1. í BLOGGI

Góðann daginn og já þá er maður kominn í heim bloggarans..jákvætt þannig að það er best að sansa eitthvað á blað hér svona í tilefni af þessum fyrsta degi  í bloggi.. ef það myndi nú einhver ráfa hér inn fyrir tilviljun þá má sá leikmaður ef hann veit segja mér hver kom með þetta orð BLOGG... en já þar sem að ég er nú gamall sjóari og tiltölulega nýskapaður í kristi þá fannst mér fréttin í gær um LOGOS skipið skemmtilegt ekki það að ég hafi nú ekki vitað að skipið væri að koma vissi það nú fyrir nokkrum vikum en það er pottþétt að ég kíkji um borð og kíkji á bæði skipið og bækur og líklega mun ég skiptast á orðum við einhvern ... en já er bara vaknaður frekar snemma í dag og búinn að vera hálf slappur undanfarið held að það sé útaf öllum þessum ferðalögum sem ég hef farið í sl mánuð en ég hef nánast búið í tjaldi allar helgar fyrir utan viku á Kanarí en ég flaug til Fuerteventura og baðaði mig í sólini þar og sandi en heitasti dagurinn þar var um 49 gráður og var það annsi heitt ég hef nú aðvísu farið í 52 gráður árið 2005 í Túnis .. það er bara þægilegt og kósý maður svitnar smá og verður aðeins dasaður og ef maður er of lengi í hitanum þá á maður til að tala tungum.. Sá Manchester gera jafntefli í gær sem er svo sem ágætt fyrir mína menn í Liverpool svo framarlega sem að þeir haldi sjó og vinni sína vinnu og fara að hala inn sigrum í deildini í ágúst eitthvað sem hefur vantað sl ár hjá þeim en Manchester virkuðu mjög beittir og þeir geta kennt sjálfum sér fyrir að landa ekki sigri í gær þeir eru með alveg svakalega hraða sókn með Nani,Ronaldo,Teves og svo Rooney (þegar hann snýr aftur )sem helstu menn þeir virkuðu sterkir og þetta verður skemmtilegur vetur og ég er spenntur að sjá hvað mínir menn gera á móti Chelsea á sunnudag ..Voronin setti hörku hamar í Samúel á móti Toulous eða hvað þeir heita ánægður með Taglið og Gíraffinn var seigur líka ( Chrouch ) en svo er það bara nýnemadagur á morgun í HR en ég er á leið í frumgreinadeild þar fer á 2 önn og er bara spenntur og fullur tilhlökkunar fyrir að far aí skóla aftur eftir hvað 14 ára aðskilnað við skolatöskuna ..en þetta er gott í bili ... Guð Blessi ykkur og eigið góðann dag.ps Þróttur komnir á toppinn og Hvöt einnig ..svona á þetta að vera ..

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Sæll vinur,alltaf finnurðu þér eitthvað að gera,velkominn

Eysteinn Skarphéðinsson, 16.8.2007 kl. 15:32

2 identicon

Frábært að þú sért komin á bloggið. Nú er það bara málið að hittast og taka lunch saman!

Kveðja Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:49

3 identicon

Sæll, ert alltaf bestur, kóngurinn sjálfur...

kv frá Dk

Svavar

Svavar Hafþór (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband