Ég er orðinn Celep í Baltimore
28.11.2007 | 04:48
Vó kallinn bara orðinn frægur í Baltimore..fékk hringingu í gær í vinnuni frá Útvarpsstöð í Baltimore.....http://www.98online.com/............þeir Theo og Joe sem stjórna þáttinum voru þarna að tala við mig í 10 mín um Ísland því það var kosið besta land í heimi og hringdu í hótelið og þannig fór það af stað ég og félagi minn hlustuðum svo á þá í 4 tíma og nafnið Gisli Torfi kom svona 100 sinnum fyrir í þættinum og svo eitthvað meira sem ég sendi á þá frá myspace ..algjörlega drepfyndið að lenda í þessu og þeir voru að dásema Ísland og skíta út Noreg sem var nr 2 hehe... nú þannig að kallinn er orðin smá Celep þarna í Baltimore hehe og þeir ætla að hringja í kallinn aftur í kvöld ..þannig að lesendur góðir um að gera að fara á vefinn... þeir eru frá 19-24 sem þýðir 24-04 á íslenskum tíma... það var alveg drepfyndið að hlusta á þátt frá USA og nafnið manns þarna ómandi í 4 tíma og eh kvót eftir kallinn og ég veit ekki hvað.. svona eiga næturvaktirnar að vera..... kv G
Athugasemdir
Jahá... ekki slæmt það ... en veistu þú ert frægari en bara í Baltimore... systir mín sem býr í Wilmington Delaware - hringdi og spurði; Hver er eiginlega þessi Gísli Torfi ! Til lukku !
Linda Lea Bogadóttir, 29.11.2007 kl. 12:52
ertu ekki að grínast .. þetta er ekkert smá súralískt dæmi... haha.. gaman að þessu
Gísli Torfi, 29.11.2007 kl. 15:13
Haha "kjáninn" þinn... misstu þig ekki í dýrðarljómanum... auðvitað var ég að grínast... Soldið ljótt... en vona að þú hafir samt húmor fyrir þessu...
Samt - til lukku með þetta....
Linda Lea Bogadóttir, 29.11.2007 kl. 16:26
já ok grínið eina ..gaman að því.. myspacesíðan mín er búinn að vera skoðuð ca 400 sinnum síðan í gær :) .. ég er poll rólegur yfir þessu enda er ég Sveitajúði frá Húnavatnssýslu og er stoltur af því ...
Gísli Torfi, 29.11.2007 kl. 19:00
Já þeir eru líka langbestir...
Trúi því vel að heimsóknir hafi aukist hjá þér... þó hún systir mín hlusti ekki á Útvart Baltimore!
Er eiginlega búin að vera með heilgert... samviskubit yfir þessum hrekk mínum við blásaklausan manninn.
Góða nótt í Húnavatnssýslu...
Linda Lea Bogadóttir, 29.11.2007 kl. 23:59
Þú ert frábær Gísli
Heiða Þórðar, 2.12.2007 kl. 01:14
Hugljúfur texti....
Heiða Þórðar, 3.12.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.