voðalega eru margir Steinar í pistlinum mínum :)
10.3.2008 | 10:21
Jæja helgin að baki og mánudagur upprisinn ég hef verið að sýsla þetta vanarlega síðustu daga.. á föstudaginn fór ég á víglsuathöfn í nýja húsnæðinu hjá kærleikanum í skeifuni og komu hátt í 350 manns þangað inn og var mikill stemming, sannarlega frábært framtak þar á bæ hjá þeim mönnum sem eru í forsvari fyrir því eftir að samkomuni lauk skrapp ég á AA fund.
Á laugardeginum vaknaði ég snemma og fór svo á AA fund í hádeginu og skrapp svo eftir að hafa horft á Liverpool rústa Newcastle 3-0 ( fékk einnig hringinu frá Anfield en Steini mágur var á leiknum ) til Keflavíkur á samkomu og kveðjustund í leiðini hjá honum Gunnari vini mínum og var þar troðfullt útúr dyrum og eftir það fór ég á AA fund og var kominn heim til Reykjavíkur eitthvað eftir miðnætti og var sáttur og þreyttur eftir góðann dag.
Sunnudagurinn var tekinn snemma einnig og ég fór í hádegismat uppá Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal til hans Binna Kokks í góða steik og aðrar dásemdir. alltaf gaman að koma á meðferðarstöðina sína gömlu og fá svona anda yfir sig. skrapp í kringluna með félaga mínum en þessi félagi minn fór með mér eða ég honum á alla þessa viðburði um helgina sem ég hef verið að skrifa hér. í kringluni voru við Steini félagi örugglega einu Íslendingarnir á ferli tja kannski ekki alveg en svona í miklum minnihluta. Seinnipartinn kom Una systir og Alexandra í heimsókn og fengu kaffi og kökur og hlustuðum við á BEE GEES LIVE from New York alveg svakalega góður diskur, alltaf þegar ég heyri í þeim þá minnir það mig á Torfa frænda en hann hlustaði mikið á þá í denn.
Heyrði í mágkonu minni í Luxenborg um helgina og það er bara kalt þarna niðurfrá +3 stiga hiti á sama tíma og það var +9 gráður hér. en aðvísu er ekki alveg að marka þetta sökum loftslags og þarna niðurfrá er enginn sjávarvindur og svoeliðis dót en þau brósi og litli prins hafa það voða gott þarna úti. um kvöldið á Sunnudag fór ég svo á samkomu hjá UNG og fór svo bara sáttur við menn og mýs að sofa í gærkveldi.
Steini frændi búinn að setja gríðarpressu á mig með að fara að ætla að margfalda einhverjum aldri við þessi hlaup sem ég náttúrulega tek ekkert mark á en það er gott að hafa markmið og markmiðið mitt er nú ennþá einhverstaðar uppá Hellisheiði og er alveg að fara að detta inní hús.. ég er nú svo ýktur stundum að þegar ég dett í gírinn þá þarf frændi að fara að girða sig í brók
En eigið þið góða viku og ég er að byrja svo á miðvikdagskvöld í vikutörnini minni á Hótelinu og dett svo í frí á miðvikudaeginum fyrir skírdag í viku frí ..gott að vera í fríi um páskana.
kv G
Athugasemdir
Vantar bara Steina Skarphss
Eysteinn Skarphéðinsson, 14.3.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.