Eurovison í kvöld
23.2.2008 | 09:58
Komið Sæl og blessuð núna er runninn upp laugardagur og það er Eurovison í dag og ég er bara orðinn ágætlega spenntur fyrir kvöldinu og það verður fróðlegt að sjá hvaða flytendur munu fara til Serbíu fyrir Frónverja í maí.
Ég hallast á því að Hó Hó Hó we say Hey Hey Hey með Mersedes Band og This is my Life með Eurobandinu munu raða sér í tvö efstu sætin svo er bara að sjá hvor verður ofaná, sjálfur á ég mér uppáhaldslag í keppnini og er það með Dr.Spock Sipp Hoj Sipp Hoj er alveg þrusugott lag og Óttar Proppe er með sviðsframkomu fyrir allann peningin. En mig grunar að Eurobandið fari áfram enda er það fínasta Tecnolag svo eru þeir Gillzenegger, Gasman, Zeres 4 og stúlkan líka með svaka Scooter lag sem gæti auðveldlega kveikt í Austur Evrópu.
Palli Rós og Gospelkór Reykjavíkur er líka með fallegt lag en er kannski ekki Eurovisonlegt.
Hinn Íslenski Þursaflokkur með tónleika í kvöld í Höllini og ég er þeirra Fanclub en ætla í staðinn fyrir að fara á tónleikana að kaupa mér 5 laga diska safnið þeirra sem er víst One of a kind hér á Íslandi.
Ég varð að gera hlé hérna í 5 mín á bloggskrifum mínum því This is my life var í spilun á Rás 2 og ég varð bara að standa upp og fíla mig aðeins hér á sloppnum ( þetta er alveg hörku IbizaTecno )
Ég fór í ljósabekk í Sæluni og heitupottana í Árbæjarlaug í gær með félaga mínum og mikið svakalega er nice að fara í svona stórt baðker og spjalla um heima og geima og koma svo heim alveg endurnærður á líkama og sál því ég fór á fund einnig eftir pottana.
En í dag er það Hádegisfundur og svo Enski boltinn eftir það verður maður bara að gera sig klárann fyrir Eurovison og það er hætt við því að heimabíóið hér hjá mér verði stillt hátt og vel.
Í lokinn þá óska ég öllum konum landsins til hamingju með Konudaginn á morgun
Athugasemdir
Þú berð þig örugglega vel dansandi um á sloppnum.
.. og þú hefur farið að mínum ráðum, skellt þér í bað....reyndar frekar stórt eins og þú nefndir, en engu að síður gott ...var einmitt að hugsa um að skella mér í sól..ljós..í dag, fá smá birtu í kroppinn.
Og takk fyrir það....vildi reyndar að ég ætti von á einhverju á þessum merka degi....en reikna nú ekki með því...hehhehhe
váá hvað ég get "blaðrað"
Anna J. Óskarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:26
...og auðvitað er það Eurovision í kvöld hjá Ingunni vinkonu og dinner fyrir okkur mæðgur hlakka bara býsna til...
Anna J. Óskarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:29
Sæll félagi.Ég held að þú sért að gera frábæra hluti og er ánægður að vita að þú sért í góðum höndum og þér líði vel.Haltu áfram einn dag í einu.
Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 14:49
Góða skemmtun í kvöld.
Hver vinnur það er spurningin en ég verð þó að vera sammála þér að annað hvort verður það Merseidís bandið eða Júróbandið sem fara með sigur af hólmi. Síðan er spurning um hvort að það verði sanngjarn sigur því máttur auglýsingarinnar er mikill. Held samt að þetta séu 2 bestu lögin en er samt ekki viss því ég man ekki hvernig hin lögin hljóma né heldur yfirleitt neitt um þau.
Fjóla Æ., 23.2.2008 kl. 15:25
Þar sem úrsliti eru ráðinn ,getur maður ekkert spáð í hver fer heldur stendur maður með landanum og er bara sáttur ,var nú ekkert að fylgjast með fyrr en eftir klukkutíima þátt ,vega ræktunar á sál og líkama ,er líka með pott eða stórt baðkar þar sem við getum rætt um allt og ekkert. Vill benda þér á síðu sem vert er að skoða gúglaðu "hlaupabókinn" og kíktu á.Kær kveðja vinur
Þ Þorsteinsson, 24.2.2008 kl. 01:18
já og til hamingju með sigurinn í gær
Þ Þorsteinsson, 24.2.2008 kl. 01:19
Noh bara 6 comment það er ánægjulegt og ég þakka fyrir Góðar kveðjur Guðjón ég kann að meta það.... og já Anna baðið er gott og ég kíkji á síðuna frændi.. sammála þér Fjóla að mátturinn er sterkur :)......
en ég skellti mér á Þurrsaflokkinn í kvöld frekar óvænt var boðinn á þá á síðustu stund og þeir voru yfirburðar..þvílíkir snillingar þessir menn. já grunaði ekki gvend eurobandið áfram ..það er bara flott... en ég er hættur að gera væntingar fyrir 'islandshönd..best að leyfa hlutunum að ráðast.
Gísli Torfi, 24.2.2008 kl. 02:13
Bara að segja hæ :))))
Ester Júlía, 25.2.2008 kl. 08:22
hlaupadagbókin var það nú víst.
Þ Þorsteinsson, 25.2.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.