Lífið í Lúxembourg
28.6.2008 | 05:57
Hér í Lúxemborg er bara allt fínt að frétta og gaman að hitta lúxor liðið Heidda,Guðríði og Veigar Prins.
Ég og Mamma og Pabbi ásamt Bergrósu frænku fórum á fimmtudaginn út og var flogið til Frankfurt Hahn en það flug tekur þrjá og hálfan tíma, Heiddi sóttu okkur og brunuðum við svo til Lúx og vorum sirka klukkustund með smá viðkomu á restauranti til að borða Pizzu.
Búið að vera voða gaman hjá okkur og td fórum við til Belgíu í gær í eitthvað moll þar og náðum við að versla smá " það er víst voða ódýrir sokkar til í Belgíu" einkahúmor hér á ferð
Í dag vakanaði ég um 7 leytið sem er 5 á íslenskum.... og ég sé að sólin er að fara að gæjast en í gær var skýjað nánast allann daginn en vel heit eða um 24 stig.
stefnan er að skoða stríðsminjasafn hér í Lúx og svo erum við að spá í að taka lest til Parísar á næstu dögum en það kostar um 100 evrur að fara með Lest fram og tilbaka sem er smá peningur en eins og Pabbi sagði maður er nú ekki að fara til Parísar á hverjum degi.....
setti inn hér nokkrar myndir " aðalega fyrir Unu systir og family "
Athugasemdir
Hæ,hæ elskurnar mínar, gaman að sjá myndirnar af ykkur. Vona að þið hafið það rosa gott í Lúx. Hér á fróni er dag eftir dag ótrúleg veðurblíða, maður bara hreinlega trúir þessu ekki en svona er þetta nú samt :o)
Þið passið prinsessuna mína vel, hlakka til að heyra frá ykkur
ykkar Una :o)
Una (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 11:10
Bið að heilsa gestgjöfunum og ferðafólkinu þínu þú er lukkunar pannfíll Gísli .Það kostar eflaust aðrar 100 evrur að borða og drekka í París ,veit það af eigin raun sérstalega í mið -París.Fór ekki upp efell-turnin á það eftir.
Bestu kveðjur Steini
flottar myndir .)
Þ Þorsteinsson, 29.6.2008 kl. 00:07
Eigðu gott og notarlegt kvöld dear blogfriend
Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.