17 Maí 2008

Dagurinn í gær var frekar ánægjulegur. Byrjaði á því um morgunin að lesa yfir AA bókina með Sponsí-inu mínu og fór svo á Hádegisfund eftir það fórum við Steini félagi í Kolaportið (alltaf áhugavert að líta þar inn ) svo var farið til Gumma Frænda í Veiðihöllina á Suðurlandsbraut og kíkt í kaffi hjá honum og náð í leiðini í þessa líka flottu fluguveiðistöng sem frændi var búinn að merkja með nafninu mínu og hólkinn líka sem stöngin er geymd í ( það er ekki að spurja að þjónustuni hjá Meistara Gumma )  eftir að hafa farið svo í Kringluna og keypt Reykelsi hjá Frænku minni í Betra Líf var farið heim og tekið Sponsí nr 2 og farið yfir stöðu mála,  Um 19 fórum við Atli félagi svo til Keflavíkur til að hlýða á og lofa Drottin í Hvítasunnukirkjuni þar á bæ. 

Í Hafnarfjörð var svo kallinn mættur um 22:30 á Kaffihús með Benna Ívars og þeim bræðrum Gunnari Páli og Sigurði ættaðir frá þeim góða stað Raufarhöfn einnig mætti til okkar Ásgrímur Angantýrsson sá mikli snillingur en ætlunin hjá okkur félögum var að fá okkur kaffi og meðþví á kaffihúsinu áður en við fórum á Players til að hitta gamla Skólafélaga frá Laugum í Þingeyjarsýslu. Þetta var bara alveg yndislegt kvöld í alla staði og hitti ég annsi marga þarna og var mikið hlegiið og spjallað. 

Mér fannst svo gott að finna þennann Kærleik og Gleði sem var yfir öllum þarna alveg eins og var alltaf á Laugum og ég fann svo sterkt fyrir því að þetta væri í raun og veru fólkið mitt, fólk sem maður átti alveg rosalega ánægjulega tíma með hérna í old days. Það er bara eins og með allt að ég tengdist sumu fólki meira og var einnig lengur með sumu fólki og ekki þá bara á Laugum heldur var viss hópur sem hélt áfram að vera í samabandi í nokkur ár á eftir og brallaði margt saman. Eddi&Benni Eg og Hanna mín

Þannig að ég var voðalega sáttur við kvöldið og fann alveg rosalega mikla hlýju í hjartanu mínu þegar ég kom heim var nánast hálf klökkur, mig langaði helst að faðma alla þarna og gefa þeim bara kærleik og þakklæti fyrir alla góðu tímana sem ég hef átt með þessu yndislega fólki. þarna voru líka fólk sem hefur alltaf átt smá sess í hjartanu mínu og alltaf þótt svo vænt um það eins og Gósa vin minn ( HANN ER ALGJÖR PERLA )Linda.Sísí.Kata.Sibba og Róshildi mína ( Listakonu)  , Þórdísi Arnars,Benni ívars ( andvaka.is ), Edda (kokk og formann Rassasafa )og Sibbu ( Fitness-meistara ), Hönnu Mæju  mína og Daða ( sem komst að vísu ekki) Sísí, Böðvar, Finn Sig og að ógleymdum Gunna Palla.   vantaði svo nokkra þarna eins og td. minn kæra vin Svavar Hafþór sem er búsettur í Horsens í Danmörku og Steina vin minn.. en ég hef nú sérstakan aðgang að þeim þannig að ég er ríkur maður.Gósi

 

Já svo er víst næst á dagskrá að hóa saman liðinu sem útskrifaðist þaðann árið 1990 seinna meir.. það var reglulega skemmtilegur hópur  fórum saman til Mallorca svo um vorið.

Í dag er áætlunin að slappa bara af , taka kannski einn fund í Hádeginu og fara svo í Fíladelfíu seinnipartinn og vera viðstaddur skírn hjá félaga mínum og fara svo í Afmælis Grillveislu hjá frænkum mínum Alexöndru Dís og Bergrósu Lilju ( þær eru fallegur prinsessurnar mínar )

Ég var að hugsa áðann um að draga mannakorn til að setja hér á blogið og var hugsað um þjóð mína og þá náð sem við fáum á hverjum degi.  Og til að fullvissa ykkur um hvað Drottin er nákvæmur þá dró ég Jesaja 30:18-19 Halo

Því bíður Drottinn þess að sýna yður náð, þess vegna rís hann upp til að miskuna yður, því að Drottinn er Guð réttlætisins.Sælir eru þeir sem á hann vona. Já þú þjóð Síon, sem býrð í Jerúsalem,þú skalt ekki gráta lengur.Hann verður þér náðugur.Þegar þú hrópar á hjálp mun hann bænheyra þig. Jes 30:18-19

Ef þetta er ekki staðfesting á því að Orðið er lifandi enn í dag.  Guð er alveg hættur að koma mér á óvart Halo

ps  Hvöt vann Völsung í fyrsta leik sínum í 2 deild karla á föstudag 4-3 sem  var reglulega ánægjulegt,  mér líst bara vel á þetta hjá strákunum.

til hamingju með afmælið í dag Svanur frændi ( ég er með stál minni )Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ esska takk fyrir einlægt og skemmtilegt blogg,, og já talandi um lauga-hittinginn þá var þetta bara yndislegt í alla staði að hitta þetta fólk aftur eftir 20 ár,, já og ótrúlegt hvað manni finnst maður eiga eitthvað í ykkur öllum .. 

                        kubba-kveðja Sibba....

Sibba (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Gísli Torfi

Þú átt allar þakkir fyrir Sibba mín fyrir að koma þessu öllu á laggirnar ásamt Þórdísi og Sísí  takk takk fyrir mig. og gangi þér vel í prófinu eða prófunum sem þú átt eftir duglega dama ...

Gísli Torfi, 18.5.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Alltaf gott og gaman að hitta gamla félaga. Knús á þig og eigðu frábæran dag.

Fjóla Æ., 21.5.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Komst sterkur inn með afmæliskveðjuna frændi

Þ Þorsteinsson, 22.5.2008 kl. 07:44

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frábært að sjá hvað þið Gussi eruð að taka þetta.

Verð glaður í sál og sinni að fylgjast með þér strákur.

Einar Örn Einarsson, 24.5.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband