Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Undanúrslit í 3.deild karla í Knattspyrnu

Laugardaginn 1.sept munu mínir menn í Hvöt mæta Gróttu á nesinu kl.14:00 og vona ég að sem flestir Blönduósingar hér á Höfuðborgarsvæðinu mæti á leikinn og styðji Hvatarmenn í leiknum. Ég fyrir mitt leiti mun mæta á svæðið til að styðja og samgleðjast Hvatarmönnum  með árangurinn í gær þegar þeir komust uppúr deildini í mögnuðum leik á móti Huginn Seyðisfirði... Ég þjálfaði yngri flokka Gróttu eitt sumar svo að þetta verður skemmtilegt fyri mig að sjá leikinn og kanna hvort maður þekki einhvern í Gróttu liðinu en það væri óneitanlega gaman að komast í úrslitaleikinn og óskamótherjar þar eru Víðir í Garði, það væri ekki leiðinlegt að fá Garðinn á móti Blönduósi í 90 mín. leik um dolluna  þar sem að ég er nú ættaður úr Garðinum. Annars er það að frétta að ég er bara á fullu í skólanum að læra og er það alveg full vinna. kv GTG

Risinn er vaknaður HVÖT í 2.deild

Ég vil byrja á því að óska mínum mönnum í Hvöt innilega til hamingju með árangurinn,komnir í 2 deild eftir mörg ár í 3.deild og hefur oft munað litlu að félagið hafi komist upp . Hvöt er langstigahæsta lið 3.deildar frá upphafi og er vel að því komið að fara loksins upp um deild .. Að öðrum ólöstuðum þá á formaðurinn Vignir Björnsson a.k.a. Rambó virkilega stórann þátt í þessum árangri og vil ég hér með óska honum sérstaklega til hamingju með að sjá loks árangurinn verða að veruleika eftir alla hans vinnu síðustu ár .. Stjórn Hvatar, leikmenn og stuðningslið félagsins óska ég innilega til hamingju með árangurinn og sérstaklega þótti mér gaman af að heyra að Ásgeir Örn a.k.a Taribo Eagle hafi sett eitt kvikindi í leiknum, Hamraði tuðruna í netmöskvana ..Glæsilegt Glæsilegt .. síðan vil ég einnig óska Hamarsmönnum til hamingju með að vera komnir í fyrsta sinn upp í 2.deild sem og Víðismönnum þar sem ég er nú ættaður úr Garðinum svo vægt sé til orða tekið þá er ég hér að fagna tvöföldum sigri ...  læt þetta nægja í bili .. ps ekki leiðinlegt að LFC sturtaði þessu Toulosse liði niður í eh rotþró 4-0 .. Glæsilegur dagur.
mbl.is Hamar, Hvöt og Víðir upp í 2. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fréttir af Höfðanum

Ágætu gestir og aðrir velunnarar þá er komið að bloggi númer 2 og er það vel.. Skólinn fer bara vel af stað og þetta leggst mjög vel í mig enda ekkert nema snillingar í bekknum og við komum víða að erum meira segja með vestfirðinga í bekknum þeir eru svona eins og fólkið frá raufarhöfn eintómir snillingar upp til hópa... kallinn er yfirleitt búinn um 14:00 í skólanum en það er bara byrjunin svo er það heimalærdómur og ég er svona að skipuleggja mig þessa dagana enda veitir ekki af að vera vel agaður í þessu öllu saman, yfirleitt finnst mér best að vera með þétta og góða dagskrá út daginn svo ég plummi mig sem best.. Er að fara að kaupa mér kort í ræktini fljótlega enda verður maður að rækta líkamann til að geta haft fulla orku yfir daginn og ekki má gleyma að taka Lýsið á morgnana..Ég er orðinn löggiltur öryrki kominn á Námslán og frítt í strætó .. En það besta er að ég er 2min og 30 sek  í skólann samkvæmt síðustu mælingu ekki slæmt það eiginlega bara algjör Glæsibær.. Svo er það að frétta að ScumCester United sem er með 2 stig og í 16 sæti í deildini fékk ósk sína uppfyllta í dag. Heinze fær ekki að fara til 5 falda Evrópumeistara Liverpool vegna þess að The Old Fart Fergie vildi ekki selja hann til tilvonandi Englandsmeistara LFC var með einhvern skeinipappír um að Gabriel mætti bara fara til útlanda ef einhver myndi bjóða 6.8 kúlur í drenginn ..spurning hvort Þróttur kaupi hann bara ekki aldrei að vita :) en nóg í bili mun á næstu dögum fara svo að blogga um fréttaskot á mbl hér svona til að vera keppnis-bloggari..

Auf Viddersen GTG


1. í BLOGGI

Góðann daginn og já þá er maður kominn í heim bloggarans..jákvætt þannig að það er best að sansa eitthvað á blað hér svona í tilefni af þessum fyrsta degi  í bloggi.. ef það myndi nú einhver ráfa hér inn fyrir tilviljun þá má sá leikmaður ef hann veit segja mér hver kom með þetta orð BLOGG... en já þar sem að ég er nú gamall sjóari og tiltölulega nýskapaður í kristi þá fannst mér fréttin í gær um LOGOS skipið skemmtilegt ekki það að ég hafi nú ekki vitað að skipið væri að koma vissi það nú fyrir nokkrum vikum en það er pottþétt að ég kíkji um borð og kíkji á bæði skipið og bækur og líklega mun ég skiptast á orðum við einhvern ... en já er bara vaknaður frekar snemma í dag og búinn að vera hálf slappur undanfarið held að það sé útaf öllum þessum ferðalögum sem ég hef farið í sl mánuð en ég hef nánast búið í tjaldi allar helgar fyrir utan viku á Kanarí en ég flaug til Fuerteventura og baðaði mig í sólini þar og sandi en heitasti dagurinn þar var um 49 gráður og var það annsi heitt ég hef nú aðvísu farið í 52 gráður árið 2005 í Túnis .. það er bara þægilegt og kósý maður svitnar smá og verður aðeins dasaður og ef maður er of lengi í hitanum þá á maður til að tala tungum.. Sá Manchester gera jafntefli í gær sem er svo sem ágætt fyrir mína menn í Liverpool svo framarlega sem að þeir haldi sjó og vinni sína vinnu og fara að hala inn sigrum í deildini í ágúst eitthvað sem hefur vantað sl ár hjá þeim en Manchester virkuðu mjög beittir og þeir geta kennt sjálfum sér fyrir að landa ekki sigri í gær þeir eru með alveg svakalega hraða sókn með Nani,Ronaldo,Teves og svo Rooney (þegar hann snýr aftur )sem helstu menn þeir virkuðu sterkir og þetta verður skemmtilegur vetur og ég er spenntur að sjá hvað mínir menn gera á móti Chelsea á sunnudag ..Voronin setti hörku hamar í Samúel á móti Toulous eða hvað þeir heita ánægður með Taglið og Gíraffinn var seigur líka ( Chrouch ) en svo er það bara nýnemadagur á morgun í HR en ég er á leið í frumgreinadeild þar fer á 2 önn og er bara spenntur og fullur tilhlökkunar fyrir að far aí skóla aftur eftir hvað 14 ára aðskilnað við skolatöskuna ..en þetta er gott í bili ... Guð Blessi ykkur og eigið góðann dag.ps Þróttur komnir á toppinn og Hvöt einnig ..svona á þetta að vera ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband