Snilldar mark hjá Hvöt

Fór á FRAM - HVÖT í 32 liða úrslitum VISA Bikarkeppni Íslands á Laugardalsvellinum í gær kl 19:15

Mínir menn voru bara svalir og spiluðu total football og voru í sénsinum í 90 mín á móti liði sem er í 3 sæti í Úrvalsdeild og er ég bara stoltur af þessum strákum og mega þeir bera höfuðið hátt eftir þennann leik...

Markið sem "Skjálfti" skoraði kom eftir eina flottustu sókn sem sést hefur lengi á Þjóðarleikvangi Íslendinga. Boltinn barst út á hægri kant þar sem Oggi byrjaði á því að taka Twist á nokkra skildi hann eftir með stæl á Nr 7  sem rakti hann að vallarhelming Framara fyrir miðju og setti hann á milli varnarmanna Framara útá kant þar sem hinn 15 ára þræl efnilegi Hilmar Þór Kárason tók einn rosalegan sprett og skveraði honum eða réttara sagt bara setti hann á trýnið á " skjálfta " sem hamraði hann í netmöskvana 1-1 og allt varð vitlaust Wizard

Eysteinn Pétur og Páll Einars stýrðu liðinu í þessum leik af miklum drengskap.

Vona svo að mínir menn haldi áfram þessari spilamennsku og leikgleði og taki 3 stig á Króknum á Mánudag.

 

Setti inn myndir sem ég tók af símanum mínum.

 

 

Fram -HVÖT

 

 

 

 

Fram Hvöt 2

 

 

 

 

Mynd019.gaj

 

 

 

 

 

 

Kaster og húligans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Afhverju varstu ekki í búning,hnífbeittur frammi

Eysteinn Skarphéðinsson, 20.6.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Gísli Torfi

Já Svavar hatturinn var ekki langt frá því að fjúka... þeir fegnu nefnilega dauðafæri í lokin Hvatarmenn en skutu framhjá :)

en Eysteinn ég var í stúkuni sjá grein hér

http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=3772 ( gamla Hetjan )

Gísli Torfi, 20.6.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Nú er bara að leggj hattinn undir aftur ,hvað segurðu með Víðir - Hvöt . Leikurinn er ekki fyrir en seint í ágúst að áliðnum slætti -að Gísla ég mætti - með hattinn.

P.S  það var 7163 ekki 6371 Gísli.

bkv Steini

Þ Þorsteinsson, 21.6.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband