Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hverning á að ná blett úr skyrtu ( ryð eða eh )
30.3.2008 | 07:31
Veit einhver lausn á þí hverning maður nær blett úr skyrtu .. semsagt blettur eftir straujárn sem var greinilega með fast ryð í ... tékkaði nefnilega ekki á því áður en ég straujaði hvítaskyrtu og núna er hún með svona svörtum blett...... ég prufaði að setja eitthvað efni sem á að leysa ryð og blóð og svona sull á skyrtuna lét það ligga á því í 10 min og svo inn í vél og á 60 gráður ásamt því að setja smá klór með ..en nei nei .. skyrtan enn með þessum blett.... arg arg..
er einhver með kraftaverka formúlu...
kv G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skrýtinn vinnubrögð
28.3.2008 | 05:00
Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búkolla tekin í notkun í 312
27.3.2008 | 03:14
Jæja þá eru Páskarnir búnir og Bunny fjölskyldan farinn og kemur ekki aftur í bráð.
Sjálfur átti ég ágætis daga sem samanstóð af AA fundum,Kirkjusókn,Fótboltaglápi,smá ferðarlagi á Suðurnesin og í matarveislu til Unu systir og Steina á laugardeginum og uppí Hlaðgerðarkot á Páskadag í eðalmaltíð í hádeginu.
Það er nú alveg magnað hvað það getur verið gaman að lesa yfir bloggheiminn hér og sjá hvað menn eru að gera eða hvað þeim dettur í hug að skrifa.
Á laugardeginum um páska kom þvottavél í heimsókn til mín og bauðst til að þvo fyrir mig , eftir að hafa drösslað henni upp allar tröppurnar með Pabba ( hún var ekki létt ) og sett hana á stað á tójl-aranum átti bara eftir að Plug-a hana í samband við vatnsstútin og frárennslið en þá áttu við ekki 50mm gúmmíþéttingu né þetta plastdrasl ..þannig að ég þurfti að bíða fram á annann dag páska til að redda því , keypti aðvísu fyrst eh dót fyrir Uppþvottavél og vask sem ég hafi ekki mikið not fyrir en strák pjakkurinn í BYKO sagði að ég þyrfti þetta á þvottavélina mína ( ég var svona frekar hissa ) en já ég semsagt keypti það drasl sem leit út eins og stökkbrygði af rennibraut frá Costa Sel Sol.
Þá kom til skjalana Hr.Keli dúklagningamaður og allt mögulegt man og sagði mér að koma sem snöggvast í Jeppann sinn og við skildum halda í BYKO og fá þessu skipt fyrir akkúrat því sem ég var búinn að ná í áður en fyrr greindur strák pjakkur sem notaben átti að vera einhver "Specialist í Pípulögnum" kom til skjalana og náði að selja mér eh dót sem ég hafði ekki not fyrir og kostaði mig eða réttara sagt kela auka ferð með mig frá Höfðbakka vestur í bæ. ( bara gaman að því )
En já ok við fengum rétta stöffið og svo var bara brunað heim og tengt og gír og græjað vélina ( gamla vélina hennar mömmu ) nú það skal tekið fram að það var allt rétt tengt ... Nú ég set eina skyrtu og tvær narírur og 2 handklæði í vélina og ýti á 4 og ENTER vélin í gang. eftir svona ca 10 min þá fer nú hún að baula eins og Búkolla .. nú ég fer eitthvað að líta á vélina og kanna með mínum frekar auma vélahaus á Búkollu ( er búinn að skýra vélina það ) og fatta ekki hvað er að.. þannig að ég vissi ekki svarið við þessu og enginn var í salnum til að spyrja þannig að ég fékk mig til að hringja í Pabba ( hann reddar öllu ) og hann hlustaði á baulið í Búkollu og sagði mér að stoppa kvikindið eins og skot sem ég og gerði ..en um leið þá byrjaði Búkolla af buna útúr sér vatni úr loftgatinu ( sem á ekki að gerast) nú ég henti símanum frá mér og náði að grýta fötu undir þennann þvílika foss sem notaben var búinn að setja WC-ið gjörsamlega á flot og ekki nóg með það heldur fór það undir gifsvegginn og teppið á ganginum á hæðini var svona eins og Guttormur gamli tuddinn í Húsadýragarðinum hafi komið og migið þarna í dágóðann tíma. eftir að hafa svo fattað að skrúfa fyrir vatnið hætti þessi leki eftir ca 15 kjaftfullar 5l fötur ákvað meistari Gísli Torfi að opna nú vélina og taka þetta dót útúr henni Nei Nei þá kom bara Dettifoss á fullum þunga niður á gólfið sem undirritaður var búinn að þrífa upp vatnið með 15 handklæðum síðastliðnu 3 korterinn. úff ég hugsaði þarna ekki um álfa og hugguleg heit né hvíta svani. En þetta tókst svo á endanum að gjörsamlega sýruþvo gólfið og myndi ég ætla að þetta hafi tekið um 2 tíma að standa í þessu ( það er nefnielga ekkrt niðurfall á Wc-inu mínu)
svona hlutir geta gert lífið skemmtilegra.. og það skal tekið fram að Pabbi kom svo aftur og tékkjaði á vélini en hún Búkolla var þá gæf og allt í sómanum
( mamma er síðan þá búinn að hringja í mig 8 sinnum á dag til að tékkja hvort Búkolla sé rétt stillt og ég fari eftir lögum og reglum um hverning ég á að koma fram við Búkollu )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Happy Easter
19.3.2008 | 07:52
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samhjálp
17.3.2008 | 06:27
Jæja þá er helgin liðinn og var hún bara hin ágætasta. fyrir utan að vinna alla helgina þá skrapp ég á Árshátíð Samhjálpar á laugardagskvöldið og skemmti mér vel, þar var gúffað í sig 6 réttuð máltíð og troðið í sig ís á eftir, skemmtiatriði voru á heimsvísu en fram komu Örn Árnason og Óskar Pétursson,Guðrún Gunnars og Valgeir Skagfjörð og hljómsveitin RASP lék nokkra slagara en lagið pretty women var tekið snilldartökum af þessari úrvalssveit. Páll Magnússon útvarpsstjóri var heiðursgestur ásamt konu sinni. en þess ber að geta að í leiðini var verið að halda uppá 35 ára afmæli Samhjálpar og vígja húsið sem Vörður Leavý Traustason Hirðir Hvítasunnukirkjunar á Íslandi gerði.
Ég fór í Fíladelfíukirkjuna mína í dag og sá þar nokkra taka skírn og Heiðar forstöðumaður Samhjálpar predikaði af stakri prýði og einurð orðið. ( ekki laust við að flestir muni muna þessa ræðu í nokkurn tíma )
Eigið þið góða vinnuviku. sem er aðvísu fremur stutt hjá flestum.
setti inn myndir hér frá Árshátíðini ( í myndaalbúmi Mars2008
( aðsjálfsögðu fór kallinn í Bleiku skyrtuna )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
LFC-NALLARNIR coming up
15.3.2008 | 00:02
Já nú er það staðfest það verða tvö heitustu lið Meistaradeildarinar í ár sem leiða saman hesta sína í 8.liða úrslitunum Liverpool- Arsenal
þetta verða all svakalegir leikir og ekki nóg með það því þeir munu mætast einnig í deildini á svipuðum tíma ..þannig að á einni viku munu þau mætast þrisvar sinnum og í öll skiptin eru þetta alveg gríðarlega mikilvægir leikir.
Ég veit fyrir víst að Steini frændi fer ávallt til Svans en þeir bræður að ég best veit halda að það sé einhver lukka sem fylgir því ..þannig að ég er að spá í að gerast kannski boðflenna og kíkja á þá og sjá þannig til þess að LFC fari áfram.
En það er alveg ómögulegt að spá í þessa leiki -vegna þess að Arsenal hefur haft tak á LFC síðustu ár í deildini en nú er það Meistaradeildin og þar er LFC ávallt gríðarlega sterkt..þannig að þetta verða áhugaverðir leikir vægt til orða tekið.
Hinir leikirnir sem fara fram eru nú bara svona til að fylla uppí 8.liða úrslitin.
Heiðar bróðir og Gósi félagi og Sigvarður eru einnig Nallafíklar þannig að þetta verður gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Live from Downtown Smokie Bay
12.3.2008 | 23:11
Já sæl já fínt ..mættur í vinnuna og gleðitímar framundan í viku ..vinna allar nætur og sofa á daginn þetta gerist ekki mikið skemmtilegra
Aðvísu þarf ég ekki að vinna á laugardagskvöldið vegna þess að þá verð ég í Stangarhyl á Árshátíð Samhjálpar sem í leiðini fagnar 35 ára afmæli og ætlar einnig að vígja húsið og þar ætla ég að heiðra gesti og gangandi með nærveru minni.
Mikið var nú gaman í gær hjá mér í stofuni heima að horfa á Champions Leage live from San Siro í Milan ...INTER - Liverpool 0-1 og samanlagt 0-3 . það eru bara tvö orð um það Sehr Godt.
Vona að þið gangið á Guðsvegum.
kv G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)