Ólafur Indriði Stef. magnaður leikmaður.
26.8.2008 | 12:52
Langaði bara að rifja aðeins upp árangur hjá þessum magnaða fyrirliða okkar í Landsliðinu í Handbolta.
Afrek með félagsliðum
- Íslandsmeistari 1992-1993, 1993-1994, 1994-1995.
- Meistari í Þýsku Úrvalsdeildinni 2001-2002.
- Meistari í Spænsku Úrvalsdeildinni 2003-2004. 2007-2008
- Bikarmeistari með Ciudad Real 2003-2004, 2004-2005, 2005-2006, 2006-2007.2007-2008
- Meistari í Meistaradeild Evrópu 2001-2002, 2005-2006. 2007-2008
Afrek með landsliðum
Árangur liðs
- 5. sætið á Heimsmeistaramótinu 1997
- 11. sætið á Evrópumeistaramótinu 1999
- 4. sætið á Evrópumeistaramótinu 2002
- 7. sætið á Heimsmeistaramótinu 2003
- 9. sætið á Ólympíuleikunum 2004
- 15. sætið á Heimsmeistaramótinu 2005
- 2. sætið á Ólympíuleikunum 2008
Einstaklingsafrek Ólafs
- Á HM 2001 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga með 32 mörk.
- Á EM 2002 var Ólafur markahæsti leikmaður mótsins með 58 mörk.
- Á HM 2003 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
- Á EM 2004 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
- Á ÓL 2004 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
- Á HM 2005 var Ólafur markahæstur Íslendinga og bar fyrirliðabandið sem hann tók við af Degi Sigurðssyni.
- Á ÓL 2008 átti Ólafur flestar stoðsendingar mótsins eða 38 alls.
Verðlaun og viðurkenningar
- Íþróttamaður Ársins 2002, 2003.
- Markahæsti leikmaðurinn á Evrópumeistaramótinu 2002.
- Markahæsti leikmaðurinn í sögu Magdeburg.
- Markahæsti leikmaðurinn hjá Ciudad Real 2003-2004.
- Valinn í Úrvalslið Evrópumeistaramótsins 2002.
- Valinn í Úrvalslið Ólympíuleikanna 2004.
- Valinn í Úrvalslið Ólympíuleikanna 2008.
- Markahæsti leikmaður Meistaradeildarinar 2008
Minnir einnig að hann hafi verið kosinn besti leikmaður Þýskalands að minnsta kosti 2 sinnum.
svo vantar örugglega alveg hellings meira
svo á morgun fær hann Stórriddarakrossinn
er búinn að fá Fálkaorðuna fyrir hvað 2 árum.
Athugasemdir
Ekki vissi ég að hann ætti svona margar netalíur en vá þvílíkur íþróttarmaður alveg einstakur í sinni röð.
ekki séns að við mössum þetta Gísli :(
Þ Þorsteinsson, 26.8.2008 kl. 16:53
Nei enda er þetta Mesti afreksmaður í íþróttasögu okkar Íslendinga.
Gæinn vann Meistaradeildina fyrir Ciudad Real í vor algjörlega uppá sitt einsdæmi " setti 12 í seinni úrslitaleiknum" Bara rugl.
Gísli Torfi, 26.8.2008 kl. 18:15
Einlægur aðdándi heyri/les ég, enda Ólafur flottur !
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:04
Duglegur strákurinn
Hulla Dan, 27.8.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.