Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
07:07:07 again
28.5.2008 | 07:06
Magnað klukkan er núna að verða 7 og langt liðið á morgunmjaltir hjá Birni Bónda og hér sit ég í vinnuni og angra mig í smá tíma við að þurfa að vinna líka í kvöld .. jæja einn vakt í viðbót gerir mig ekki alveg gráhærðan ( spurning hvort ég fái grá hár á fimmtudag ætla að kíkja á mig þá )
Eins og ég segi þá fer að líða að fríi og er það vel, ætla að skreppa í Blómabæinn á föstudaginn með Veiðihallarkónginum honum Gumma frænda og sjá vonandi okkar menn í Hvöt fara með 3 stig norður eftir leikinn við Hamrana.
Senn líður svo að því að Hátíð hafsins verði sett með prompi og prakt og aldrei að vita hvort mínir menn á Tý verði í landi þá væri nú ekki vitlaust að kíkja í kaffi og kleinur...
sirka mánuður þangað til að ég fari líklega út í lönd með gamla settinu að heimsækja minn yndislega bróðir og fjölskyldu hans.
Í dag verður vonandi besti dagur ársins fyrir þig.
kv G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
07:07:07 am
27.5.2008 | 07:06
Jæja þá eru liðnir 6 dagar síðan eitt stk endajaxl var rifinn úr kallinum... og er maður svona að braggast þótt seint gangi að vera fullfær í flestan sjó... kominn langt með næturvaktargönguna í þessari törn og er það vel. Eurovision búið og 64 stig sem er ágætt ég hélt nú að við myndum kannski verða í topp 8 en nei það varð nú ekki reyndin þannig að nr 14 var Ísland og það má segja það að við enduðum best allra þarna í Belgrad með því að fá 12 stig frá Danmörku
Kallinn byrjar svo í fjarnámi við Háskólan á Bifröst 15 Ágúst 2008 ..það er orðið klárt.
Eigið góðann dag.
kv G
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ekki er nú öll vitleysan eins
27.5.2008 | 04:21
Rakst á þetta hjá Stormsker.
Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Ekki er aðfangadagur án jóla
Blankur er snauður maður.
Lengi lifa gamlar hræður.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Betra er að ver á milli svefns og vöku en stafs og hurðar,og
skers og báru og steins og sleggju.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Sjaldan er góður maður of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
ft er grafinn maður dáinn.
Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Oft er bankalán ólán í láni.
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
Enginn verður óbarinn boxari.
Oft er dvergurinn í lægð.
Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Illu er best ólokið.
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Ekki dugar að drepast.
Eitt sinn skal hver fæðast.
Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
Blindur er sjónlaus maður.
Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
Flasa er skalla næst.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur geispar golunni í blankalogni.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Betra er að hlaupa í spik en kekki.
Nakinn er klæðalaus maður.
Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
Minkar eru bestu skinn.
Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
Betra er að vera eltur en úreltur.
Oft kemst magur maður í feitt.
Ekki var Lennon skotinn í Yoko heldur í New York.
Oft eru lík fremur líkleg.
Betra er áfengi en áfangi.
Ei var hátíð fátíð í þátíð.
Margur boxarinn á undir högg að sækja.
Betri eru kynórar en tenórar.
Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Greidd skuld, glatað fé.
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
Oft hrekkur bruggarinn í kút.
Ef þú átt vín þá áttu vin.
Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
Oft er lag engu lagi líkt.
Oft svarar bakarinn snúðugt.
Oft er holdsveikum laus höndin.
Saumakona fæst ekki til að stoppa, þegar hún er byrjuð að halda tölu,og
prjóna við sögu, og spinna lygavef og tvinna allt saman og spotta menn
og fara ofaní saumana á hlutunum sem eru nýir af nálinni og sauma að
fólki sem er á nálum og er að reyna að bæta ráð sitt og bíta úr nálinni,
... æ æ þar missti ég þráðinn.
Betri er utanför en útför.
Margur fær sig fullsaddan af hungri.
Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Víða er þvottur brotinn.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Betra er að teyga sopann en teygja lopann
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.
Verra er að gleypa koddaver, Húnaver, sænguver, orkuver,
Magnús Ver en Sjeniver, því er ver.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17 Maí 2008
18.5.2008 | 10:51
Dagurinn í gær var frekar ánægjulegur. Byrjaði á því um morgunin að lesa yfir AA bókina með Sponsí-inu mínu og fór svo á Hádegisfund eftir það fórum við Steini félagi í Kolaportið (alltaf áhugavert að líta þar inn ) svo var farið til Gumma Frænda í Veiðihöllina á Suðurlandsbraut og kíkt í kaffi hjá honum og náð í leiðini í þessa líka flottu fluguveiðistöng sem frændi var búinn að merkja með nafninu mínu og hólkinn líka sem stöngin er geymd í ( það er ekki að spurja að þjónustuni hjá Meistara Gumma ) eftir að hafa farið svo í Kringluna og keypt Reykelsi hjá Frænku minni í Betra Líf var farið heim og tekið Sponsí nr 2 og farið yfir stöðu mála, Um 19 fórum við Atli félagi svo til Keflavíkur til að hlýða á og lofa Drottin í Hvítasunnukirkjuni þar á bæ.
Í Hafnarfjörð var svo kallinn mættur um 22:30 á Kaffihús með Benna Ívars og þeim bræðrum Gunnari Páli og Sigurði ættaðir frá þeim góða stað Raufarhöfn einnig mætti til okkar Ásgrímur Angantýrsson sá mikli snillingur en ætlunin hjá okkur félögum var að fá okkur kaffi og meðþví á kaffihúsinu áður en við fórum á Players til að hitta gamla Skólafélaga frá Laugum í Þingeyjarsýslu. Þetta var bara alveg yndislegt kvöld í alla staði og hitti ég annsi marga þarna og var mikið hlegiið og spjallað.
Mér fannst svo gott að finna þennann Kærleik og Gleði sem var yfir öllum þarna alveg eins og var alltaf á Laugum og ég fann svo sterkt fyrir því að þetta væri í raun og veru fólkið mitt, fólk sem maður átti alveg rosalega ánægjulega tíma með hérna í old days. Það er bara eins og með allt að ég tengdist sumu fólki meira og var einnig lengur með sumu fólki og ekki þá bara á Laugum heldur var viss hópur sem hélt áfram að vera í samabandi í nokkur ár á eftir og brallaði margt saman.
Þannig að ég var voðalega sáttur við kvöldið og fann alveg rosalega mikla hlýju í hjartanu mínu þegar ég kom heim var nánast hálf klökkur, mig langaði helst að faðma alla þarna og gefa þeim bara kærleik og þakklæti fyrir alla góðu tímana sem ég hef átt með þessu yndislega fólki. þarna voru líka fólk sem hefur alltaf átt smá sess í hjartanu mínu og alltaf þótt svo vænt um það eins og Gósa vin minn ( HANN ER ALGJÖR PERLA ) og Róshildi mína ( Listakonu) , Þórdísi Arnars,Benni ívars ( andvaka.is ), Edda (kokk og formann Rassasafa )og Sibbu ( Fitness-meistara ), Hönnu Mæju mína og Daða ( sem komst að vísu ekki) Sísí, Böðvar, Finn Sig og að ógleymdum Gunna Palla. vantaði svo nokkra þarna eins og td. minn kæra vin Svavar Hafþór sem er búsettur í Horsens í Danmörku og Steina vin minn.. en ég hef nú sérstakan aðgang að þeim þannig að ég er ríkur maður.
Já svo er víst næst á dagskrá að hóa saman liðinu sem útskrifaðist þaðann árið 1990 seinna meir.. það var reglulega skemmtilegur hópur fórum saman til Mallorca svo um vorið.
Í dag er áætlunin að slappa bara af , taka kannski einn fund í Hádeginu og fara svo í Fíladelfíu seinnipartinn og vera viðstaddur skírn hjá félaga mínum og fara svo í Afmælis Grillveislu hjá frænkum mínum Alexöndru Dís og Bergrósu Lilju ( þær eru fallegur prinsessurnar mínar )
Ég var að hugsa áðann um að draga mannakorn til að setja hér á blogið og var hugsað um þjóð mína og þá náð sem við fáum á hverjum degi. Og til að fullvissa ykkur um hvað Drottin er nákvæmur þá dró ég Jesaja 30:18-19
Því bíður Drottinn þess að sýna yður náð, þess vegna rís hann upp til að miskuna yður, því að Drottinn er Guð réttlætisins.Sælir eru þeir sem á hann vona. Já þú þjóð Síon, sem býrð í Jerúsalem,þú skalt ekki gráta lengur.Hann verður þér náðugur.Þegar þú hrópar á hjálp mun hann bænheyra þig. Jes 30:18-19
Ef þetta er ekki staðfesting á því að Orðið er lifandi enn í dag. Guð er alveg hættur að koma mér á óvart
ps Hvöt vann Völsung í fyrsta leik sínum í 2 deild karla á föstudag 4-3 sem var reglulega ánægjulegt, mér líst bara vel á þetta hjá strákunum.
til hamingju með afmælið í dag Svanur frændi ( ég er með stál minni )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ávallt góðir dagarnir sem byrja á 14
14.5.2008 | 03:14
Já núna hef ég 10 daga til að gera reiknisskil... ( eintóm hamingja )
17 mánuðir hjá kallinum í dag í gönguni endalausu
kl 09:00 verð ég kominn í vikufrí
Ætla að hafa þessa 7 næstu daga Seven Heaven
Njótið þið dagsins
Veður spá fyrir 14 maí.
Hægviðri og skýjað, en víða þokuloft eða súld við sjávarsíðuna. Léttir heldur til í dag, en áfram þokubakkar á annesjum. Dálítil súld norðaustanlands síðdegis. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.
Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GR, er meðal keppenda á Baden Wüttemberg Open, sem er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Mótið hefst í fyrramálið (14.05.08) og á Heiðar Davíð teig klukkan 07:00 að íslenskum tíma. Hann er í ráshópi með Þjóðverja og Íra.
Þetta verður annað mót Heiðars Davíðs á þessu keppnistímabili. Hann keppti í Luzern fyrir tveimur vikum og varð þá að hætta keppni á öðrum hring vegna meiðsla.
Mótið fer fram á Drei Therman vellinum í Bad Bellingen í Þýskalandi. Spilaðar eru 54 holur þar sem 40 efstu komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi og leika lokahringinn. Heildarverðlaunafé í mótinu eru 30 þúsund evrur þar sem sigurvegarinn fær 4.814 evrur eða 590 þúsund krónur í sinn hlut.
koma svo Junior ... sendi þér styrk og góða strauma
kv G
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.maí
12.5.2008 | 00:57
Bíddu nú við það er víst að fara að koma að árlegu Eurovision " ég horfi alltaf á þetta show" ég hef gaman að þessu, yfirleitt eru lögin sem ég persónulega finnst góð eða já kemur mér í einhvern góðann gír ekki að gera gott mót og hafna oftast frekar neðarlega. Í ár sendu við Eurobandið og það er svona hresst og taktfast lag sem gæti kannski gert gott mót í Serbíu ..en þegar kemur af þessari blessuðu kosningu þá er voðinn vís og held að það sé best að vera ekkert að tapa sér yfir þessari keppni. held að við Íslendigar séum orðinn ágætlega show-uð í vonbrigðum með þessar kosningar.. Það jákvæða við þessa keppni í dag er það að landsmenn geta legið í bleyti í nokkur kvöld að horfa á þessa keppni..gott líka fyrir verslunarmenn og Ríkið þegar búið er að lengja þessa keppni, menn kaupa þá meiri grillmat og vín.
Annars er þessi helgi búinn að vera hálf þreytt hjá mér ( er samt alveg ágætur ) bara búinn að sofa lítið og fékk svo þessa líka feitu tannpínu kl 4 í nótt og fékk að dvelja í helvíti í 2 tíma eða þangað til að ég fór heim úr vinnuni búinn að gúffa í mig eh X-mg af lyfjum og rotaðist á koddann... ( ég mæli ekki með að nokkur maður fái þessa hroðalegu líðan, lá við yfirliði hjá mér þá búinn að æla líka .." fallegt"
en núna er ég slark-fær og á næturvakt.
Sá frábæra tónleika á RÚv í kvöld frá Fíladelfíu ( þar var ég á fremsta bekk ) .. gaman að hlusta á tónleikana í heimabíóinu mínu... þvílík blessun og já ég dansaði bara með.
Eigið þið góðann dag á morgun. ( skilst að það verða ekki skúrir á annesjum en þó gæti komið smá hret í grend )
Í lokin þá Óska ég frænku minni henni Alexöndru Dís fallegu prinsessu minni til hamingju með daginn orðinn 16.ára Vá Vá Vá segi ég nú bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
50
11.5.2008 | 04:09
Pistill: Post 2.1-4 (-11)
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist kom allur hópurinn saman. Þeim brá mjög við því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Menn voru frá sér af undrun og sögðu: Eru þetta ekki allt Galíleumenn sem hér eru að tala? Hvernig má það vera að við, hvert og eitt, heyrum þá tala okkar eigið móðurmál? Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs.
Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar, og einskonar vígsludagur hinnar almennu kirkju sem Guð gefur í Jesú Kristi. Með því að postularnir töluðu á tungum framandi þjóða er heilagur andi kom yfir þá á hinni fyrstu hvítasunnuhátíð, og fengu skilaboð um að fara út um allan heim og djörfung til að predika, þá hefur kirkjan einnig kallað þetta uppskeruhátíð Krists.
Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar. Með hvítasunnuhátíðinni lýkur páskatímanum. Nú eru liðnar sjö vikur frá páskum, og fimmtíu dagar. Af þeirri ástæðu ber hvítasunnan á mörgum erlendum tungum nafn sem dregið er af gríska orðinu pentecosté (hinn fimmtugasti).
Eins og páskahátíðin á einnig hvítasunnan fyrirrennara í hátíðahaldi Ísraels. Hátíðin sem haldin er á þessum tíma að sið gyðinganna er einskonar uppskeruhátíð. Hún er þakkarhátíð fyrir fyrstu kornuppskeruna. Þess var jafnframt minnst þegar lýður Guðs hafði móttekið lögmálið á Sínaí. Hátíðin er því einskonar sáttmálahátíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvítasunnudagur
11.5.2008 | 04:02
Dagurinn í dag:
- Í dag ætla ég að láta deginum nægja sína þjáningu og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns
- Í dag ætla ég að vera ánægður. Ég ætla að trúa því sem Abraham Lincoln sagði : flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.
- Í dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla að lesa eitthvað sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar.
- Í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðum en ekki reyna að breyta öllu í það horf sem mig langar til sjálfan.
- Í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar. Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera.
- Í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteislega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig.
- Í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega, en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast tvo kvilla : hraða og ráðaleysi.
- Í dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar. Þessi hvíldarstund ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt.
- Í dag ætla ég að vera æðrulaus. Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni.
- Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og vera ekki hræddur við að viðurkenna breyskleika minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er klárt
10.5.2008 | 07:45
Hér kemur spá mín fyrir fyrstu umferð í Landsbankadeild karla .
ÍA - Breiðablik 1-1
Fylkir - Fram 3-1
HK - FH 0-2
Keflavík - Valur 2-2
Þróttur - Fjölnir 2-1
KR - Grindavík 2-0
Sá sem skorar fyrsta markið í ár verður enginn annar en Eysteinn Pétur þróttari stangar hann inn eftir hornspyrnu á 4 mín.
Lifi Þróttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
alltaf verið í uppáhaldi
9.5.2008 | 05:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)