Samhjálp - Hvöt - Þróttur - Sumarbústaður

Vikan á enda og var hún bara hin ágætasta... Ég var rúmliggjandi á miðvikudag og fimmtudag með yfir 38 stiga hita og sándaði eins og Rod Stewart... og er núna aðfaranótt mánudags aðeins að braggast..

Alla hina dagana var ég að vinna á Kaffistofu Samhjálpar að kokka í mannskapinn sem á leið inná hana... endaði semsagt í dag á því að hafa svínakótilettur fyrir sirka 40 manns og tókst það bara bærilega.

Fimmtudagskvöld kíkti ég í Garðinn á stórleik Víðis og Hvatar og enduðu leikar þannig að mitt gamla lið Hvöt vann 1-0 og var ég bara annsi ánægður með það.. gaman fyrir mig að sjá mína menn vinna Víði sem ég spilaði með í yngri flokkum í gamla daga og jú Mamma er þaðann og gamla settið býr þar núna ásamt sirka 100 öðrum náskyldum ættingjum Wizard...

Eftir vinnu á laugardag hjálpaði ég Dósarverja að flytja smá stuff í nýju íbúðina hennar ( Fanney Kr )

Kítki í Fíló í dag eftir vinnu og endaði svo á því að sjá mína menn í Þrótti jafna á síðustu mín á móti Fram í frekar slöppum leik þar sem mínir menn voru bara slakir á móti OK frömurum.. ég verið nú að segja að það var fátt sem gladdi augað í þessum blessaða leik .  

Núna er ég að skoða sumarbústaði á suðurlandi sem ég ætla að reyna að taka á leigu eina helgi í Sept.  það verður nice að komast í einn svoleiðis með .....InLove    ....

 

Jæja Sundið byrjað í Peking " það er fínt að fylgjast með því " Michael Pelps is he Human Alien

 

Sumarifríið senn á enda .. byrja á miðvikudagskvöld á Telinu góða ... eigið góða vinnuviku.

 

 

 Kallinn að kokka

Mynd067

 

 

 

 

 

Víðir - Hvöt 0-1

Mynd098
Steini frændi mættur á túnið  
Mynd105

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Djöfulsins dugnaður í þér.
Flottur kallinn með svuntuna  

Vona að þú fáir bústað. Er það ekki bara málið?
Hægt að hafa það endalaust kósý og krúttlegt í svona bústöðum.

Eigðu góðan dag

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Þú varst örugglega eini maðurinn á kaffistofunni með Boss spíra og gel í hárinu

Eysteinn Skarphéðinsson, 14.8.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Gísli Torfi

Eysteinn nei  ég var það nú ekki....   Boss iss ekkert svoleiðis

Gísli Torfi, 15.8.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband