Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ég er orðinn Celep í Baltimore

Vó kallinn bara orðinn frægur í Baltimore..fékk hringingu í gær í vinnuni frá Útvarpsstöð í Baltimore.....http://www.98online.com/............þeir Theo og Joe sem stjórna þáttinum voru þarna að tala við mig í 10 mín um Ísland því það var kosið besta land í heimi og hringdu í hótelið og þannig fór það af stað ég og félagi minn hlustuðum svo á þá í 4 tíma og nafnið Gisli Torfi kom svona 100 sinnum fyrir í þættinum og svo eitthvað meira sem ég sendi á þá frá myspace ..algjörlega drepfyndið að lenda í þessu og þeir voru að dásema Ísland og skíta út Noreg sem var nr 2 hehe... nú þannig að kallinn er orðin smá Celep þarna í Baltimore hehe og þeir ætla að hringja í kallinn aftur í kvöld ..þannig að lesendur góðir um að gera að fara á vefinn... þeir eru frá 19-24 sem þýðir 24-04 á íslenskum tíma... það var alveg drepfyndið að hlusta á þátt frá USA og nafnið manns þarna ómandi í 4 tíma og eh kvót eftir kallinn og ég veit ekki hvað.. svona eiga næturvaktirnar að vera..... kv G

2 Góðir í morgunsárið

Hef ekki áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta hafi í raun gerst í Hagkaupum, hehehe. 

Mjög hávær, óaðlaðandi (ljót og feit) og hreinlega brussuleg kona kom inn í
Hagkaup einn daginn með börnin sín tvö, dró þau sitt í hvorri hönd,
skammaðist í þeim og var hin versta um leið og hún gekk inn ganginn.
Strákur í kerrunum sá hana og heilsaði: “Góðan daginn frú og velkomin í
Hagkaup. En yndisleg börn sem þú átt. Eru þetta tvíburar?”

Forljóta konan hætti að öskra á börnin og sagði við strákinn: ” Held nú
síður. Sá eldri er 9 ára og hitt er að verða 7. Hvers vegna í fjandanum
heldurðu það. Ertu blindur eða bara svona heimskur!?”

“Ég er nú hvorugt, frú mín.”  Segir strákurinn.  ”  Ég get bara ekki
ímyndað mér að þú hafir fengið að sofa hjá tvisvar sinnum!!  Hafðu það gott í dag
og takk fyrir að versla í Hagkaup”
  

OG      

Þessi brandari er frekar nasty en samt nokkuð fyndinn… 

Eiginmaðurinn segir við konuna sína:

“Ég þori að veðja að þú getur ekki sagt eitthvað við mig sem bæði gerir mig
glaðan og dapran, í sömu setningunni.”

Konan hugsar sig um svolitla stund og segir svo:

“Þú ert með stærra typpi en bróðir þinn”.


Saturday = Scoccer

gilli litliÞá er vaktin búinn á Hótelinu mínu og ég að fara að lúlla þegar aðrir eru að vakna

það er hin besta skemmtun að vinna á Hótelinu mínu og skemmtilegt fólk og maður á það til að tala íslensku endrum og sinnum enda flestir gestir útlenskir.. gæti nú talað um nokkra skemmtilega hluti sem gerst á næturvaktini en það er best að vera ekkert að koma því á netið...

En þessi fíni Laugardagur sem tók á móti mér þegar ég var á leið heim 

Enski boltinn byrjar aftur að rúlla eftir 12 daga hlé    

Newcastle - Liverpool í hádeginu að ég held og ég vona bara að mínir menn LFC taki þetta 0-2 og góð 3 stig í hús..erfiður völlur St.James og LFC þarf að sýna toppleik...

Ég er vanur að fara yfir blogginn á nóttuni núna og skemmti mér vel yfir að lesa þau..

Eigið þið góðann dag og sjúgið allt það jákvæða inní ykkur og plásið því neikvæða frá ykkur ...

Mbk G


Er lífið próf eða Orrusta

Á einu uppáhalds veggspjaldinu mínu stendur " Lífið er próf Bara próf. Ef það væri í alvöru líf hefðiru fengið leiðbeiningar um hvert þú ættir að fara og hvað þú ættir að gera." Alltaf þegar ég hugsa til þessarar skondnu speki man ég eftir því að taka ekki lífinu of alvarlega.

Ef maður lítur á lífið og áskoranir þess sem próf eða runu af prófum fer maður að hugsa um öll sín viðfangsefni sem möguleika á að styrkjast, tækifæri til að læra af mistökum. Hvort sem vandmálin hrannast upp, ábyrgðin eykst eða óyfirstíganlegar hindranir eru settar í veg fyirr mann er alltaf hægt að ná árangri og yfirstíga allt sem stendur í vegi, ef litið er á lífið sem próf.

Ef maður aftur á móti lítur á hvert viðfangsefni sem lykilorrustu sem lífsnauðsynlegt er að vinna, er viðbúið að erfið leið sé fyrir höndum. Þegar þannig stendur á getur maður ekki orðið ánægður nema allt gangi fullkomlega að óskum. Og við vitum öll hve oft það gerist.

Hver er útkoman úr Haustannar prófum ykkar í námi lífsins.. "Lífið 24/7 "Police

megi góður Guð blessa ykkur


Mánudagur

Já já jájá uohhhh óóó Sendu nú Gullvagninn að sækja miiiiiiiig... þetta lag er snilldin eina og hefur hljómað í höllini minni óspart alla helgina í flutningi Bó og Sinfó, þessi CD/DVD er gjörsamlega löðrandi lokkandi lagasafn af Rytma og melódíu...

Annars var bara helgin fín ég fór út að borða á laugardaginn og eftir það að vinna á Grand Rokk þar sem Ljótu Hálfvitanir voru með Gigg og þetta eru snillingar,getur verið annsi skrautlegt oft að vera í dyrunum á GR í þessu lögregluríki hafa menn orðið svolítið óöryggir hvað þeir mega gera og ekki gera ,kom þarna maður inn á besta aldri og svona hálf tankaður af mjöð og þegar hann er rétt kominn inn segir hann við mig " er í lagi að fara fyrst á klósettið og svo á barinn" ég sagði nú við blessaða manninn að hann þyrfti nú ekkert spes leyfi til að fara á klósettið :) var nú hugsað til þess hvort maðurinn hafi nokkuð verið að koma úr fangabúðum eða eitthvað það þarf nefnilega leyfi á svoleiðis stöðum  til að pissa eða skipta um skoðun að ég held .. en gaman af þessu...

Ég fór í mína kirkju á Sunnudaginn og kíkti svo á 220 manna partý í hylnum þar sem menn voru í þvílíkum anda eftir af hafa verið í Fljótshlíð að hitta föðurinn og menn komu klifjaðir í gulli til baka sem er bara yndilegt og frábært til að vita að margir hafi fengið staðfestingu í hjarta sitt..

Ég náði svo í 3 miða á Jólatónleika Fíladelfíu en það er uppselt á alla 5 tónleikana ...já og svo er ég að fara að byrja að vinna á Hótel Centrum í 101 Reykjavík sem er bara gaman :)

 


Biggi á eftir að klára þetta með stæl

Flott hjá Bigga Leif hann er að spila vel þessa dagana og vona ég svo innilega að hann klári mótið með Glæsibrag...

Einnig það að Heiðar Davíð bróðir minn er að fara að flytja til Luxenburg í janúar til að spila og æfa golf og þá væri gott að hafa Bigga Leif við hliðina á sér nýbúinn að tryggja sér áframhaldandi þáttókurétt á meðal þeirra bestu..

Ekkert nema jákvætt og uppörvandi fyrir alla íslenska kylfinga...

Koma svo Biggi...


mbl.is Birgir: „Síðari 9 holurnar voru erfiðar í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kominn með Hollywood samning

gisli southpark   

Þetta er Gísli Torfanovs í South Park kem í næstu þáttaröð sem verður sýnd á NBC stöðini í febrúar 2008


Hugleiðingar á Miðvukudegi

Jæja nú sit hér í sófanum mínum og hlusta á Björgvin og sinfó í græjunum og það er alveg magnað hvað textarnir í lögunum stuða mann stundum mér finnst Bó og sinfó yndilegur diskur og ekki leiðinlegt að það er DVD líka í hulstrinu en nóg um það nú ætla ég að tala um draumadísina mína sem er ófundin og leynist einhverstaðar á jarðkringluni nema að örlög mín séu að verða 49 ára pipar karlmaður sem safni þjóðbúningardúkkum og horfi á allt í drasli í frístundum.. Ég reyni eftir fremsta megni að elska alla eins og þeir eru og koma fram við alla á sama hátt, ég vil helst ekki koma fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig.( ef ske kynni að aðrir komi leiðinlega fram við mig ) reiði,öfund,sársauki,hatur og öll þessi flóra af mannlegum breyskleika sem er of mikið af í veröldini hryggir mig og ég er hvern dag að gera mitt besta til að lifa daginn í dag án þess að finna fyrir þeim breyskleikum sem vissulega býr innra með mér og öllum en ég hef áður sagt það hér að ég á val á hverjum degi og ég iðrast daglega en að iðrast fyrir mér er að leitast eftir að gera það sem er rétt hverju sinni og láta af því sem er rangt, mér tekst það oft en á það líka til að mistakast enda er ég ekki fullkominn, en bíddu við var ég ekki að fara að tala um draumadísina humm..það er spurning að ég láti draumadísina bíða þangað til að næst..

En hér eru 2 konur sem eru svona full stórar og svakalegar fyrir mig sem ég ætla að leyfa ykkur að skoða.... eflaust eru þetta hjartahlýjar manneskjur en kannski ekki mjög mömmulegar.. eða hvað !body_builder_babes_009body_builder_babes_005


Er að spá í að fá mér Gæludýr

.c_documents_and_settings_gisli_torfi_my_documents_zhivotnie2_003.jpg Hvaða Dúddi er þetta segi ég nú bara...

 

 

zhivotnie2_020 Hvaðan ertu þú kauði

 

 

zhivotnie2_004 Nákvæmlega Vertu bara stilltur kallinn minn.


Til hamingju Una mín

Jæja Nú á hún elskulega systir mín afmæli í dag og er þessa stundina með familyjuni í Florida í fríi ..til lukku með daginn Una Marsibil mín.. Ég er farinn að sofa frekar snemma þessa dagana kominn í rúmið fyrir klukkan 22:00 og vakna eins og James heitinn Brown núna alveg sjoðandi hress og káttur fyrir allar aldir og því ber  að fagna með flugeldum og Karlakór .. ekkert jafnast á við að bjóða daginn velkominn í kyrrð og rólegheitum held líka að maður lifi örlítið lengur á ellistyrknum þegar að því kemur ekkert neitt óþarfa stress og allt að gerast í einum kviss bang búmm eins og maður á stundum kyn til ... Fór á rölt niður á sloppnum með nýlagað kaffið að ná í moggann minn en hann var ekki kominn er þetta ekki MORGUNblað jæja það er rigning úti og blaðberinn hlýtur bara að vera að kúrandi undir sæng ..

Mér finnst alltaf vinur minn hann Jesú alltaf svo nákvæmur en ég var að horfa út um gluggann og var að þakka vini mínum fyrir þennann yndislega rigninga dag og ákvað þá að draga í orði Guðs sem er svona smá kassi með spjöldum með orði Guðs í og ég dreg á hverjum degi og í dag dróg ég.

Þakkið Drottni, því að hann er góður.því að miskunn hans varir að eiílfu. sálm.107:1

Er Guð ekki góður ..hann er bestur.

eigið þið eins góðann dag og þið einsetjið ykkur að eiga.. Smile

G


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband