Samhjálp
17.3.2008 | 06:27
Jæja þá er helgin liðinn og var hún bara hin ágætasta. fyrir utan að vinna alla helgina þá skrapp ég á Árshátíð Samhjálpar á laugardagskvöldið og skemmti mér vel, þar var gúffað í sig 6 réttuð máltíð og troðið í sig ís á eftir, skemmtiatriði voru á heimsvísu en fram komu Örn Árnason og Óskar Pétursson,Guðrún Gunnars og Valgeir Skagfjörð og hljómsveitin RASP lék nokkra slagara en lagið pretty women var tekið snilldartökum af þessari úrvalssveit. Páll Magnússon útvarpsstjóri var heiðursgestur ásamt konu sinni. en þess ber að geta að í leiðini var verið að halda uppá 35 ára afmæli Samhjálpar og vígja húsið sem Vörður Leavý Traustason Hirðir Hvítasunnukirkjunar á Íslandi gerði.
Ég fór í Fíladelfíukirkjuna mína í dag og sá þar nokkra taka skírn og Heiðar forstöðumaður Samhjálpar predikaði af stakri prýði og einurð orðið. ( ekki laust við að flestir muni muna þessa ræðu í nokkurn tíma )
Eigið þið góða vinnuviku. sem er aðvísu fremur stutt hjá flestum.
setti inn myndir hér frá Árshátíðini ( í myndaalbúmi Mars2008
( aðsjálfsögðu fór kallinn í Bleiku skyrtuna )
Athugasemdir
Ég sé að ég á þó nokkuð af vinum þarna.
Guðjón H Finnbogason, 17.3.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.