Hvöt - Euro 08 - Rambó

Það er vaknað snemma hér á Höfðanum í dag og veðrið er svona ekki alveg ´vaknað ennþá ætla að gefa því aðeins meiri séns.

Fór á Ásvelli í gær með Gumma frænda og Hödda Læri að horfa á ÍH - Hvöt í 2.deildini í fótbolta. Ekki riðu mínir menn frá Blönduósi feitum hesti frá þeirri viðureign því ÍH náði að kreista út 3-2 sigur á mínum mönnum sem olli mér vonbrigðum  sem og fleirum sem voru þarna uppí brekku þarna voru samankomnir nokkrir góðir kallar eins og Finnbogi Hilmars,Ási Vilhemls,Eysteinn Lárusson,Benedikt Kaster,Bjarki hennar Heiðu,Doddi Ámundar,Kristófer Pálsson.Bjössi Frigga og Siggi X Bankastjóri og Simmi sonur hans.  Leikurinn sjálfur var ekki mikið fyrir augað en það sem vantaði helst hjá mínum mönnum var að pressa þá framar þegar þeir voru yfir 2-1 og setja þriðja kvikindið í netið, þeir fengu jú nokkur úrvalsfæri til þess en klikkuðu ávallt. Það sem síðan vantar í mína menn er leikgleði það þarf aðeins að hrista uppí mínum mönnum og fá þá til að njóta þess að spila fótbolta og hafa svolítið gaman af því að vera í þessari deild en það eru 20 ár síðan þeir voru í þessari deild síðast.  Ég hef svosem ekki stórar áhyggjur af því að þeim takist ekki að laga þetta og fara að innbyrða sigra hingað og þangað og það voru þarna ágætir leikmenn um borð í UMF.Hvöt og ber helst að nefna Aron miðvörð sem var algjör yfirburðar maður á vellinum í gær. svo er Bosnímaðurinn greinilega fínn spilari og á bara eftir að verða betri Stjáni þjálfari á að vera á kantinum því þar er hann eins og kóngur í ríki sínu takandi menn á og fer létt með það.  Lifi Hvöt.... þess má geta að ég tók i spaðann á Rambó fyrir leik sem skaut Bangsa litla um daginn í skagafirði.  hann var gríðaröflugur eins og venjulega.

 Ég sjálfur er kominn í vikufrí frá Hótelstörfum og var að taka aðeins til í gær í kringum mig og er það bara gríðarhressandi eins og ávallt, lífið er hálf undarlegt þessa viku sem ég er að vinna á næturvöktum, vaka og sofa og jú horfa á EM 08 þessa dagana sem er gríðarjákvætt.

Holland og Spánn mínir menn hafa farið vel af stað og von mín er sú að þeir haldi því bara áfram.

Mitt lið # 1 er Holland eins og venulega og þar sem Spánn er með svo marga úr Liverpool þá er ekki hægt annað en að halda líka með þeim.

Í dag verður bara reynt að njóta dagsins og ætla ég í ræktina í dag og svo fer ég út að borða á Silfrinu í kvöld. hvöt

 Enjoy the day.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Einasta sem mig dettur í hug er;

Ég er að drepast úr hungri! 

Heiða Þórðar, 12.6.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband