styttist í 17.júní

Þá er upprisinn Sunnudagur og ég vaknaður rétt um morgunmjaltir,dagurinn í gær var alveg gríðarlega hress og var tekinn snemma en ég Gísli Torfi fór ásamt vinkonu minni í fjórhjólaferð sem ég fékk uppí hendurnar í vinnuni minni, við vorum mætt um hálf níu við litlu kaffistofuna og beygðum þá til hægri og keyrðum svo í 1 mín eða þangað til að við vorum kominn í jósefsdal og var veðrið alveg að leika við okkur sól og hiti og það gat ekki verið betra við okkur, svo var farið og sett á sig græjur og þar sem við vorum svo fá sem vorum í þessum túr þá fengu við auka hálftíma á hjólunum og sem var alveg frábært en við vorum í 90 min á hjólunum að keyra út um allt.

Í hádeginu fór ég á fund og veifaði hendi til merkis um að ég væri 18 mánaða edrú í Wizard eftir hann fór ég ásamt góðum vinum í kringluna í 2 tíma, svo var komið heim og horft á EM og liðið mitt #2 Spánn vann Svergie 2-1 og var ég kátur með það.. En þurfum við eitthvað að ræða mitt lið á mótinu Holland nei ég hélt ekki orðlaus yfir þeim í dag algjör helber snilld

Um kvöldið fór ég með félaga mínum í Kærleikann í Keflavík og var það bara yndislegt og ætlaði ég svo að fara í smá partý í í Kærleikanum í Reykjavík en ég sofanði snemma í gær eða um 23:00 og vaknaði núna um 06:15 sæmilega hress eftir frábæran dag í gær og tala nú ekki um föstudag þar sem ég fór í 101 með Krissa vini mínum og vorum við þar að spóka okkur í sólini frá hádegi til að verða 7 um kvöldið og var maður orðinn alveg soðinn . Wizard

Á fimmtudagskvöldið fór ég á Silfrið að borða með góðu fólki og var kallinn að frá 19:30 til 23:30 og var að nægju að taka þar í réttunum.

Styttist svo í 26.júní er ég fer  til Lúxemburg með mömmu og Pabba að hitta Heiðar Davíð,Guðríði og ðrinsinn Veigar í vikutíma.

4hjól

 

Eigið þið góðann dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Já ekki laust við að nú komi upp í manni aftur  aðdáðun á Hollenska liðinu ,minna mann á gamlan tíma þegar allt lék í lindi eins og núna.Það sést á leik þeirra hvað jákvæðni  trú og kærleikur er mikivægur í öllu okkar lífi líka fótboltanum.Auðvita skemir ekki fyrir að mínum mönnum í Hollenska og Spænska liðinu gengur vel.

bkv Steini

Þ Þorsteinsson, 16.6.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband