Leiguverð
20.1.2009 | 21:38
Ég leigi studíóíbúð hjá Félagsbústöðum Reykjavíkur og markmið Félagsbústaða er eftirfarandi.
- Stefnt að breytingu á rekstri félagslegs leiguhúsnæðis í borginni í líkingu við það sem tíðkast í sambærilegum rekstri í Vestur-Evrópu.
- Að beita í rekstrinum faglegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að halda leiguverði í lágmarki og bæta þjónustu við leigjendur.
- Að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum
Í júní 2008 var ég að borga um 42.000- 45.000 á mánuði eftir húsaleigubætur.
í Janúar 2009 er ég að borga um 70.000 eftir húsaleigubætur
" Vísitölutryggt hjá þeim" ;) Great
en Markmiðinn hafa greinilega farið í öfuga átt hjá þeim.
Samkvæmt fréttablaðinu í dag þá er leiguverðið hjá þeim 60.000 með 1 herbergi. leiguverðið hjá mér er 94.000,-
Hressandi " það er víst verið að skoða þetta allt saman í dag "
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.