smá vv með kaffinu

Er búinn að vera að skoða Námsframboð síðustu daga og er óhætt að segja að það er af nægju að taka..  Sérstaklega og mjög eðlilega er heill hafsjór af dóti sem hægt er að læra ef maður skakk lappast út fyrir landsteinana og fer í Víking í nokkur ár.

Persónulega væri gaman að gera eitthvað nýtt og sniðugt og fara í nám útí löndum, held að það myndi varla skipta miklu máli hvaða land maður myndi velja því á annsi mörgum stöðum er námið á ensku og því þarf maður ekki að læra tungumál viðkomandi lands í einum grænum hvelli. Annsi margir sem ég þekki hafa farið út og ekki ein sála hefur sagt að það " suck-i" þannig að það er jákvætt.....

 Finnst eins og maður hafi þokkalega gott af því að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt, enda alveg kjörið því  kallinn er single og barnlaus. En þetta eru nú allt vangaveltur, finnst eins og það ætli allir að verða Hagfræðingar í dag til að bjarga landinu. Viðskiptafræðingarnir eru orðnir of margir og nú þarf nánast Háskólamenntaðann Viðskiptafræðing til að vinna í Bónus " hvað 15000 atvinnulausir " eða hvað

 Vona að áður en námi mínu við Frumgreinadeildina á Bifröst líkur þá verði ég búinn að ákveða mig hvað mig langar að gera.

Finnst bara magnað að vera í þeirri stöðu að vera ekki uppá aðra komna og geta ráðið mér að vild sem og að þurfa ekki að leyta og leyta og leyta eftir einhverri fyllingu í lífið sem ég hef ekki hugmynd um. Alltof margir sem ég þekki sem notaben eru ekki á góðum stað og eiga eftir að taka til hjá sér en sjá ekki yfir fjallið fyrir áhyggjum og eru fastir í sömu sporunum  eru alltaf að leyta að þessari fyllingu " ná sér í maka,dót,hús,bíl eða eitthvað að þessu " og halda að ef það nær í það þá lagast allt.... ég er svo blessunarlega laus við þetta " ég var þarna allveg áður" ég tók mig taki og gerði upp það sem ég þurfti að gera upp og reyni eftir bestu getu og með hjálp að leytast við að vera heiðarlegur og ábyrgur í því sem ég geri dagsdaglega án þess að þurfa að fá mér eitthvað til að sljógva mig . Finnst annsi sorglegt að horfa uppá marga vini mína vera í þeirri stöðu að finnast það í lagi að vera í þeirri stöðu " málið er að þeim finnst það kannski ekki alveg í lagi" en fólkið gerir bara ekkert í því vegna þess að það heldur að það geti sjálft leyst ráðgátu lífsins og ég get nánast slegið því föstu að " því miður þá er það kolrangt" Það sem nærir mig og gefur mér lífsfyllingu er Guð, fjölskylda mín ,vinir, vinir mínir í AA og vinir mínir í kirkjuni og svo á ég tvær æðislegar vinkonur sem eru nánast svona eins og systur mínar. " þær eiga það sameiginlegt að þeim þykir rosalega gaman að fara í bað"   Þið öll hin sem eruð glöð og að gera góða hluti " frábært keep going"

Draumaborgin mín til að fara í nám  væri Barcelona eða Rom :) .. ég myndi alveg fíla það.

Annars er árið bara búið að vera ágætt.. er alltaf að vinna úr gömlum tilfinningum sem poppa upp annað slagið " það verður bara frábært þegar maður er búinn að losna við það endanlega" ég veit að það mun gerast " fyrir mér er það stórt atriði að hugsa bara hlýlega til þessara tilfinninga og geyma það besta og lifa í kærleiksandanum"  Að sjá alltaf það jákvæða í öllu og dvelja í jákvæðum hugsunum er svo mikilvægt, þar fæ ég kraftinn til að vinna úr öllu því sem mér finnst erfitt og vekur mér ótta. Það er akkúrart enginn gefandi orka í neikvæðum hugsunum það eina sem hún gerir er að taka frá manni orku.

Svo kemur að því 25.febrúar " Wizard" já það verður góður dagur.

 Hugsið vel um prinsessunar ykkar á morgun strákar.

ps Njála er sehr godt

Nett kort

6dwhnb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

þú rokkar

Heiða Þórðar, 21.2.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Sæll frændi,

gott og innihaldsríkt blogg :)

gangi þér allt í haginn minn kæri.

p.s. á að fara slá köttinn úr tunnunni  á miðvikudaginn 

Þ Þorsteinsson, 22.2.2009 kl. 00:43

3 identicon

Smá ath...

Skólarnir á spáni eru ekki hátt skrifaðir...

kitty (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Gísli Torfi

Takk fyrir innlegginn... Tja þá er bara sólin hátt skrifuð á Spáni :) ....

Nei ætli það frændi....

Gísli Torfi, 22.2.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband