Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Bó setti daginn

Vaknaði um 07:30 fór í fótbolta inniskónna mína og Baðsloppinn og  kveikti  á útvarpinu og fór á náðhúsið, fékk mér  síðan cherrios og brauð með Bönunum,því næst hellti ég uppá kaffi alveg yndilegt Gevalia kaffi og þar sem ég stóð við gluggann að bíða eftir kaffinu og horfði á Esjuna og út á faxaflóann sem var steinsofandi að mér fannst eitthvað svo stilltur og þögull þá byrjaði Bó Halldórs að brýna rödd sína á Útvarpi Sögu og söng um Vetrarsól sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og tók mig í leiðini í smá ferðalag um lífið og hvað það ég get verið þakklátur fyrir að eiga góða vini og fjölskyldu og ég lifnaði einhvern veginn við innra með mér þarna starandi útum gluggann eins og í laginu er nánast uppá staf sungið um, ég gekk að kaffivélini og fékk mér ilmandi Gevalia í Liverpool könnuna mína og ákvað að innra með mér yrði sólskinn í dag og ég ætlaði að gera eitthvað sérstakt í dag og vera auðmjúkur í hjartanu og vera óhræddur við að viðurkenna breyskleika mína,því ég veit að fæstir kunna við yfirlæti og þess vegna er alltaf hollt að vera auðmjúkur. Viðhorfið mitt í dag er stillt á Jákvæða bylgjulengd og ganga beinn í baki út í daginn með öll fjögur eyrun heyrandi vel þau sem eru þarna sýnileg og líka mín innri eyru og ætla að koma kurteisilega fram við alla og ekki reyna að aga nokkurn annan en sjálfan mig. 

Ég fór með játningu mína til Guðs sem hljóðaði svo.

Kæri Faðir,ég lýsi því yfir að ég er sá sem þú segir að ég sé. Ég er stórkostlegt verk handa þinna,skapaða til góðra verka, og ég gleðst mjög yfir þeirri dásamlegu blessun sem þú hefur veitt í lífi mínu. þú hefur gert mig lánsaman,heilbrigðan,gæfusaman,sterkan og sigursælan. Fyrir það lofa ég þig og vegsama um eilífð.

Svo setti ég Sting í græjurnar og ætla að halda áfram að vera með bros á vör í dag.Grin

 Bó takk fyrir lagið.Whistling


jahá

Heilagur Kiljan nú  kom Skessa til byggða og potaði í mig og sagði mér að skrifa 8 atriði um mig sem þið vitið ekki... en þar sem að það eru nú nokkrir sem skoða síðuna þá mun ég setja eitthvað hér niður á morgun..... en ætla núna að koma mér út ... gaman að sjá Eiðs Smára syngja í kvöld í Laugardlögunum...


Þankar

Var að velta því fyrir mér hvort Ljósastaurinn sem hún Yoko hafði veg og vanda af að setja upp í Viðey og fékk stuðning frá Borgarstjórnini uppá 15 mills og svo borgaði OR afganginn hvort það hafi ekki bara varpað ljósi upp í geiminn alla leið til Lennons sem hefði verið chilla á skýji og fengið þá hugdettu að færa þjóðini frið og kærleik með því að varpa ljósinu beint á þær stofnanir sem vöktu hann upp frá chillinu á skýjinu. Women is the nigger of the world sagði þessi goðsögn einu sinni og var því kannski fyrsti karldýrs feministi veraldar... Skildi hann vera ánægður með með limruna sem er svohljóðandi:

 

Kona þú átt að elda mat,
og færa mér á bedda.
En mundu að þú ert bara gat,
þegar á mig sækir gredda.

Konur vilja hærri laun,
og rétt til þess að kjósa.
En hlutverk þeirra er í raun,
að láta Geysi gjósa.

en í guðana bænum ekki halda að þetta endurspegli mat mitt eða þjóðarinar á neinn hátt..þetta var svona meira til gamans gert enda er ég bara Sveita Gimb með græna húfu.


Don Canon og GriftersHjóla tímabilið í Melodíu&Rythma

Var að hend inn slatta af lögum .þetta eru svona lög með hinum ýmsu minningum.. sérstaklega fannst mér snilld að finna lagið Funk dat með Sagat.. spilaði það rugl mikið á tímabili og hló eins og salt ruglaður Trakodors eigandi frá Úkraníu.. Weird Al alltaf jafn King kong í hausnum ..gaman að þessu.. svo kemur ódauðlegur Billy Bragg með Eldheitan slagara..og ég veit ekki hvað...

Eigið þið lukkulegan laugardag


Svar óskast

Hef ákveðið að koma með spurningu til þeirra sem lesa þetta blogg og sá sem svarar rétt ..

fær að vera hamingjusamur frjáls og glaður fram að áramótum..

spurt er :

Hvað heitir það að vera Maður af sérstökum Kynflokki meðal frumbyggja Suður Afríku ?

Bónus spurning ...............Hvað kallast viðkomandi ef hann er óður af samræðisfísn ?


Par 68

Sá þessa frétt af Junior og hugsaði ha var á +1 með 69 högg .. sá svo að völlurinn er par 68..(óvenjulegur völlur )

En vona að Heiddi sveifli vel á morgun og endi í topp 10.

Koma svo


mbl.is Heiðar í 33. sæti eftir fyrsta hringinn í Skandeborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

Ánægður með Sissó... Kappinn búinn að æfa gríðarlega vel á árinu og er að uppskera vel

Bravó fyrir Sissó.


mbl.is Sigurþór tryggði sér keppnisrétt í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt viðhorf og jákvæð úrslit fyrir Ísl.

Ég treysti Jolla og Bjarna fyrir þessu öllu og ekkert nema sjálfsagt að æfa nokkur afbrigði af kerfum því það veit það svosem enginn hvað lettarnir koma til með að gera munu þeir pressa framarlega eða liggja aftarlega.... en það er kannski aðalatriðið hvað við gerum og ég persónulega hef nú ekki séð lettana spila en aðsjálfsögðu vill ég sjá strákana koma inn í leikinn af krafti og pressa þá duglega í byrjun .annars er þetta orðinn svo milkill hertækni í dag ..Kannski yrði það best fyrir okkur að þeir pressi okkur framarlega því þá fáum við vonandi meiri svæði til að athafna okkur í sóknini.. við erum með Ragnar og Ívar líklega í hafsentunum og verður gaman að fylgjast með Ragnari drengurinn er að spila eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og greinilega heitasti leikmaður Íslands um þessar mundir ..Svo vona ég  að þeir hafi þetta sjálfstraust sem þarf í fótbolta og leiki eins og ein heild..virkar stundum á  mig eins og Eiður sé eins og Henry var hjá Arsenal snerist allt um þennann snilling en fóru svo að spila sem heild þegar hann fór til Barca.. Vona bara að Eiður skori hat trick og við vinnum 3-0 ...  ( held að við höfum ekki tapað leik í nokkur ár þegar Eiður spilar með )

Koma svo


mbl.is Eyjólfur ekki búinn að ákveða hvort Eiður byrji inná
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverning tekur maður Gagnrýni eða leiðréttingu

ég hef einmitt verið að lesa um Viðhorf og hvening við getum breytt þeim til betra og í einum kaflanum er einmitt verið að fjalla um hverning við tökum gagnrýni á okkur þ.e.a.s. bregðumst við .. bókin sem ég er að lesa kennir manni að bregast rétt við samkvæmt biblíulegu viðhorfi og segir mér hvening Guð notar oft fólk til að benda manni á hvað er rangt og hvað er rétt.... sýnist að konan hér hafi fengið orð í eyra þótt það hafi verið frekar hastarlegt en að sama skapi þá velur Guð oft ólíklegustu menn til að sýna okkur hlutina eins og þeir eru..þurfa stundum ekki að vera réttir að okkur finnst en ef maður er nógu auðmjúkur og hreinskilinn þá getur maður í staðinn fyrir að reiðast að hlusta vel og vandlega og flýta sér hægt að tala og komast að því að þarna var Guð að kenna mér ......  Vona að hún hafi orðið þakklát fyrir ábendinguna þótt hún hafi orðið reið.
mbl.is "Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviðakjammar Hvað !

Skemmtileg Orðabók sem ég fann hér á netinu.. 

 

Að bera fé: Afklæða kind
Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap
Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé)
Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket
Féhirðir: Smali
Félag: Lag sem samið er um sauðfé
Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé
Félegur: Eins og sauður
Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki
Fjárdráttur: Samræði við kind
Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé
Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé
Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé
Fjármagn: Þegar margar ær koma saman
Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm -Tóndæmi
Fjármálaráðherra: Yfirsmali
Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda
Fjárnám: Skóli fyrir kindur
Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg
Fjársöfnun: Smalamennska
Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin
Fjárvarsla: Það að geyma kindur
Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum
Fjáröflun: Smalamennska
Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli
Grímsá: Kind í eigu Gríms
Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
Hlutafé: Súpukjöt
Langá: Einstaklega löng kind
Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum
Norðurá: Kind að norðan
Opnibert fé: Fé í eigu ríkisins
Sauðburður: Þegar handbært fé er borið að á milli staða
Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags
Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
Tryggingafé: Öruggt sauðfé
Veltufé: Afvelta kindur
Þjórfé: Drykkfelldar ær
Þverá: Þrjósk kind


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband