12.maí

Bíddu nú við það er víst að fara að koma að árlegu Eurovision " ég horfi alltaf á þetta show" ég hef gaman að þessu, yfirleitt eru lögin sem ég persónulega finnst góð eða já kemur mér í einhvern góðann gír ekki að gera gott mót og hafna oftast frekar neðarlega.  Í ár sendu við Eurobandið og það er svona hresst og taktfast lag sem gæti kannski gert gott mót í Serbíu ..en þegar kemur af þessari blessuðu kosningu þá er voðinn vís og held að það sé best að vera ekkert að tapa sér yfir þessari keppni. held að við Íslendigar séum orðinn ágætlega show-uð í vonbrigðum með þessar kosningar.. Það jákvæða við þessa keppni í dag er það að landsmenn geta legið í bleyti í nokkur kvöld að horfa á þessa keppni..gott líka fyrir verslunarmenn og Ríkið þegar búið er að lengja þessa keppni, menn kaupa þá meiri grillmat og vín.

Annars er þessi helgi búinn að vera hálf þreytt hjá mér ( er samt alveg ágætur ) bara búinn að sofa lítið og fékk svo þessa líka feitu tannpínu kl 4 í nótt og fékk að dvelja í helvíti í 2 tíma eða þangað til að  ég fór heim úr vinnuni búinn að gúffa í mig eh X-mg af lyfjum  og rotaðist á koddann...  ( ég mæli ekki með að nokkur maður fái þessa hroðalegu líðan, lá við yfirliði hjá mér þá búinn að æla líka .." fallegt"

en núna er ég slark-fær og á næturvakt.

Sá frábæra tónleika á RÚv í kvöld frá Fíladelfíu ( þar var ég á fremsta bekk ) .. gaman að hlusta á tónleikana í heimabíóinu mínu... þvílík blessun og já ég dansaði bara með.

Eigið þið góðann dag á morgun.  ( skilst að það verða ekki skúrir á annesjum en þó gæti komið smá hret í grend ) Wizard

Í lokin þá Óska ég frænku minni henni Alexöndru Dís Heart fallegu prinsessu minni til hamingju með daginn orðinn 16.ára Wizard Vá Vá Vá segi ég nú bara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ æ æ ekki gott að vera veikur  en gott að þú ert orðinn hressari...

Já ert bara  nokkuð sannspár,  nú er öfugur útsynningur og hret í Grend við Annes. 

Fyrir morgundaginn spái ég ýring í Grend, en útnyrðing á Annesjum, já ég veit Gísli, útnyrðingur á Annesjum er ekki algengt.... held mig samt við það, er ótrúlega lúnkin við að spá fyrir um veðrið  sjáum hvað setur.....

Elín María (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

æ æ skil þig vel með tannpínuna  ég er ákkúrat á pensilíni núna með tannrótarbólgu !!  vona að ég verði orðin góð fyrir helgina því þá er ég svo heppinn að syngja með gospel kórnum í höllinni 16 maí

já það tónleikarnir voru frábærir í fíló eins og alltaf - enda þessir söngvarar alveg í sérflokki !!!!!

Sigríður Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Gísli Torfi

Elín ég held að þú sért bara með þetta..  Elín veðurGuð hér eftir

Já Sigríður boy oh boy þvíkíkt og annað eins þessi verkur.... en vona svo innilega að þú verðir kominn í fullt fjör fyrir 16 Maí... ( best að fara að skoða þennann viðburð aðeins )

Gísli Torfi, 12.5.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband