9 dagar í kotið

Búnir að vera fínir dagar í Júlí og gott að vera í sumarfríi.... eftir að ég kom heim frá Lúxembourg þá hefur maður bara haft það gott og sleikt sólina á köflum hérna á Klakanum...

Ég var Caddý fyrir Heiðar bróðir á Meistaramóti GR sl helgi og gekk með honum í nokkra daga og var það virkilega gaman og það tekur í að ganga þessa 18 holur.. tala nú ekki um Grafarholtið þar sem mikið er gengið upp hóla og hæðir... en það var byrjað að spila á Korpuni í 2 daga og svo var fært sig í Grafarholtið.. Heiðar bróðir endaði í 3 sæti á mótinu en þetta var fyrsta mótið hans eftir að hann gekk í klúbbinn..... Á laugardaginn náði ég ekki að fylgja Junior á lokadeginum því ég fór í Brúðkaupsveislu hjá Kasternum og Höllu og var það bara Yndislegt eins og þau eru..... veislan var skemmtileg og stóð til að verða 1 eftir miðnætti og var hún haldinn í Framheimilinu.

Ég var einmitt staddur í Framheimilinu í sama sal fyrir nánast ári í brúðkaupi hjá Unu systir og Steina mág... spurningin er bara hver mun gifta sig að ári og halda veislu í Framheimilinu ... ég mæti pottþétt..

 

svo fer að líða að Versló og þá verð ég í Fljotshlíð á Kotmóti sem verður bara skemmtun eins og í fyrra...

Fjölnir - Þróttur í kvöld og það verður hörkuleikur og ég vona að mínir menn í Þrótti nái að fá eitthvað útút þeim leik... held að þetta verði dúndur leikur í rigninguni í Grafarvoginum....

 

Lifi Þróttur og Hvöt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Góða skemmtun á Kotmótinu.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hehehhe  þú mætir bara í brúðkaup að ári liðnu í Framheimilið og segist vera "týndi frændinn"  og þá er þetta orðið að árlegri og skemmtilegri hefð hjá þér, kynnist örugglega fullt af nýju fólki og fleira spennó  svo frítt að borða líka

En hafðu það gott í kotinu Gísli

Anna J. Óskarsdóttir, 22.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

You rock Gilli minn

Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 00:19

4 identicon

knús á þig

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband