Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hverju reiknar þú með
17.11.2008 | 09:41
þá er 17.Nóvember vaknaður og árið er 2008 ... hverning má það vera mér finnst eins og 24.apríl 1987 hefði bara verið fyrir nokkrum vikum... " þá var Rick Astley aðall kallinn og Pet shop boys " :)
En jæja ég ákvað í morgun að láta reyna aðeins á hægri fótinn á kallinum og fara í smá styrkingar prógram, hjólaði í 32 mínútur hérna í rigninguni rétt um 7 leytið. " og gekk það bara vel "
Dagurinn í gær fór í stærðfræði-soðning.... alveg er það magnað hvað það eru alltaf mikið af tölum og x-um og y-um og alskonar veldum í öllu þessu. Maður fer í framhaldinu að reikna út veðrið og reikna svo út alskonar varíanta sem maður gæti lent í og lent ekki í .. En ég reikna með þvi að eiga góðann dag.. fæ það út þannig að ég gef mér að dagurinn sé táknið D og gleðiástand mitt sé táknið G og set svo formúluna svona upp ,, " nei rólegur Gísli .. " þetta er búið
Það fer að líða að Desember " alltaf gríðarlega hressandi mánuður" It my month... í þeim mánuði mun ég fara á tónleika, út að borða, taka próf , eiga afmæli . eiga aftur afmæli, og fara í afmæli, og halda jól og áramót. ekki slæmt..
Aðsjálfögðu vann Liverpool um helgina og heldur í við Olíumennina..
speki dagsins : minnir að þetta hafi verið einhvernvegin í þessa átt..
Ef þú biður Guð um það sem þú vilt mun hann veita þér, jafnvel þótt honum sé það á móti skapi.
En..... passaðu þig bara á því að getað tekið afleiðingunum þá líka.
Eigið góðann dag.
Ég og Una systir á Húnabraut 30. Dósin árið 1900 og súrkál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11. nóv. Polska
11.11.2008 | 07:29
Sit hér eins og Simpsons í vinnuni með aðra löbb á Deski og er alveg að fara klára vinnuna
Ég náði að snúa á mér ökklann á föstudaginn sem setti gríðarlega jákvæðann blæ á helgina.
fór á slysó og eftir að hafa talað við doksa og farið í myndatöku og talað aftur við doksa og svo einnig talað við hjúkku og greitt um 8.000 kall fyrir allt þetta fór ég með nánast sömu vitneskju heim og hugsaði að betur hefði ég farið á Jólatónleika Bó Hall fyrir þennan pening.
Þannig að í dag er kall bara á hækjum og er frekar aumur og kaldur á hægri löbbini og vona að þetta fari nú að verða semí brúklegt ástand.
fer að líða að því að ég detti inní vetrarfrí. " það er Hressandi " fer þá í 96 klst langt frí sem þýðir fyrir svona vaktavinnumann eins og mig annsi bara gott frí. eða frá rúmlega 25 nóv til 17.des.
Mun þá setja metnað í að leysa stærðfræðiþrautir í fríinu.
Í dag er þjóðhátiðardagur Póllands.
Enjoy the day.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagsskólinn
10.11.2008 | 04:24
Jóna litla var ekki besti nemandinn í sunnudagaskólanum. Vanalega sofnaði hún, og einu sinni sem oftar þegar hún er sofandi spyr kennarinn hana spurningar: Segðu mér Jóna, hver skapaði heiminn?" Þegar hún svarar ekki tekur drengur sem var fyrir aftan hana pinna og stingur í hana. Hún hrópar uppyfir sig: Guð minn góður". Kennarinn er ánægður og Jóna sofnar aftur.
Nokkru síðar spyr kennarinn hana aftur: Hver er bjargvættur okkar". Þegar hún svaraði ekki stakk strákurinn hana aftur með pinnanum. Jesús kristur" öskraði þá Jóna. Mjög gott", segir kennarinn og Jóna sofnar enn eina ferðina.
Undir lok tímas spyr kennarinn Jónu þriðju spurningarinnar:"Hvað sagði Eva við Adam, þegar hún átti 23 barnið með honum?" Þar sem Jóna steinsvaf stakk strákurinn aftur pinnanum í hana.
Nú var Jónu nóg boðið sem áttaði sig ekki á spurningunni og hrópaði á strákinn: Ef þú stingur þessum helv.. drasli aftur í mig, þá brýt ég það í tvo hluta og sting því upp í rassinn á þér."
Kennarinn féll í yfirlið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
stutt í grínið alltaf
4.11.2008 | 12:21
Faðir vorið
" edit radio remix "
Davíð vor
Þú sem ert við stýrið
Verði þinn vilji
Á jörð sem í vatni
Gef oss í dag vora mánaðarlega stýrivaxtahækkun
Og fyrirgefðu eyðsluna í gær
Eigi leið þú okkur í kringluna
Heldur beindu okkur í NETTÓ!!
Því að þinn er viljinn
Mátturinn og krafturinn
Heill þér Davíð minn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
pínu pons af stöfum
1.11.2008 | 22:09
Það er Laugardagskvöld og ég að horfa á Valenica - Racing í La Liga og er þetta ágætis skemmtun .. smá áfall í dag þegar Liverpool tapaði á móti Tottenham " það var þá liðið til að tapa fyrir " en svona er tuðrusparkið nú margbrotið " það lið sem skorar fleiri en hitt liðið vinnur yfirleitt "
Ég fór uppí Borgarfjörð í gær nánar tiltekið á Bifröst en þar var ég á vinnuhelgi " að læra stærðfræði " var það mjög skemmtilegt og um kvöldið var Dinner " lamb og Önd " og svo hörkuball.
Ég er búinn með fyrsta fagið þarna uppfrá og fékk ég ágætiseinkunn fyrir það fag.
Dagurinn í dag er búinn að vera frekar óþægilegur á köflum " afhverju þarf maður að vera með tilfinningar ! "
Ætla að klára 2 verkefni næstu 3 daga og vera jákvæður og hress.
Hverning er það er ég að missa af einhverju hér á Íslandi í dag.
kv G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)