2009
1.1.2009 | 05:34
Það er bara komið 2009 og bara ekkert nema frábært um það að segja.
Árið 2008 var ágætis ár " lærði margt og ekkert " svoleiðis er það nú bara " sem er snilld"
Kynntist Ýmsu sniðugu á árinu og ef það er eitthvað sem ég vil fá á árinu 2009 er það frekar einfalt.
" Hamingju og alveg bara slatta af henni og frið og ró í hjartað "
" Kjark og þor til að takast á við allt sem verða á vegi mínum "
" fylgja því sem er gott og rétt og vera með þá fullvissu að Guð setji svo síðasta kryddið í þær áætlanir sem ég mun fara í og gera einarðlega og af alúð" Ég er nefnilega viss um það að ég fái mótframlag hjá honum þegar ég geri hans vilja.
Held að maður hafi nú bara fengið nóg af verkefnum á síðasta ári sem maður hefur tæklað bara ágætlega þau voru af ýmsum gerðum verkefnin og mesta furða að maður hafi komist í gengum þetta tiltölulega klapplaust" auðvitað gerði maður vitleysur og allt það en sem betur fer þá veit maður af þeim og reynir að taka þær bara inní reynslubankann.
Ég ælta svo að þykja vænt um sjálfan mig og aðra og ekki vera að dæma nokkurn mann heldur ryena að elska allt í kringum mig eins og ég hafi aldrei verið særður. finnst það ágætis nesti svona inní nýja árið.
Í dag er mér bara hugsað til fjölskyldu minnar og vina og sérstaklega til ákv aðila og vona svo innilega að árið 2009 verði okkur öllum það gæfuríkasta og yndislegasta ever.
Ég ætla að leitast við það að vera auðmjúkur og hafa fúsleika til að gera það sem er rétt.
Gleðilegt ár.
G
Athugasemdir
Gleðilegt ár vinur ,á þessum tímabúnti er alltaf horft yfir farinn veg og spáð í framhaldið sem er bara gott mál. Í dag er fimmtudagur í gær var miðvikudagur ,þeir eru einu sinni í viku allt árið um kring .Þessi fimmtudagur í dag einkennist af rigningu hér út um gluggann frá mínu hreiðri. Ert alltaf velkominn í það heiður :)
Komið fram að hádegi menn og hundar sofa værum blundi en rigningin er það eina sem hljómar eyrum og suðið í tölvunni:)
Elska rigningu á svona dögum :)
Megi árið færa þér lífsfyllingu
Þ Þorsteinsson, 1.1.2009 kl. 11:53
Gleðilegt ár kallinn minn.
Takk fyrir allt spjallið á síðasta ári og ég vona að þú fáir böns af hamingju, frið og ró á þessu ári.
Knús yfir hafið og beint til þín
Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 22:22
Heiða Þórðar, 2.1.2009 kl. 01:15
Kannast við einn með svipaðar hugleiðingar, já Jesú. Kv úr kef
Eysteinn Skarphéðinsson, 6.1.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.