Sæl og blessuð
8.4.2008 | 00:05
Komið þið blessuð og sæl ( við Íslendingar eigum nefnilega svo fallegt "HEILS" )
já kallinn búinn að vera í fríi frá vinnuni síðan sl miðvikdudag og hef ég haft það bara fínt, fimmtudagurinn fór í vinnu um morgunin og svo fór ég á samkomu um kvöldið, föstudagurinn var tekinn snemma og fór í Hosue-cleaning og svo á Hádegisfund eftir það fór ég í smá aukavinnu með Kela vini mínum sem er Dúklagningameistari í nokkra tíma og endaði daginn á því að fara á fund um kvöldið og svo á samkomu. Laugardagurinn var tekinn í Garðyrkju með Brandi vini mínum frá 10-17 í Fossvoginum alltaf gaman að vinna með gamla í garðyrkjuni, endaði svo á miðnæturfundi.
Sunnudagurinn var tekinn Early og farið í göngutúr um Vogin hér á Höfðanum um 9leytið í sullandi sól með Kela vini mínum og svo var bara chillað smá og farið í eina heimsókn og seinnipartinn var farið í Fíló á samkomu ( alltaf fjör þar ) ég sofnaði svo um 21 í gær og vaknaði kl 8 í morgun og fór í smá vinnu til 14 og skundaði svo heim og setti á mig sparidressið og fór í Fíló og Hvítasunnutónleika sem verða sýndir á RÚV 11.maí ( Hvítasunnudag) ég var aðsjálfsögðu á fremsta bekk og hafði gaman af ( getið séð djánsið á RÚV .. var í sama sæti meira að segja og í fyrra )
á morgun er ég að fara til Keflavíkur með SBK gullvagninum og ætla að fara til Tannsa og næ meira að segja fundi í hádeginu í fæðingarstað mínum ( bara gaman )
svo er heilög stund á morgun þá verður The Game á Anfield ( eigum við eitthvað að ræða þann leik eitthvað ) steindautt 3-0 fyrir LFC ( gæti farið 3-1 ef Steini frændi fer til Svans )
Já og svo er ég að fara í vikudvöl á Hlaðgerðarkot 16 apríl ( oh það verður yndislegt )
Eigið þið góða viku.
Athugasemdir
Knús á þig
Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.