Bingó Bjössi

Það fyrsta sem ég sagði þegar ég vaknaði í dag var "Bingó Bjössi"  þvílíkt og annað eins hvað er í gangi í hausnum á mér nú á föstudegi.. man nú reyndar eitthvað eftir þessum þáttum þegar ég fer að rifja upp afhverju í þessum hafsjó af furðuleg heitum í hausnum á mér Bingó Bjössi poppaði upp..man td. að nafnið var komið frá Blönduósi en það var einhver skepna sem vann í nafnakeppni á þáttinn sem Yngvi Hrafn stýrði :) en nóg af Bingó Bjössa ..

í dag ætla ég að vera Hress eins og Eldfjall og ekki annað hægt eftir að hafa fengið sér Gevalia kaffið mitt og fengið mér hressa hleðslu af vítamínum og þeirri vitneskju frá mbl að Britney Spears er kominn með Tímamóta-CD sem er sagður sá besti frá Upphafi Byggða. Ekki annað hægt en að vera kátur með það og láta limina dansa eftir furðulegu-jákvæðu-mjög svo Húmorískum huga mínum ... legg til að allir byrji daginn á því að hlusta á Friday með Sir Charles Jones og girði sig í brók og taki smá nettar sorry hreyfingar on the side á stofugólfinu...

Í dag er ég að fara í Rútuferð í Fljótshlíð með vinum mínum frá ALFA námskeiðinu mínu og verð þar alla helgina í dúndur feeling... 

svo ætla ég að gefa ykkur orð sem ég dróg í dag.

Jesús sagði: "Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöra yður,það skulið þér og þeim gjöra." Matt.7:12

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mætti einu sinni sem áhorfandi (fengum líka að vera með ) hjá ingahrafni bingó , eigðu kærleigsríka helgi vinur.kveðja

Steini (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður og já...sjáumst.

Heiða Þórðar, 26.10.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Já eins og ég segi alltaf:  "komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig" 

Góða helgi

Anna J. Óskarsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú stóðst þig FRÁBÆRLEGA....og takk fyrir stóra knúsið.

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband