Fyrirsögn
28.2.2008 | 06:46
Jæja þá er best að setja smá blek hér niður... Ég hef átt bara þessa fínu daga í fríinu mínu og verið duglegur að gera mitt prógram eins og maðurinn sagði. síðan á föstudag hef ég farið á ca 10 AA fundi og nokkrar samkomur og það er ekki tilviljun að AA er með Einingu,Bati og Þjónusta sem sitt þríhyrnda logo.
Ég fór á stórbrotna tónleika með Þursaflokkinum á Laugardag í Höllini en það var svona frekar óvænt að ég skellti mér en málið er að einn góður vinur minn bauð mér á þessa tónleika og ég er ekki frá því að þetta séu einhverjir bestu tónleikar sem ég hef farið á og hef ég farið á þá nokkra, Egill Ólafsson verður bara betri og betri og þarna var hann svo sannarlega á heimavelli blessaður kallinn.
Eurobandið komið áfram og fer allaleið í friðarlandið Serbíu þar sem mannréttindi eru víst ekki alveg að gera sig, spurning hvort við fáum ekki lífverði Silvíu Nætur til að fara með hópnum.
Svo hef ég verið að vona að íslensku sjómennirnir fái nú að veiða loðnuna sem er útí um allt hér.
Tottenham Deildarbikarmeistari og Steini mágur náttúrulega Happy með það
Hef fengið nýtt áhugamál en það er að stunda Heitupottana í bænum og synda 400m Bringusund sirka 3 í viku.
Athugasemdir
Sæll félagi.Frábær að heira að þér gangi svona vel þú átt það skilið.Mundu einn dag í einu
Guðjón H Finnbogason, 28.2.2008 kl. 13:47
Haltu bara áfram á sömu braut því þú uppskerð það sem þú sáir til.
Fjóla Æ., 29.2.2008 kl. 10:27
Passaðu funda öfgarnar,ekki viljum við þig fullann
Eysteinn Skarphéðinsson, 29.2.2008 kl. 13:30
Var nú að vona að þeir létu blessuðu loðnuna í friði svo jafnvægi kæmist á lífríkið í sjónum, en maður fær ekki allt sem maður vill og verður að lifa með því og gera gott úr öllu líka ákvöðrunum ráðherrans,mun þó taka þennan eina sanna herra og lofa hann þó hans hlutverks sé ekki að stjórna loðnuveiðum.
Þú ert öflugur og verður það líka á morgun ..........svo kíkir maður á bandið hans bubba í kvöld,,,,,,,,,,,,,,,,,,aríos.
Þ Þorsteinsson, 29.2.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.