavega.  En tékkaðu í hreinsuninni eins og Helga sagði.

annapanna (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Gísli Torfi

Takk fyrir ykkar innlegg Helga og Anna.. hreinsun er það og Hreinsun mun það verða

Gísli Torfi, 30.3.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Fiðrildi

Jú jú . . . þú hefðir bara átt að hringja.  Ég hef náð svona blett úr hvítri skyrtu.  Hjá mér dugar mest að láta liggja í sterku ariel í nokkra daga ( ekkert oxy-van eitthvað . . bara ariel dugar)  Skrúbbaðu blettinn úr því (arielinu ) líka og vertu bjartsýnn :)   Maður nær náttúrulega aldrei neinu úr ef maður trúir því ekki í byrjun ;)

Gangi þér vel

Fiðrildi, 31.3.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þetta eeer snild hjá þér að láta bloggvinina gefa ráð ,ætti nú að taka þig til fyrirmynda .

Gísli ef ég hefði verið í þínum sporum hefði ég látið hana flakka í ruslið ,hvort sem er 63 (eða hér um bil ) eftir upp í skáp :)haaaaa og valið mér nýja.

Nú eða búa til fleiri bletti og hafa hana þannig. Átti einusinni skyrtu sem var eins og rauðvíni hefði verið hellt yfir mig og man ég að hún gerði góða lukku hvar sem ég var í henni.

Gangi þér vel

Þ Þorsteinsson, 31.3.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Gísli Torfi

Já verulega góður punktur frændi með þessar 63 ... en verst að þetta er skyrta sem er í smá uppáhaldi.. en Arna já takk fyrir það..... Mamma sagði mér líka að gera eh svipað..man það ekki alveg akkúrat núna hvað það var

Gísli Torfi, 31.3.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gísli ég er með lausnina, rétt einsog sannleikann

Uppþvottalögur látin liggja á blettinum i nokkra klst. Stingur druslunni beint í vélina án þess að skola. Svínvirkar, meira að segja á hvíta skyrtukraga sem hafa smitast af make-uppi, varalit og þessháttar.

Svo er mjólk algjör snilld á blek...bara að hringja í Heiðu litlu, hún kann ráð við öllu... 

Heiða Þórðar, 1.4.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Gísli Torfi

MAGNAÐ HEIÐA .. I WILL TRY THAT :) ÞAÐ SEM ÞIÐ DÖMUR ERU EKKI BÚNAR AÐ PRUFA Í ÞESSUM BLETTA GEIRA.  BARA GAMAN

Gísli Torfi, 2.4.2008 kl. 00:19

9 identicon

Ég myndi prufa sítrónubökunardropa... þeir duga á a..... margt.

no name (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:05

10 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Hvað áttu ekki 100 bleikar skyrtur

Eysteinn Skarphéðinsson, 3.4.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband