Amma Dreki

Hvað í Hansínu Þvermóskudóttur  skjaldbökusala var í gangi á Laugardalsvelli í dag.

  • Sá þessa sjónmengun í 90 + 2 og er þetta án efa einhver Grútleiðinlegasti Bikarúrslitaleikur sögunar og réðust svo úrslit í takt við leikinn " slysalegt mark á 87min"

 

  • Fallegsti leikmaður vallarins svo tekinn útaf á 71 min " auðvitað er það Davíð Rúnarsson"

 

  • Dagarnir síðastliðnu hafa verið með ágætum, ég fór á afmælisfögnuð SÁÁ í háskólabíó á miðvikudagskvöldið og horfði á TÓTA TYRFINGS OG GEIR HAARDE FLYTJA RÆÐUR  ásamt því að landskunnir snillingar stigu á svið og þöndu barkann.

 

  • Jón Gnarr var kynnir á afmælisfögnuðinum og fór maðurinn á kostum.

 

  • Ég er búinn að mála íbúðina hér á höfðanum og er hún eins og Mjallhvít núna.

 

  • Keypti mér drekablóm í gær í Blómavali og er áætlunin að það lifi út árið " annað er bónus" ef einhver þekkir til blóma þá væri gríðarlega hressandi að fá nokkur tips um hverning maður fer að því að halda því eggjandi og hressu 

 

  • Ég er búinn að gefa blóminu nafn og heitir það " Amma Dreki"

 

  • Hér á höfðanum var svo mikill stemming í gær þegar verkefna hópfélgar mínir frá Bifröst komu í heimsókn og vorum við að grúska í verkefnum fram eftir kveldi.

 

  • Í kvöld er áætlunin að fara á hið árlega Kótilettukvöld hjá Samhjálp og verður mikið um dýrðir eins og venjulega og er veislustjóri sjálfur Árni Johnsen Eyjapeyi.

 Eigið góða helgi .

 Nýtt í Bíó

ATT00001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Mæli með drykk handa Ömmu Dreka  "vatn" verður þó að vera í hófi en passa það þó að láta það ekki ofþorna,en aðal málið er að Vera ekki gleyminn svo vanræksla veri ekki á ömm dreka

þú mátt ekki heldur ofdreka hana ,fáðu þér frekar fleiri  blóm.

nafnið hljómar þannig að hún þurfi ekki mikla vökvun .

Heyrðu annars gleymdu þessum ráðleggingum

Þ Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Gísli Torfi

Já sææææl frændi.. " ég er öllu nær "

Gísli Torfi, 5.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband