SundLaugardagur

Það var víst Bóndadagur í gær og óska ég öllum Framsóknarmönnum hér með til lukku með gærdaginn..  Ég fór út að borða með 3 félögum í gær og ég held að enginn af okkur hafi vitað að það væri Bóndadagur jú kannski einn því hann er lofaður við hinir erum allir svona meira og minna mein gallaðir piparkallar Cool...

Það fór alveg framhjá mér allur hamagangurinn í Veðrinu í gær flest allir á Suðurnesjum voru bara heima og margir hér í bænum líka.. meira að segja Pabbi þurfti ekki að fara í vinnuna í gær en hann hefur alveg örugglega ekki setið heima því þori ég nánast að þinglýsa hér með.  ( mamma ef þú lest þetta þá var ég á fundi í gær þegar þú hringdir Smile )

Það er nú naumast að maður rífur sig upp fyrir mjólkurmjaltir úrið  rétt yfir 6 um morgun mætti halda að ég væri orðinn Japanskur Túristi á Íslandi ...þeir eiga það til að vakna mjög mjög snemma svona um svipað leyti og götubílasóparinn keyrir um miðbæinn um helgar....

  Í dag er Laugardagur og ef maður ætti að fara eftir honum myndi maður fara í sund og gufu og enda svo í Ísbúðini en ég ætla að hafa þessar pælingar bak við eyrað til kl 10 ... því í dag fer ég á minn fund í hádeginu og ætla svo að kíkja í Keflavík í kvöld á Samkomu hjá honum Gunna vini mínum.

Ég sé það hérna frá 3 hæðini á Höfðanum að þrír bílar fara framhjá við gatnamótin við Stórhöfða það er eina lífið sem er þarna úti jú ljósastauranir eru vakandi en allt hitt sefur enda fáir Íslendingar sem nenna að vakna svona snemma,nema þeir séu að fara að gera eh mjög sérstakt..það eina sem ég þarf eiginlega að gera er að fara út með ruslið og vaska upp 2 diska og 3 könnur.

Gott Gott kaffið tilbúið nú er bara að skella einum ala GTG caffe  í sig og fara svo að tala við Æðrimátt til að tengja sig vel inní daginn ..leyfa deginum að koma til sín og bjóða hann velkominn,

Með Hjálp Guðs fer ég Þakklátur og Auðmjúkur inn í daginn

 

Eigðið þið góðann dag ..Pray%20Before%20Bedtime

 

Þessi litli Strákur og Snati kunna þetta.

 

Guð Blessi Ykkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband