Smá molar fyrir Nóvember

Sumir segja "Ég er bara svona" og yppa öxlum, en staðreyndin er sú að það er ekkert sem við getum ekki breytt við eigin hegðun. Í raun má breyta hreinlega öllu og það getum við gert svo lengi sem viljinn er fyrir hendi. Ef þér finnst sem svo að aðrir beri ekki nægilega virðingu fyrir þér þá gæti hjálpað að fylgja eftirfarandi atriðum:

1. Vertu alltaf hrein/n og snyrtileg/ur til fara. Fötin þurfa ekki endilega að vera dýr, en heil, pressuð og vel þrifin þurfa þau að vera. Gættu heilsu þinnar og sjáðu til þess að tennurnar séu alltaf hvítar og hreinar. Breitt bros gefur líka til kynna að þú njótir þess að vera í eigin félagsskap sem annarra.

2. Talaðu vandað mál. Ekki hika við að koma með jákvæðar athugasemdir um annað fólk, en gættu þess að vera einlæg/ur því það sjá allir í gegnum það ef þú ert það ekki.

3. Heilsaðu fólki vingjarnlega. Fólk kann vel að meta það og kveðjan verður endurgoldin.

4. Aldrei nýta þér veikleika annarra. Fólk ber ekki virðingu fyrir þeim sem bera ekki virðingu fyrir öðrum. Leyfðu fólki að halda virðingu sinni.

5. Ekki hegða þér eins og þú vitir allt. Fæstir kunna við yfirlæti.

6. Ekki eltast við tískubólur vegna þess að aðrir gera það. Veldu fyrir sjálfa/n þig og aðrir munu bera virðingu fyrir þér fyrir vikið.

7. Að bregðast rólega við þeim sem sýna þér vanvirðingu er alltaf góður leikur. Reyndu að skilja hvers vegna manneskjan er æst og reið eða í vörn. Að koma fram við aðra eins og þú vildir að aðrir kæmu fram við þig er góð leið til að þið náið niðurstöðu í málinu.

8. Mundu alltaf að við erum öll breysk, gölluð og með okkar vankanta. Það forðar þér frá því að líta niður á aðra.

9. Hafðu fókusinn alltaf fremur á fólki en hlutum. Hlutir geta horfið eyðilagst. Fólk er svo miklu mikilvægara og okkar sönnu verðmæti liggja ekki í því sem við eigum heldur í þeirri manneskju sem við erum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábær áminning Gísli...

...kom reyndar hér inn, rændi og ruplaði einsog þjófur um kvölmataleytið...geymi textan í "file" -með hinum gullkornunum mínum.

Takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 2.11.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Gísli Torfi

já það er bara gott mál að copy paste þetta.. þannig eiga bændur að vera... held að það sé nógu mikið  bloggað um eitthvað neikvætt ..þannig að ég ákvað að setja þessa mola hér niðrur.. þú mátt ræna og rupla hér að vild Heiða mín

Gísli Torfi, 3.11.2007 kl. 08:18

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála og takk

Heiða Þórðar, 3.11.2007 kl. 12:48

4 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Hvernig á maður að hafa tíma til að fara eftir þessu allann daginn

Eysteinn Skarphéðinsson, 4.11.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband